Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2018 MATUR Jóhanna Vigdís og maður hennar Guð-mundur Magnússon eiga fjögur börn;Guðrúnu Eddu, Hjalta Geir, Erlend og Sigríði Theódóru. Guðrún Edda mætti með rúmlega eins árs dóttur sína, Jóhönnu Vigdísi Melsted, en pabbi hennar var upptekinn við vinnu. Hjalti Geir var á leið á sundæfingu og missti því að mestu af matarboðinu en fékk að stelast í ísinn. Einnig voru mættir for- eldrar Jóhönnu Vigdísar, Hjalti Geir Krist- jánsson og Sigríður Theodóra Erlendsdóttir. Foreldrar hennar búa í sömu götu og Jó- hanna Vigdís og segir hún nábýlið vera sér- lega skemmtilegt og dýrmætt fyrir þau öll. Jóhanna Vigdís hefur gaman af því að halda matarboð og segir það ekki þurfa að vera flókið að hittast og borða góðan mat. „Það má þess vegna bjóða upp á einhvern einn rétt og meðlæti, það þarf ekki alltaf að vera búinn að marinera eitthvað í þrjár vikur. Það er samverustundin sem skiptir öllu máli,“ segir hún og leggur áherslu á að það eigi ekki að flækja hlutina. „Það er svo gott að hittast við kvöldverðar- borðið, eftir að flestir eru búnir að vera á fullu allan daginn, fá sér gott að borða, fara aðeins yfir daginn og jafnvel spá í næsta dag,“ segir Jóhanna Vigdís en henni finnst skipta máli að geta boðið upp á einfaldan mat sem er fljótlegt að gera á staðnum eða elda eitthvað sem er hægt að undirbúa áður og þarf bara að hita. Einfaldur matur fyrir alla daga vikunnar Jóhanna Vigdís var einmitt að senda frá sér matreiðslubókina Hvað er í matinn? þar sem hún gefur uppskriftir að einföldum mat fyrir alla daga vikunnar. Hún segir að vel sé hægt að slá upp veislu með einföldum mat og það sé freistandi ekki síst í desember þegar fólki finnst gaman að koma saman. „Með því að hafa þetta einfalt og bjóða upp á eitthvað sem þú veist að allir vilja þá þarf þetta hvorki að vera flókið né dýrt.“ Henni finnst mikilvægt að búa til minn- ingar, þar með taldar matarminningar. „Eins og ég segi í bókinni, þetta er arðbærasta fjár- festing sem til er, að fjárfesta í minningum. Og ég tala nú ekki um þegar kynslóðirnar sitja saman og miðla upplýsingum á ólíkan hátt. Þetta er besta fjárfesting í heimi, allir græða.“ Góð ráð gegn matarsóun Jóhanna Vigdís kynntist Selinu Juul, danskri baráttukonu gegn matarsóun, fyrir nokkrum árum sem hefur veitt henni mikinn inn- blástur. „Ég er að reyna að prédika gegn matarsóun. Þetta er eitt af loftslagsmálunum okkar. Við hendum svo miklum mat en við getum lyft grettistaki ef við gerum þetta sam- an,“ segir hún en eitt ráð sem hún gefur í bókinni er að setja tiltekt úr ísskápnum á vikuplanið og alltaf áður en stórinnkaup eru gerð. Líka mælir hún með því að taka mynd af því sem til er í ísskápnum áður en farið er í búð. Jóhanna Vigdís er hrifin af ítalskri matar- gerð og endurspeglast það í matarvalinu í boðinu sem og bókinni. „Ég er mjög hrifin af ítalska eldhúsinu þó bókin sé íslensk og allt fáist á Íslandi,“ segir hún og talið berst að því að margt af þessum ítalska mat sé grunnur- inn að íslenskum hversdagsmat eins og hann er í dag. „Spagettí, pítsur og lasagna; þetta er bara hversdagsmatur á íslenskum heimilum.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samverustundin skiptir öllu Stórfjölskyldan saman komin við matarborðið. Til hægri eru foreldrar Jóhönnu Vigdísar, Sigríður Theodóra Erlendsdóttir og Hjalti Geir Kristjánsson. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er upptekin á aðventunni líkt og svo margir en hana langaði til að eyða notalegri stund með fjölskyldunni við kvöldverðarborðið og bauð til veislu. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Guðmundur Magnússon, eiginmaður Jóhönnu Vigdísar. Hjalti Geir var á leið á sundæfingu og missti því að mestu af matarboðinu en fékk að stelast í ísinn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.