Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Qupperneq 4
Sjaldgæfari munir boðnir upp
Jólauppboð Góða hirðisins erorðið fastur liður í lífi margraen undir lok árs eru sjaldgæfir
og verðmætari hlutir sem borist
hafa í nytjagámana settir á uppboð
sem tónlistarmaðurinn KK, Krist-
ján Kristjánsson, stýrir. Uppboðið
fer fram nú um helgina, laugar-
daginn 8. desember kl. 13, og
rennur ágóðinn óskiptur til Ljóns-
hjarta, samtaka sem styðja ungt
fólk sem misst hefur maka og börn
þeirra. Hugmyndin kom upphaf-
lega frá KK, sem hefur alla tíð
gefið vinnu sína og hafa ýmis
smærri góðgerðarfélög notið ágóð-
ans af þessum uppboðum síðustu
árin.
„Á uppboðið fer eitthvert sér-
stakt, sjaldgæft og gamalt dót sem
hefur komið til okkar yfir árið, við
tökum það til hliðar og veljum svo
úr hlutunum, í ár eru það 40 hlutir
sem eru boðnir upp af öllum toga,“
segir Friðrik Ragnarsson, versl-
unarstjóri Góða hirðisins.
„Gömul leikföng og barnabækur
kveikja í fólki, höfða til nostalgí-
unnar í okkur, og raftæki sem
virka enn þrátt fyrir aldur, en í ár
erum við með nærri fjörutíu ára
gamla Pac-Man-tölvu, frá 1981,
sem virkar vel.“
Árlega hefur upphæðin sem
safnast hefur verið frá 300-700
þúsund en uppboðin eru klukku-
tíma löng svo það borgar sig að
vera tímanlega en það er mikil
stemning sem myndast á uppboð-
inu þar sem KK leikur af fingrum
fram sem uppboðsstjóri. Af þeim
hlutum sem til sölu eru má sjá
nokkra hér til hliðar en talsvert af
munum á uppboðinu eru listmunir
eftir Guðmund frá Miðdal og má
þá einnig nefna gamla klukku frá
hinum þekkta svissnesk-þýska
framleiðanda Jaeger-lecoultre og 8
mm sýningarvél frá Bell og Ho-
well.
Úrval af sjaldgæfum og verðmætum hlutum sem berast í nytjagáma Sorpu hefur undanfarin ár verið selt á svokölluðu
jólauppboði Góða hirðisins en ágóðinn rennur óskiptur til góðgerðarmála. Í ár fer uppboðið fram í ellefta sinn.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Söfnunargripur; nærri
40 ára gömul leikja-
tölva sem virkar.
Slegist var um bókin Tindátarnir á síð-
asta uppboði Góða hirðisins. Myndir
Nínu Tryggvadóttur eru hennar fyrsta
myndskreyting en textinn eftir Stein
Steinar. Plata Óðmanna er líka til sölu.
Verðmæti sem þessi dúkka
stundum upp en þetta er
skotthúfa með silfurhólki.
Gömul leikföng
rokseljast á
uppboðum
Góða hirðisins.
Gamalt sjaldgæft
kúluspil úr viði.
Reimaðir fótboltar tilheyra
fortíðinni og margir sem fæddir
eru um miðja síðustu öld áttu
plastfígúrur sem þessar.
Kross-stóllinn kallast
þetta þekkta húsgagn
Fredriks Kayser frá
1955. Byrjunarboð er
120.000 kr.
Mynd gerð úr mannshári, líklega eftir
Karítas Hafliðadóttur. Samkvæmt því
sem stendur aftan á myndinni er hár-
ið úr heilli fjölskyldu á Akureyri,
hjónunum Gunnari Sigurgeirssyni,
Önnu Jónsdóttur og börnunum
þeirra sem öll eru látin.
Friðrik Ragnarsson með nokkra af þeim munum sem verða til sölu. Fremst má
sjá platta sem tilheyra seríu sem kallast Jörð-vatn-eldur-loft og eru eftir Alfreð
Flóka. Byrjunarboð er 60.000 kr. Friðrik segir fyrirhugað að fjölga uppboðum
á vegum verslunarinnar.
Þríarma
kertastjaki
Guðmundar
frá Miðdal, frá
1933.
INNLENT
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2018
Ég átti afmæli um síðustu helgi, sem er ekki í frásögurfærandi. Ég nennti ekki að halda upp á það og baramínir allra nánustu komu. En svo voru það allir hinir.
Semsagt fólkið á Facebook (sem við miðaldra fólkið notum
ennþá). Það var magnað.
Ég hef nefnilega samanburðinn. Ég var sko eitthvað að
fikta í upplýsingum um sjálfan mig í aðgerðaleysi í lögbanni í
fyrra og breytti einhverju. Það varð til þess að afmælið mitt
fór algjörlega framhjá heiminum. Fjölskyldan var með þetta
á hreinu en enginn annar (nema Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
sem er ekki á Facebook en er með mjög öflugt bókhald yfir
helstu hátíðisdaga í mínu lífi) sendi mér kveðju. Og þá upp-
götvaði ég að ég saknaði þess soldið.
Ég kippti þessu í liðinn eftir afmælið og var klár þegar
straumurinn hófst rétt fyrir miðnætti á laugardaginn (frá vin-
um í austari tímabeltum). Svo las ég og lækaði og velti aðeins
fyrir mér týpunum og tegundunum af kveðjum.
Uppáhaldið mitt er náttúrlega með myndum. Þær eru
reyndar aðeins gallaðar því að sá sem sendir kveðjuna velur
myndina og hann er ekki alltaf að spá í að afmælisbarnið líti
vel út. Svo eru það persónulegu kveðjurnar sem vísa til ein-
hvers konar tengingar eða frá einhverjum stöðum. Það er
mjög heimilislegt. Til hamingju með daginn, golfari. Kveðjur
úr Vindakórnum. Svo voru það kveðjur frá fólki sem ég kem
bara ekki fyrir mig, sem voru flestar mjög almennar, eðlilega,
en nokkrar afar vinalegar, sem ég skrifa bara á að vera al-
mannaeign og allt það.
En aðalbaráttan hlýtur að vera við það að vera á sama tíma
frumlegur og persónulegur en samt án þess að endurtaka sig.
Það er jú þannig með flesta að þeir eiga einhvern helling af
vinum sem eiga afmæli alla daga. Það er of mikil vinna að leita
að myndum af öllum og grafa upp einhverja persónulega
tengingu. Á sama hátt er ekki gott ef maður sendir öllum
sömu stöðluðu afmæliskveðjuna. Hvernig á maður þá að vita
hvar maður stendur í vinahópnum? Er ég ekkert merkilegri
en einhver sem deildi stigagangi með þér í hálft ár?
Ég skil ekkert í Evrópusambandinu að hafa ekki gefið út
einhvers konar reglugerð um afmæliskveðjur á Facebook.
Hún gæti efnislega verið á þessa leið:
1. Fólk sem þú þekkir nánast ekkert: THMA (Altso
skammstöfun fyrir Til hamingju með afmælið. Virkar ekki vel
á lesblinda).
2. Fólk sem þú þekkir ágætlega en leiðist samt: Til ham-
ingju.
3. Fólk sem þig langar í raun ekki að þekkja en verður að
senda kveðju: Til hamingju með daginn.
4. Fólk sem þú þekkir ekkert mjög vel en sendir þér alltaf
kveðju: Til hammó með ammó (undir þrítugu). Til hamingju
með daginn þinn (yfir þrítugu).
5. Fólk sem þú þekkir nokkuð vel og fer í það minnsta ekki
mjög mikið í taugarnar á þér: Hjartanlega til hamingju með
afmælið.
6. Fólk sem þú þekkir vel en samt ekki svo vel að þú getir
valið úr myndum af því: Til hamingju með daginn. Njóttu
dagsins í faðmi (hér er
svo hægt að velja fjöl-
skyldu, vini, maka eða
gæludýr ef hinum er
ekki til að dreifa).
7. Þegar vinapar á af-
mæli (sérstaklega ef þú
hefur gleymt að senda
hinu kveðju): Til ham-
ingju með daginn.
Treysti á að x muni dekra við þig í dag.
8. Nánir vinir: Mynd, myndaband eða persónuleg tenging.
9. Maki: Mynd og nánari lýsing á því hvað gerir makann
svona æðislegan.
Þetta finnst mér frábær lausn sem myndi gera lífið miklu
auðveldara. Þannig væri þetta eins og jólavinaleikur þar sem
sett er hámark á gjöfina og engin hætta á að maður sendi blá-
ókunnugu fólki of nána vinarkveðju, sem er í raun töluvert
verra en að gleyma að senda góðum vini kveðju.
Það var ekkert.
Reglugerð ESB nr. 28.755 um afmæliskveðjur
’Uppáhaldið mitt er náttúrlegameð myndum. Þær eru reynd-ar aðeins gallaðar því að sá semsendir kveðjuna velur myndina og
hann er ekki alltaf að spá í að af-
mælisbarnið líti vel út.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is