Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Síða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Síða 35
Ú lfur og Edda — Drottninginheitir ný bók KristínarRögnu Gunnarsdóttur og er hluti af bókaröð hennar um hálf- systkinin Eddu og Úlf Brynjólfsbörn sem villast í leynigöng í Skálholti og lenda í ýmsum óttalegum ævintýrum í heimi norrænna goða og kynngi. Þetta er þriðja bókin í röðinni en áð- ur eru komnar bækurnar Dýrgrip- urinn og Drekaaugun. — Í kynningu á bókinni segir að hér sé komin lokabókin í þríleik um þau Úlf og Eddu, en þó ævintýrið í bókinni klárist þá er endirinn opinn. „Upphaflega hugmyndin var að bækurnar yrðu þrjár og ég skipti þeim þannig upp að ég væri með Loka og svo börn hans, sem hafa komið fyrir í þessum þremur bókum, en svo er það þannig að maður ræður ekki alltaf við hugmyndir og ég er komin með frábæra hugmynd að við- bótarbók,“ segir Kristín og bætir því við að það yrði þá bók í röðinni um þau Úlf og Eddu, fjórða bókin, „en ég þori ekki að segja neitt meira um hugmyndina, hugmyndirnar eru svo við- kvæmar, en ég finn mig knúna til að skrifa fjórðu bókina. Það er bara svona.“ Kristín hóf listiðju sína sem teiknari en er í dag rithöfundur og teiknari, bætti meðal annars við sig meistara- gráðu í ritlist sem hún segir hafa verið gef- andi og gagn- legt nám. „Mig hefur lengi dreymt um það að vera rithöfundur og ákvað að taka það alla leið. Þetta var virkilega gagnlegt nám, og ekki síst að vera í samfélagi fólks það sem allir eru með þetta hugðarefni og eru að ræða saman um skrifin og að fá að heyra hvað öðrum finnst. Þetta eru kjöraðstæður sem maður fær ekki annars. Við það að rýna í texta ann- arra fer maður að sjá sinn eigin texta öðruvísi og ég er ekki frá því að það hafi verið mesti lærdómurinn.“ — Aftur að bókinni: þú byggir röð- ina á norrænni goðafræði, sækir þangað persónur og býrð til eigin áþekkar. Er þessi sagnabrunnur ótæmandi? „Hann er algerlega ótæmandi. Ég byrjaði að fást við þetta efni fyrir 25 árum, þegar ég vann með Völuspá í fyrsta skipti. Síðan hef ég unnið með Völuspá í mismunandi gerðum og Hávamál og Snorra Eddu og í hvert einasta skipti sem ég kem að þessu efni þá spretta fram nýjar hug- myndir. Þetta er ótrúlegur brunnur. Ég hef svo mikinn brennandi áhuga á þessum arfi og það er svo gaman þegar þetta fer að fléttast saman, þegar maður er með svo ólíka þræði sem maður nær að vinda saman í einn.“ — Talsvert er af myndum í bókinni en við að lesa margar lýsing- anna í henni velti ég því fyrir mér hvort ekki væri þar kominn efnivið- ur í teikni- myndasögu. „Ég hef hugsað út í það og það er aldr- ei að vita.“ Kristín teiknar og skrifar og fæst við sitt- hvað annað meðfram. Hún setti þannig nýver- ið upp sýn- inguna Barna- bókaflóðið fyrir barnabókahátíð Norræna hússins og hefur sett upp nokkrar áþekkar sýningar fyrir börn í tengslum við bókmenntir. „Ég hef mikinn áhuga á því að halda bókum að börnum og þegar ég er að fást við skrifin finnst mér ég vera að gera eitthvað sem sé mikilvægt. Ég legg mig alla fram af því mér finnst það gríðarlega mikilvægt starf og mikil- vægt að það sé gert almennilega, að börnunum sé sýnd sú virðing að við séum að búa til bókmenntir sem geta haft áhrif á þau í gegnum lífið.“ Ótæmandi brunnur Kristín Ragna Gunnarsdóttir segir það gríðarlega mikilvægt að skrifa bækur fyrir börn og búa til bókmenntir sem geta haft áhrif á þau í gegnum lífið. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Kristín Ragna Gunn- arsdóttir á sýningunni Barnarbókaflóðið. Morgunblaðið/Hari Tafldrottningar koma mjög við sögu. 9.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA Í NÓVEMBER Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Stúlkan hjá brúnniArnaldur Indriðason 2 BrúðanYrsa Sigurðardóttir 3 Útkall – þrekvirki í djúpinuÓttar Sveinsson 4 Þitt eigið tímaferðalagÆvar Þór Benediktsson 5 ÞorpiðRagnar Jónasson 6 Siggi sítrónaGunnar Helgason 7 HornaugaÁsdís Halla Bragadóttir 8 Ungfrú ÍslandAuður Ava Ólafsdóttir 9 Kaupthinking – bankinn sem átti sig sjálfur Þórður Snær Júlíusson 10 Orri óstöðvandiBjarni Fritzson 11 Aron – sagan mín Aron Einar Gunnarsson og Einar Lövdahl 12 Jólalögin okkarÝmsir, Jón Ólafsson 13 Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason 14 Hvolparnir bjarga jólunumHvolpasveitin 15 KrýsuvíkStefán Máni 16 Beint í ofninnNanna Rögnvaldardóttir 17 Lára fer til læknisBirgitta Haukdal 18 Fallegu lögin okkarÝmsir, Jón Ólafsson 19 Fíasól gefst aldrei uppKristín Helga Gunnarsdóttir 20 Henny Hermanns – vertu stillt! Margrét Blöndal Allar bækur Ég er nýbúin með tvær bækur sem ég get ekki mælt nógu mikið með: Ástin, Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Þetta eru fimm smásögur sem bjóða allar upp á alvörukvenpersónur – breyskar, fyndnar, narsissískar – og fjalla um ástina á hreinskilinn og óvægan hátt. Hin er svo Keisaramörgæs- ir, debútið hennar Þórdísar Helgadóttur sem er einn- ig smásagnasafn. Sögurnar hennar gerast oft í náinni framtíð, þar sem núlifandi dýrategundir eru útdauð- ar eða yfirborð sjávar hefur hækk- að, og eiga það til að draga fram það dýrslega í manneskjunni. Skrif Þórdísar eru lúmsk og fyndin og hún treystir lesanda sínum. Annars er ég að vinna mig í gegn- um Outline- þríleikinn eftir bresk-kanadíska rit- höfundinn Rachel Cusk, þrjár skáld- sögur sem skrifaðar eru í sam- tölum, en sögumennirnir eru eins konar „neikvætt rými“, þ.e. þeir segja aldrei neitt um sjálfa sig held- ur þarf maður að kynnast þeim í gegnum viðbrögð aukapersón- anna. Þetta nær mér einhvern veg- inn alveg. Eins og að lesa spennu- sögu, þó svo að þetta séu pjúra fagurbókmenntir. ÉG ER AÐ LESA Fríða Ísberg Fríða Ísberg er rithöfundur. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.