Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Síða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2018 LESBÓK TÓNLIST Tónleikaferðalag Eds Sheerans toppar listann yfir tekjuhæstu tónleikaferðalög ársins. Tekjur af Divide Tour eru 429 milljónir dala á árinu 2018, tæp- lega 54 milljarðar íslenskra króna. Hann hefur þar með slegið tekjumet hvað varðar tónleikaferðalög sólólista- manns, að því er fram kemur í grein á billboard.com. Tónleikarnir voru alls 99 talsins. Þetta bætist við þær 122 milljónir dala, 15 milljarða króna, sem hann hafði í tekjur af sama tónleikaferðalagi árið 2017 en ferðalagið hófst í Tórínó á Ítalíu í mars það ár. Sheeran heldur tvenna tónleika á Laugardalsvelli á næsta ári en tón- leikaferðalaginu lýkur ekki fyrr en í ágúst. Aðrir á topp fimm lista billboard.com eru Taylor Swift, Beyoncé og Jay-Z, Bruno Mars og Pink. Sheeran tekjuhæstur Ed Sheeran er vinsæll. TÓNLIST Pete Shelley söngvari og gítarleikari bresku pönksveitarinnar Buzzcocks er látinn. Shelley, sem var 63 ára gamall, lést á fimmtudag í Eistlandi, þar sem hann bjó. Talið er að banamein hans hafi verið hjartaáfall. Hljómsveitin Buzz- cocks er best þekkt fyrir smellinn „Ever Fallen in Love (With Someone You Shouldn’t’ve)“. Aðdáendur Shelley minntust hans á Twitter. Tim Burgess, söngvari The Charlatans skrifaði: „Pete Shelley samdi fullkomin þriggja mínútna popplög. Þetta voru lögin sem hljómuðu þegar ég var unglingur. Þín verður saknað, Pete, en þín verður minnst í langan tíma fyrir þessa frábæru tónlist.“ Söngvari Buzzcocks látinn Shelley á sviði árið 2015. Með úrskurði Fjölmiðlanefndar í september 2018 lagði nefndin stjórnvaldssekt á Hringbraut fyrir sýningar á þættinum Atvinnu- lífið þar sem fjallað var um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og málefni Aserta annars vegar og Samherja hf. hins vegar. Hringbraut reyndi að fá niðurstöðunni hnekkt sökum vanhæfis nefndarmanna en hafði ekki árangur sem erfiði. Jafnframt hefur Fjölmiðlanefnd gert Hringbraut að fjarlægja þættina af vef sínum og hefur það þegar verið gert. Þættirnir hafa vakið mikla athygli einkum í ljósi nýlegs úrskurðar Hæstaréttar í máli Samherja gegn Seðlabanka Íslands. Hringbraut-Fjölmiðlar ehf rekur samnefnda sjónvarpsrás og vefmiðil og sendir eingöngu út íslenskt sjónvarpsefni. Bann við sýningum Hringbrautar á þáttum um gjaldeyriseftirlit Seðlabankans Sjónvarpsþættirnir um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans verða því áfram aðgengilegir á alþjóðlegumyndbandsrásinni YouTube undir heitinu Sjónvarpsþátturinn Atvinnulífið. Games og ásakar hann tölvuleikja- framleiðandann um að hafa stolið danssporinu sínu, „Milly Rock“, og selt það sem „Swipe It“ í leiknum. Mögulega er mikið í húfi því þótt Fortnite sé ókeypis leikur græða framleiðendurnir á honum í gegnum sölu á m.a. þessum dönsum. Leik- urinn státar af 200 milljón skráðum notendum. Í málinu, sem var höfðað í Los Angeles á miðvikudag, er Epic Gam- es ekki aðeins ásakað um að hafa stolið þessum dansi án leyfis lista- mannsins heldur er fyrirtækið ásak- að um að hafa gert þetta margoft áð- ur. Til dæmis er tekið dæmi um að dans Snoop Dogg úr „Drop It Like It’s Hot“ heiti „Tidy“ í Fortnite og „Carlton Dance“ Alfonsos Ribeiros úr The Fresh Prince of Bel-Air heiti þar „Fresh“. Einnig segja lögfræð- ingarnir að dans Donalds Faisons úr Scrubs heiti einfaldlega „Dance Moves“. „Þarna virðist vera um að ræða vanvirðingu og vanmat eða skort á þakklæti á verkum bandarískra listamanna af afrískum uppruna. Þarna er verið að nýta sér frægð þessara listamanna án nokkurrar viðurkenningar,“ sagði David L. Hecht, einn af lögfræðingum 2 Milly, við Washington Post. „Vandamálið er að þeir sem spila leikinn gætu hugsað með sér að þessir listamenn leyfi þetta,“ sagði Hecht ennfremur. „Þannig er þetta ekki. Það að þessi dansspor séu til sölu flækir síðan málið.“ Þessi er að dansa „Swipe It“ í vinsæla tölvuleiknum Fort- nite. Stolnir dansar í Fortnite? Rapparinn 2 Milly hefur höfðað mál gegn Epic Games, sem gefur út tölvuleikinn Fortnite, á þeim forsendum að fyrirtækið hafi stolið dansspori frá honum. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Foreldrar sem eiga börn sem spila tölvuleikinn Fortnite hafa ábyggi- lega séð þau taka einhverja af fjöl- mörgum dönsum sem hægt er að dansa í leiknum. Einn þessara dansa heitir „Swipe It“. Nú hefur rappar- inn 2 Milly höfðað mál gegn Epic

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.