Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Side 18
VIÐTAL
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2018
Þ
að er enginn Bruce Dick-
inson í þessu númeri. Því
miður,“ segir bláókunn-
ug bresk kona á hinum
enda línunnar. Er kurt-
eisin uppmáluð, eins og Breta er sið-
ur. Hvur þremillinn, hugsa ég með
mér og hringi í dauðans ofboði í um-
boðsskrifstofuna í Noregi til að fá
númerið á blaðinu fyrir framan mig
staðfest. Númer sem ég má alls ekki
framsenda á nokkurn lifandi mann.
Það reynist hárrétt. Þetta er enginn
tími fyrir almættið að vera með hót-
fyndni, hugsa ég með mér þegar ég
vel númerið öðru sinni. Vanda mig
sérstaklega. Ég veit að viðmælandi
minn hefur ekki allan tímann í heim-
inum og að hver mínúta skiptir máli.
„Halló!“
Þetta er kunnuglegri rödd. Og
pottþétt karlmaður. Þvílíkur léttir.
– Er þetta Bruce Dickinson?
„Heldur betur, lagsi.“
– Mikið er ég feginn. Og sæki ég
vel að þér?
„Já. Ég er í banastuði. Er í Tel
Aviv og á að fara á svið eftir klukku-
tíma eða svo. Ég er búinn að vera að
árita bækur og svoleiðis eins og ég
geri fyrir hverja sýningu.“
Þekkir ekki vandamál
Þetta er í annað sinn sem við Bruce
Dickinson spjöllum saman. Ég hitti
hann á Kastrup-flugvelli fyrir hálfum
öðrum áratug, þegar hann var að
fljúga fyrir Iceland sáluga Express.
Þann dag sýndi hann af sér ótrúlega
fagmennsku en gleymst hafði að upp-
lýsa Dickinson um að hans biðu sex
blaðamenn um leið og hann lenti á
Kastrup. Þrátt fyrir að eiga gigg með
Iron Maiden á Hróarskeldu um
kvöldið gaf hann sér tíma með okkur
öllum, hverju í sínu lagi, með bros á
vör. Kunnugir segja þetta lýsa hon-
um vel, Bruce Dickinson þekkir ekki
vandamál, aðeins lausnir. Ef eitthvað
er reynist hann vera ennþá hressari
að þessu sinni. Látum á það reyna!
– Þú kallar sýninguna þína Hið tal-
aða orð. Hvað geturðu sagt mér um
hana?
„Þetta er svolítið eins og rokk og
ról útgáfa af Billy Connolly, ef þú
veist hver hann er? Breskur háðfugl.
Í grunninn er þetta sumsé spéspegill
en byggður á mínu eigin lífi; allt frá
því að ég gekk í furðulegan enskan
heimavistarskóla, fór í háskóla, byrj-
aði að syngja í rokkböndum, tók und-
arleg fíkniefni – og útskýri fyrir ykk-
ur hvað gerist við þær aðstæður, –
gekk til liðs við Iron Maiden sem
fljótlega varð stærsta rokkband í
heimi, hætti í bandinu og gerðist at-
vinnuflugmaður. Sneri svo aftur og
tróð upp á stríðshrjáðum svæðum og
víðar. Að ekki sé talað um alla hina
vitleysuna sem ég hef gert gegnum
tíðina. Til að gera langa sögu stutta
vona ég að þetta sé fyndin og
skemmtileg kvöldstund af – í raun og
veru mér. Þið fáið mig í tvo og hálfan
tíma og lítist ykkur ekki á það, skuluð
þið bara halda ykkur heima.“
Hann skellihlær.
Umboðsmaðurinn skelfur
– Hvar fékkstu þessa hugmynd?
„Eins og svo margt annað í þessu
lífi gerðist það fyrir tilviljun. Við get-
um líka kallað það þróun. Forleggjari
minn vildi fá mig til að lesa upp í ein-
hverjum leikhúsum til að kynna ævi-
sögu mína sem kom út á síðasta ári
[What Does This Button Do?]. Allt í
lagi, sagði ég, en fannst hugmyndin
þó frekar óspennandi. Þá spurðu þeir
hvort ég vildi hafa mann með mér á
sviðinu til að spyrja mig spjörunum
úr. Það hljómaði of sviðsett fyrir
minn smekk, ennþá minna spennandi.
Þess vegna spurði ég hvort við gæt-
um ekki frekar gengið út frá spuna og
spjalli við áhorfendur. Á þeim tíma-
punkti fór umboðsmaðurinn minn að
skjálfa á beinunum; hann er logandi
hræddur við orðið „spuni“; óttast að
allt fari í handaskolum við þær að-
stæður. Sem er auðvitað hárrétt hjá
honum – og þess vegna er það
skemmtilegt.“
Aftur skellir hann upp úr.
„Alltént. Ég ákvað að láta vaða og
þegar ég var að setja sýninguna sam-
an studdist ég við tækni sem ég
kynntist fyrir ótalmörgum árum hjá
manni sem hét Quentin Crisp. Ég
var í háskóla á þessum tíma, seint á
áttunda áratugnum, og fór að sjá
sýninguna hans með kærustunni
minni. Crisp var ótrúlegur maður;
mjög litríkur ríkisstarfsmaður, bylt-
ingarkenndur og hýr og varð fyr-
irmynd stráka á borð við Boy
George. Gerð var um hann kvik-
mynd, Nakti ríkisstarfsmaðurinn,
með John Hurt í aðalhlutverki. Í sýn-
ingunni talaði Crisp aðallega um
tísku og stíl, sem ég hef ekki hunds-
vit á, en skemmti mér eigi að síður
konunglega. Maðurinn var svo
óborganlega fyndinn. Eftir að hafa
látið vaða á súðum í klukkustund eða
svo gerði Crisp stutt hlé á sýning-
unni og á meðan skrifuðu áhorfendur
spurningar á spjöld sem hann fór síð-
an í gegnum og svaraði eftir hlé.
Þetta gerði hann af mikilli snilld og
ég hef aldrei gleymt þessu, þannig að
þegar þessi hugmynd kom upp, að ég
yrði sjálfur með eins manns sýningu,
þá var ég strax ákveðinn í að byggja
hana upp með svipuðum hætti. Það
eru því í reynd áhorfendur sem
skrifa handritið að seinni hluta sýn-
ingarinnar.“
Gaman og alvara
– Og hefur þeim tekist að koma þér í
opna skjöldu?
„Heldur betur. Ég hef fengið
margar frábærar spurningar. Í kvöld
verða til dæmis átta hundruð til eitt
þúsund manns í salnum hérna í Tel
Aviv, þannig að ég gæti fengið allt að
eitt þúsund spurningar. Eðli málsins
samkvæmt get ég ekki svarað þeim
öllum, þannig að ég vel þær áhuga-
verðustu. Sumar spurningar hafa
verið svo fyndnar að nóg er að lesa
þær upp og fólk springur úr hlátri.“
Þess má geta að fram að þessu hef-
ur Dickinson troðið upp á Norður-
löndum, í Lundúnum, New York og
nú síðast var hann í Ástralíu, þar sem
hann fékk glimrandi dóma.
– Er fólk mest á húmorískum nót-
um eða spyr það um alvarlegri mál,
eins og til dæmis pólitík?
„Nei, ég reyni að sneiða hjá pólitík.
Nóg er nú víst vitleysan í heiminum
fyrir án þess að ég fari að bæta þar
við. Út af fyrir sig finnst mér líf mitt
sem rokkstjörnu alveg nógu fyndið
enda hef ég alltaf skoðað sjálfan mig í
kaldhæðnu ljósi. Spyr fólk: Trúið þið
því að þessi fábjáni fái að troða upp
frammi fyrir öllu þessu fólki? Hvern-
ig í ósköpunum getur það gerst? Út
af þessu legg ég.
En öllu gamni fylgir alvara og ég
vík mér ekki undan alvarlegri málum,
eins og þegar ég greindist með
krabbamein í hálsi um árið. Vilji fólk
spyrja um þá baráttu er það velkom-
ið; ég dreg ekkert undan og sting
engu undir stól. Ég er að þessu af
heilum hug; þetta er ekki kynningar-
herferð fyrir Iron Maiden heldur eins
manns sýning byggð á lífi mínu og
öllu því sem á daga mína hefur drifið,
góðu og slæmu. Og ég hef upplifað
eitt og annað. Ég fylgi aldrei handriti,
þó ég sé með ákveðinn ramma í huga
þegar ég byrja, og engar tvær sýn-
ingar eru eins. Eigum við ekki bara
að kalla þetta heilsubótargöngu um
heilabúið á mér? Þar sem allt getur
gerst.“
Hann hlær.
Hræðsla hjálpar ekki til
– Þú nefnir krabbameinið. Breytti
það sýn þinni á lífið?
„Það var sannarlega lífsreynsla að
fá krabbamein og fólk spyr mig mikið
um það. Það er ósköp eðlilegt; fólk er
almennt hrætt við krabbamein og
engan langar að sitja andspænis
lækni sem segist ekki vera með góðar
fréttir. Mín afstaða er sú að hvetja
fólk til að láta ekki hræðsluna bera
sig ofurliði enda getur það aldrei
hjálpað við aðstæður sem þessar.
Sjálfur notaði ég svartan húmor mik-
ið til að koma mér gegnum þessa bar-
áttu. Hvað á maður svo sem að gera?
Þetta er ekki í manns eigin höndum.
Enginn veit fyrirfram hvort með-
ferðin kemur til með að duga eður ei.
Þetta var ekki auðveldur tími fyrir
mig enda er ég óþolinmóður maður
að upplagi og vil helst gera hlutina í
gær. En þarna þurfti ég bara að bíða
og vona. Á endanum fór þetta vel.“
Heilsubótarganga um heilabúið
Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, verður með spjallsýningu í Hörpu sunnudagskvöldið 16. desember, þar sem hann herm-
ir af eigin lífi í anda Billy Connolly og Quentin Crisp. Og af ýmsu er að taka enda maðurinn eigi einhamur; söngvari, atvinnu-
flugmaður, frumkvöðull, rithöfundur, skylmingakappi, bjórbruggari og Guð veit hvað, auk þess sem gestum gefst tækifæri til að
spyrja hann spjörunum úr. Í samtali við Sunnudagsblaðið ræðir Dickinson um þessar ólíku hliðar á sinni persónu, krabbameinið
sem hann sigraðist á og viðurkennir að hann sé spenntur að koma til Íslands enda hefur hann hleypt landinu inn að hjartarótum.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
„Ég fylgi aldrei handriti, þó ég sé með ákveð-
inn ramma í huga þegar ég byrja, og engar
tvær sýningar eru eins. Eigum við ekki bara
að kalla þetta heilsubótargöngu um heilabúið
í mér? Þar sem allt getur gerst,“ segir Bruce
Dickinson um sýningu sína, Hið talaða orð.
Ljósmyndir/John McMurtrie