Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Síða 10
VETTVANGUR
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2018
Þegar dagurinn styttist og styttist og sólin er farin að setjast stuttu fyrir kl. fjögur á daginn
fagna margir birtu af snjó, sem hefur þó verið sjaldséður gestur í Reykjavík það sem af er
vetri. Ríkulega hefur þó snjóað í öðrum hlutum landsins og þannig mældist snjódýpt á Ak-
ureyri 75 cm um síðustu helgi, sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur þar í nóvember-
mánuði. Borgarbúar fengu að vísu sinn skerf af snjó í vikunni. Voru menn svo ýmist ósáttir
við hve stutt hann staldraði við eða kvöddu hann fagnandi.
Hari
F ræðimennirnir Sala og Gobetfundu út í sinni rannsókn aðgóðir skákmenn og framúr-
skarandi klassískir tónlistarmenn eru
að meðaltali „klárari“ en almenn-
ingur. Þeir bentu líka á að þeir sem
stunda slíkt verða eingöngu betri á
sínu sviði en verða ekki klárari á öðr-
um sviðum. Það er að segja yfir-
færslur frá til dæmis skák til annarra
sviða eins og stærðfræði eða tungu-
mála voru litlar sem engar. Þannig að
Magnus Carlsen, besti skákmaður í
heiminum í dag, er framúrskarandi í
skák, en ef hann ætlar sér að verða
góður á öðru sviði þarf hann að
stunda mikla þjálfun á því sviði.
Fremsti þjálfari Noregs í knatt-
spyrnu, Nils Arne Eggen, sem þjálf-
aði Rosenborg í tugi ára, talaði um
„godfoten“, það er að segja mikilvægi
þess að finna sterku hliðar hvers leik-
manns. Það voru þættir sem gerðu
hvern leikmenn einstakan. Nils lagði
mikla áherslu á að leikmenn myndu
leggja rækt við að þjálfa sinn „god-
fot“ – þannig að sá einstaklingur yrði
ennþá betri í því sem hann er þegar
góður í. Þetta stemmir vel við það
sem kallast „spesifisitet“ – sérhæfing.
Þú þróar akkúrat það sem þú þjálfar.
Ef maður spáir í þá færni sem fram-
úrskarandi einstaklingar búa yfir þá
liggur mikil þjálfun og reynsla á bak
við þá færni. Eitt dæmi er Carlsen
sem er búinn að æfa skák frá fimm
ára aldri. Annað dæmi er músík-
snillingurinn Björk Guðmundsdóttir
sem er búin að vera syngjandi frá
barnsaldri. Það að Gylfi Sigurðsson
skori oft í fríspörkum utan teigs kem-
ur ekki af sjálfu sér heldur eftir þrot-
lausar æfingar. Sama má segja um þá
sem fá góðar einkunnir í mismunandi
fögum í skóla. Há greindarvísitala
(IQ) er ekki nóg heldur þarf mikla
þjálfun í þeirri færni sem maður vill
bæta sig í. Í því samhengi er algjört
lykilatriði að vita hvar maður stendur
og hvaða þætti maður þarf að vinna
með til að geta bætt sig.
Eitt dæmi er með nemendur í 9.
bekk sem taka stöðupróf í stærð-
fræði, þau þurfa að fá að vita hvað
þau þurfa að vinna með til að bæta
sig, það gæti verið að einn unglingur
þurfi að vinna betur með algebru og
skilning á því að mínus fyrir framan
sviga breytir formerkjum inni í svig-
anum. Þá þarf viðkomandi aðili að
æfa sig í akkúrat slíkum verkefnum.
Þessi sami unglingur getur hins veg-
ar haft góða kunnáttu í rúmfræði.
Rannsóknir hafa sýnt fram á mikla
sérhæfingu í stærðfræði. Eitt 10 ára
barn getur til dæmis verið með góða
færni í venjulegum plús-verkefnum
eins og 5+12 en ekki haft góða færni í
plús í texta. Þar getur til dæmis lestr-
arfærni og lesskilningur valdið
vandamálum. Þess vegna hafa fræði-
menn bent á að það sé kannski ekki
rétt að byrja að leggja áherslu á orða-
dæmi of snemma. Alla vega ekki fyrr
en börn eru vel læs. Rannsóknir sýna
að 27% af börnum kunna ekki að lesa
eftir 1. bekk í grunnskóla, þar af eru
70% drengir. Þannig að mikilvægt er
að leggja áherslu á grunnleggjandi
færni, svo sem lestur, á fyrstu stigum
grunnskólans. Einnig er mikilvægt
að finna áhugasvið hvers og eins og
gefa einstaklingum möguleika á að
vinna með sitt áhugasvið, „godfoten“.
Í einu stærsta blaði Noregs,
Dagbladet, var viðtal við sérfræðinga
á sviði starfsþróunar og þeir bentu á
mikilvægi þess að ungt fólk fyndi sitt
áhugasvið og gerði starfsferil á því
sviði. Ef sterk áhugahvöt er á bak við
þitt val eru miklu meiri möguleikar á
að þú eyðir meiri tíma í að verða góð-
ur á því sviði, sem sagt, þú færð
aukna orku til að vinna með það svið.
Í þessu samhengi gætum við sagt að
einstaklingar eigi að finna sitt áhuga-
svið og rækta sínar sterku hliðar.
Styrkjum „godfoten“.
Hermundur Sigmundsson er prófessor í
lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í
Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík.
Góði fóturinn – styrkjum
sterku hliðarnar
Vísindi og
samfélag
Hermundur
Sigmundsson
hermundurs@ru.is
Getty Images/iStockphoto
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Jólagjöfin
Herralína 1. Sturtusápa 3.695 kr. 2. Andlits-og
líkamskrem 3.295 kr. 3.Olía 3.395 kr. 4.Handsápa
2.895 kr. 5. Rakbursti 5.195 kr. 6. Raksápa 1.995 kr.
Lífræn olía á líkamann eða í baðið
7. 500 ml 6.889 kr. - 8. 100 ml 4.295 kr.
Fótadekur 9. Fótaþjöl 1.945 kr. 10. Fótakrem 2.200 kr.
11. Vikursteinn 925 kr. 12. Rakagefandi sokkar 4.395 kr.
9
10
11 12
1 2 4
56
3
fæst í Fakó
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og
skoðið úrvalið
Stólar
Erum á
facebook
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Ami
Grace
Manning
Elton
Cato
Highrock
Sierra
Kelsey