Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Side 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2018
Þ
að er frísklegt haustveður
í New York-borg þennan
fallega sunnudag í nóv-
ember þegar blaðamað-
ur heimsækir hjónin og
listafólkið Unu Dóru Copley og Scott
Jeffries. Neðarlega á Manhattan í
skemmtilegu hverfi kenndu við aust-
urhluta borgarinnar má finna dumb-
rauða byggingu sem vekur enga sér-
staka eftirtekt svona fljótt á litið.
Útidyrahurðin er alsett veggjakroti
sem hjónin leyfa að vera þar í friði.
Afar ólíklegt er að þeir ungu lista-
menn sem þarna hafa sett sitt mark
viti að fyrir innan þessar dyr eru
miklar gersemar íslenskrar listasögu.
Scott tekur á móti blaðamanni og
býður inn, beint inn í listaverka-
geymslu. Blaðamaður rekur upp stór
augu og tekur andköf, enda eru þar
undursamleg málverk upp um alla
veggi. Fleiri eru vandlega geymd í
skúffum og málverkaskápum, en
þarna leynast tæplega tvö þúsund
verk eins þekktasta listamanns Ís-
lands, Nínu Tryggvadóttur.
Íbúð hjónanna er á efri hæð og er
hún afar hlýleg. Vel má merkja að
þar búa tveir listamenn því málverk,
útskornar styttur og ýmsir forvitni-
legir munir eru þar á veggjum og í
hillum. Heimiliskötturinn lætur sjá
sig eitt augnablik en lætur svo gest-
inn eiga sig.
Við ákveðum að viðtalið fari fram á
ensku en Una Dóra talar ágætis ís-
lensku þótt vanti upp á orðaforðann.
Það er ekki skrítið þar sem hún hefur
aldrei búið á Íslandi nema sem korna-
barn og nokkur sumur í æsku. Hún er
einbirni og faðir hennar Þjóðverji
þannig að íslenskan var lítið töluð eft-
ir lát móður hennar, þegar Una Dóra
var sautján ára.
Yfir kaffi og meðlæti höfum
við nóg að ræða; listaverkagjöf
þeirra til Íslands, bóhemlíf for-
eldra hennar og jafnvel er rætt
um tilgátu þeirra hjóna um
hver hafi valdið því að Nína
lenti í fangelsi og var gerð út-
læg frá Bandaríkjunum um
skeið. En líf Unu Dóru í New
York er líka forvitnilegt og við
hefjum spjallið þar.
Versta götuhorn Ameríku
Þótt Una Dóra sé New York-búi sleit
hún barnsskónum bæði í París og
London en fjölskyldan flutti til New
York þegar Una Dóra var átta ára.
Foreldrarnir höfðu búið í New York
áður, en við komum að því síðar.
„Við fluttum hingað til New York
en ég var afar ósátt við þá flutninga,
enda átta ára og vildi ekki fara frá
vinum mínum. Mig langaði að búa í
London. Svo var þetta líka á miðju
skólaári. Foreldrar mínir reyndu að
sannfæra mig um ágæti New York-
borgar og sögðu mér að þar væru há-
hýsi. Það tók mig mörg ár, en ég féll
að lokum fyrir borginni,“ segir Una
Dóra og hefur hún allar götur síðan
búið þar, lengi vel í þessu ágæta húsi
sem á sér nokkuð óvenjulega sögu.
„Ég keypti þessa byggingu árið
1979 en hún var í algerri niðurníðslu
og hafði verið yfirgefin. Hún var á
horninu á „heróíni og kókaíni“ eins og
þetta horn var kallað. Árið 1980 var
grein í New York Times þar sem
þetta götuhorn var nefnt versta götu-
horn Bandaríkjanna, hornið mitt!,“
segir Una Dóra og hlær.
„Það voru engir gluggar á bygg-
ingunni og engar vatnslagnir í hús-
inu, en það var búið að stela öllum
pípunum og selja,“ segir Scott.
„Ég fékk húsið á 13.000 dollara
sem var heldur ekki mikill peningur á
þeim tíma. Vindurinn blés hér í gegn-
um húsið. Hér hafði verið miðstöð eit-
urlyfjaneytenda til þess að koma
saman og sprauta sig. Það er hér port
þar sem þau hentu sprautunum og
þegar ég keypti húsið náðu spraut-
urnar upp á aðra hæð húss-
ins. Frá kjallara! Við erum
að tala um sex fermetra port
sem var fullt af sprautum,“
útskýrir Una Dóra.
„Þetta var á tímum al-
næmis og það var verið að
selja notaðar sprautur úti á
götu. Svo var verið að selja
bæði heróín og kókaín úti á
götu og eins var mikið vændi
hér,“ segir hún.
Og þú bjóst hér mitt í soranum?
„Ó já. Og það var eiginlega frá-
bært, dálítið rómantískt og ólöglegt,“
segir hún og brosir.
„Það voru stundum skotárásir í
götunni minni og eitt sinn var skot-
árás fyrir framan dyrnar hjá mér. Ég
bað eiturlyfjasalana þá vinsamlegast
helst að fara hinum megin götunnar
ef þeir þyrftu að skjóta einhvern. En
ég áttaði mig fljótt á því að þetta voru
„business“-menn og þeir sáu að ég
var ekki að valda þeim neinum vand-
ræðum. Ég var ekkert að blanda mér
í þeirra mál, þannig að þeir létu mig í
friði; þeir voru hér á undan mér og ég
var ekki að fara að vera einhver sjálf-
skipuð hetja sem ætlaði að hreinsa til
í hverfinu,“ segir hún.
„Hingað kom alls konar fólk að
kaupa dóp og maður heyrði dópsal-
ana kalla: „Farið í röð, þið eruð ekki
skepnur!“ Það var líka stundum
ósköp venjulegt fólk þarna í röðinni;
fólk á leið til vinnu. Fólk sagði gjarn-
an löngu seinna: „Ég þekki hornið
þitt!“ Og þá vissi maður hvað klukkan
sló,“ segir hún og brosir.
„Svo var það árið 1985 að lögreglan
lagði til atlögu og gerði rassíu hér í
götunni. Ég var heima þennan dag og
sá lögregluna koma inn götuna með
tvær rútur. Lögregluþjónarnir hlupu
inn í bygginguna á móti og leiddu út
fjölda manns. Ég hafði ekki hugmynd
um að þar væri svona margt fólk!
Þeir röðuðu mönnum upp við hús-
vegg og krotuðu númer á bak þeirra
með krít. Svo var þeim hent inn í rút-
urnar og keyrt í burtu. Við fréttum
svo að þeir hefðu náð mörgum millj-
ónum dollara úr þessum yfirgefnu
húsum,“ útskýrir hún.
Hjónin Scott Jeffries og Una Dóra Copley eru bæði lista-
menn í New York. Þau hafa ákveðið að gefa Reykjavíkur-
borg allt safn Nínu Tryggvadóttur, móður Unu Dóru.
Morgunblaðið/Ásdís
Borðaði málningu móður sinnar
Una Dóra Copley er einkabarn foreldra sinna, listamannanna Nínu Tryggvadóttur og Alfred L. Copley. Alla tíð
hefur hún varðveitt mikið listaverkasafn móður sinnar sem mun bráðlega fá nýtt heimili í Hafnarhúsinu.
Una Dóra ræðir um líf sitt í New York, listrænt uppeldi og listamannalíf foreldra sinna.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’Ég keypti þessa byggingu árið 1979en hún var í algerri niðurníðslu oghafði verið yfirgefin. Hún var á horn-inu á „heróíni og kókaíni“ eins og þetta
horn var kallað. Árið 1980 var grein í
New York Times þar sem þetta götu-
horn var nefnt versta götuhorn
Bandaríkjanna, hornið mitt!