Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2018 LESBÓK Þessi diskur ætti að höfða til alls áhuga-fólks um gamla tónlist og allra þeirrasem leita eftir notalegri og ljúfri jóla- stemningu,“ segir Arngerður María Árnadótt- ir um diskinn Sólhvörf sem tónlistarhópurinn Umbra hefur sent frá sér. Í sveitinni leikur Arngerður á orgel og keltneska hörpu, en auk hennar eru í Umbra þær Alexandra Kjeld kontrabassaleikari, Guðbjörg Hlín Guðmunds- dóttir fiðluleikari og Lilja Dögg Gunnarsdóttir söngkona sem leikur einnig á flautu. Sólhvörf er annar diskurinn sem Umbra sendir frá sér á þessu ári, en í apríl kom út Úr myrkrinu. Í ljósi þess að margir gefa nú orðið aðeins út tónlist sína á rafrænu formi liggur beint við að spyrja hvers vegna Umbra velur að senda frá sér ekki bara einn, heldur tvo diska sama árið. „Það er auðvitað ákveðin bjartsýni og brjálæði að standa í útgáfu á disk- um þegar flestir gefa aðeins út rafrænt. Efnið okkar er einstakt og tímalaust, sem kallar á að búinn sé til fallegur gripur sem hægt er að handfjatla,“ segir Arngerður og tekur fram að Umbra leggi mikla áherslu á hönnun diska sinna. „Við erum svo heppnar að hafa gott fólk í kringum okkur, m.a. hönnuðina Ingu og Lilju Birgisdætur sem hafa hjálpað okkur að búa til einstaka gripi,“ segir Arngerður og hrósar einnig happi yfir samstarfinu við Dimmu sem gefið hefur út báða diska hópsins. Tónlistarhópurinn Umbra var stofnaður 2014 og er, að sögn Arngerðar, skipaður tón- listarkonum sem allar hafa brennandi áhuga á fornri tónlist. „Við könnum ólíkar víddir tón- listarinnar í okkar eigin útsetningum og spuna,“ segir Arngerður og tekur fram að óvenjuleg hljóðfærasamsetning eigi sinn þátt í því að hópurinn hafi skapað eigin hljóðheim sem lýsa megi sem tímalausum. „Lilja Dögg sér að mestu um sönginn en við hinar tökum gjarnan undir í röddum. Við leggjum mikið upp úr því að vanda til raddsetninga og það er ákveðin sérstaða fólgin í því að syngja meðan leikið er á hljóðfæri á sama tíma í þessari teg- und tónlistar,“ segir Arngerður. Google vinur fólks eins og okkar Meðal verka sem heyra má á diskinum eru sjaldheyrð jólalög frá miðöldum, íslensk og erlend, eins og Personent hodie og Green groweth the Holly, og önnur þekktari lög á borð við Hátíð fer að höndum ein og Coventry Carol, allt í útsetningum Umbru. „Við héldum okkar fyrstu jólatónleika 2015 og höfum haldið þá árlega síðan, enda fannst okkur strax spennandi að vinna með dekkri jólalög og skoða aðallega gamalt efni, bæði íslenskt og erlent,“ segir Arngerður og tekur fram að í raun megi segja að Sólhvörf innihaldi safn bestu jólalaga í túlkun Umbru. Í ljósi þess að Umbra vinnur að stærstum hluta með eldri tónlist liggur beint við að spyrja Arngerði hvar Umbra leiti fanga og hvort auðvelt sé að komast yfir gömul handrit. „Við höfum grúskað í þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar sem og bæði íslenskum og erlendum handritum,“ segir Arngerður og við- urkennir að nálgun hópsins kalli á bæði grúsk og rannsóknarvinnu. „Við höfum leitað mikið til Frakklands og Spánar með miðaldaefni og við höfum töluvert leitað í smiðju Hildegard von Bingen, tónskálds frá 12. öld. Við höfum einnig verið með skandinavísk prógrömm og unnið með norræn þjóðlög,“ segir Arngerður og tekur fram að eitt af því sem heilli við gamla tónlist sé hvað hún sé opin til túlkunar. „Í raun er svo lítið vitað um hvernig tónlistin var flutt á þessum tíma og litlar leiðbeiningar í handritum, þannig að efnið er mjög opið til túlkunar sem okkur finnst spennandi. Við er- um ekki bara heillaðar af tónlistinni heldur ekki síður textunum, þessum forna kveðskap. Það er til svo margt gamalt efni sem er lítið eða ekkert þekkt sem okkur finnst gaman að grúska í og kynna fyrir fólki,“ segir Arngerður og tekur fram að netið geymi talsvert af göml- um handritum sem búið sé að skanna og gera þannig aðgengileg. „Google er mikill vinur fólks eins og okkar,“ segir Arngerður kímin. Leika úr Rauðu bókinni á nýju ári Innt eftir því hvort hópurinn leiki ekkert af nýju efni segir Arngerður að þær hafi lítið gert af því til þessa. „Við höfum þó spilað smávegis eftir mig,“ segir Arngerður sem er í tónsmíða- námi í Listaháskóla Íslands. „Reyndar er stutt síðan við komum heim frá Kaupmannahöfn þar sem við héldum vel sótta tónleika í Fri- havnskirken með eigin efnisskrá auk þess sem við frumfluttum nýtt verk eftir tónskáldið Finn Karlsson í Koncertkirken á debút- tónleikum hans á vegum Konunglega tónlist- arháskólans í Kaupmannahöfn,“ segir Arn- gerður og rifjar upp að Umbra hafi einnig frumflutt Blóðhófni eftir Kristínu Þóru Har- aldsdóttur við samnefnda ljóðabók Gerðar Kristnýjar á Listahátíð í Reykjavík 2016. Spurð hvað sé fram undan á nýju ári segir Arngerður að hópurinn muni koma fram á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju í júní og flytja tónlist úr Rauðu bókinni, sem er handrit frá Katalóníu. „Þetta efni er í miklu uppáhaldi hjá okkur og okkur langar að taka það upp í framhaldinu ef okkur tekst að fjármagna það með styrkjum,“ segir Arngerður og tekur fram að hópurinn sé einnig að vinna í upp- tökum á Blóðhófni sem ætlunin sé að gefa út. Þess má að lokum geta að Umbra fagnar nýju jólaplötunni með tónleikum á vetrar- sólstöðum, þ.e. fimmtudaginn 20. desember, kl. 20 í Háteigskirkju. Yfirskrift tónleikanna er Vetrarskuggi sem vísar til skammdegisins og dekkstu skugga þjóðlífsins, til hjátrúarinnar fornu og til trúleysisins á landið. „Vetrinum má þó einnig eigna ákveðna hlýju,“ segir Arn- gerður og bendir á að á þeim tíma var samvera fólks í baðstofunum mikil við birtu lýsislamp- ans. „Á meðan allar hendur tóku til starfa við heimilisiðnaðinn voru sögur sagðar, vísur kveðnar og þrátt fyrir kalt myrkrið ytra færð- ist fólk andlega nær hvað öðru,“ segir Arn- gerður og tekur fram að á tónleikunum muni ríkja kyrrð og hugljúf stemning við kertaljós. Sérstakir gestaleikarar á tónleikunum verða þau Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló og Matt- hías Hemstock á slagverk. Miðar eru seldir á tix.is og við innganginn. Allar nánari upplýs- ingar um Umbru má nálgast á umbra- ensemble.com/; facebook.com/umbra- ensemble/ og soundcloud.com/umbraiceland. Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir Ljúf jólastemning Tónlistarhópurinn Umbra fagnar nýjum jóladiski með útgáfutónleikum á vetrarsólstöðum hinn 20. desember í Háteigskirkju. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Guðbjörg Hlín, Alexandra, Lilja Dögg og Arngerður María.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.