Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2018 HEILSA Ég sat á spænskri strönd síðastliðið sumarog velti fyrir mér hvort nú væri ekkikominn tími á að taka til í eigin ranni. Fáum vikum síðar var ég búinn að skuldbinda mig til að skrifa 26 pistla um hálfs árs vegferð til betri heilsu. Og ég ákvað strax að ég myndi birta árangurinn í tölum og tali. Hér að ofan sér þess stað að nokkru marki. Í september voru kílóin 92,9 og vikurnar og mánuðina á undan var ég kannski að lufsast einu sinni í viku í einhverskonar rækt – oft með hangandi hendi. Og nú er tíminn sem ég úthlutaði mér í þetta verkefni hálfnaður. 13 vikur að baki og 13 vik- ur framundan. Markmiðið í fyrstu aðeins eitt, að fækka kílóunum um 10 á þessum tíma en því var einnig fljótlega lýst yfir að eftir því sem þessu myndi vinda fram kæmu kannski fleiri markmið við sögu. 74% markmiðsins í höfn nú þegar Tíminn er hálfnaður og 7,4 kg fokin út í veður og vind. 50% tímans og 74% verkefnisins í höfn (en það er hægt að glutra því hratt niður). Og þegar þessar tölur eru festar á blað minni ég mig á að þær virka mér hagstæðar og engu lík- ara en að ég stefni hraðbyri að því að ná mark- miðinu löngu áður en sett tímamörk berja að dyrum. En það er ekki endilega svo. Fyrstu vikurnar fór að jafnaði 1 kg af skrokknum á viku en verulega hefur hægt á í þeim efnum. Annars væru þau orðin jafn mörg jólasvein- unum. Þegar ég gerði upp aðra vikuna á þess- ari vegferð var ég enn dálítið þungur á mér – þótt ekki ætli ég að lýsa mér eins og manni í mikilli yfirþyngd því sú skilgreining átti ekki við – benti ég á að verkefnið framundan væri þess eðlis að gott væri að brjóta það niður í smærri einingar, skref sem hægt væri að gleðjast yfir þegar þeim væri náð. Og eitt af því sem ég benti á í því sambandi var sú stað- reynd að til þess að ná markmiðinu þyrfti ég aðeins að missa 71,4 grömm á dag. Annað væri það ekki. Þegar ég leik mér með reiknistokk- inn sé ég svo núna að meðaltals þyngdartapið á hverjum einasta degi, frá því að lagt var af stað, fyrir 91 degi, hefur grömmunum fækkað um 81,3 að jafnaði á degi hverjum. Það er bara þónokkuð. Færri kíló en líka meiri vitneskja Sannarlega er ástæða til að gleðjast yfir þess- um áfangasigrum og þeir gefa fyrirheit um að ef ég held rétt á spilunum muni ég standa uppi á nýju ári, 26 vikum frá upphafspunktinum sjálfum, 10 kílóum léttari og sæll með að hafa náð því sem stefnt var að. En það er miklu fleira sem fæst með því að setja sér markmið á þessa lund og dröslast áfram eftir veginum í von um að ná því. Eitt af því sem ég stend uppi með að þessum vikum liðnum er meiri þekking, ekki bara á sjálfum mér og því sem ég hef séð til mín í strögglinu. Heldur þekking á mataræði og mikilvægi þess, fjölda æfinga sem þjálfarinn góði, Ívar Guðmundsson, hefur teymt mig út í og svo allt það ágæta fólk sem hefur að eigin frumkvæði en einnig mínu, frætt mig um hinar ýmsu hliðar líkamsræktar og þær fjölmörgu leiðir sem hægt er að fara í átt að betri heilsu. Allt er þetta veganesti sem skiptir miklu máli og getur virkað eins og verkfærakista fyrir mig þegar ég þarf á tilbreytingu að halda eða lendi í mótbyr með þá leið sem ég hef valið á hverjum tíma. Ekkert bullað í köldu vatni Vænst þykir mér þó um að hafa fengið að heyra sögur fjölda fólks sem hefur staðið í sömu eða svipuðum sporum og tekist á við áskoranirnar. Ein sú eftirminnilegasta er sannarlega sú sem Guðni Ágústsson sagði mér og ég fjallaði um á þessum vettvangi fyrir skemmstu. En svo eru það umræðurnar, m.a. við þann fjölda fólks sem ég hef um lengri eða skemmri tíma setið við hliðina á í köldu pott- unum. Þótt það taki á þá er ótrúlega oft sem þar eiga sér stað innihaldsríkar og áhugaverð- ar umræður. Þar er kannski bara of kalt til þess að bulla eða tala einhvern óþarfa. Í september var stefnan sett á tiltekið markmið og ætlunin að ná því á hálfu ári. Nú er leiðin að markinu hálfnuð, hið minnsta í dögum talið. Og tímamótin gefa tækifæri til endurmats og þá er hægt að rétta kúrsinn. Að bæta heilsuna og draga úr óhollustu er stundum eins og að klífa fjall. Maður er alveg við það að gefast upp og snúa við. En það er toppurinn sem togar í mann og hann er þarna einhvers staðar. Getty Images/iStockphoto Hálfnað er verkið og létt undir fæti Á einum stað segir að markmið án áætlunar sé aðeins draum- sýn. Með því er undirstrikað að maður verður að ganga skipu- lega til verks til að verða eitt- hvað úr verki sem muni um. Það hef ég sannreynt síðustu þrjá mánuði. Þar hefur mestu skipt að hafa fest, strax í upp- hafi, tvær æfingar í viku hverri þar sem lóðum er lyft í 45 mín- útur í senn. Þessar æfingar setja ramma um allt annað sem á eftir kemur. Svo hefur róðrarvélin nýja komið sér vel. Hún leysir þann vanda að maður getur ekki allt- af komist frá enda ýmsar skyld- ur sem hvíla sem betur fer á manni heima fyrir. En núna hyggst ég beina markmiðinu að fjölbreyttari æf- ingum – eins og raunar var lagt upp með í upphafi. Það kallar á fleiri æfingatíma í viku og þar þarf að sýna útsjónarsemi. En núna verða einhverjir tímar sóttir þar sem farið verður enn frekar út fyrir þægindaramm- ann. Það munar mikið um slíka tímasókn. Góð klukkutíma brennsla er mögulega 1.000 hitaeiningar. Það sker niður orkuforða líkamans á viku- grundvelli um tæp 8% og getur um leið aukið þol og styrk. Í því sambandi ætla ég m.a. að standa við það loforð sem ég hef gefið mér að synda meira og feta þar í „sundtök“ eigin- konunnar sem alltaf hefur verið liðtæk í þeim efnum. En svo eru það hlaupin. Bakið er orðið miklu betra en þegar ég byrjaði að lyfta. Það gefur vonandi fyrirheit um að ég geti aukið vegalengdirnar í hlaupunum. Það væri frábært. RÓÐUR, SUND OG STYRKUR Áfram gakk Meiri hreyfing er svarið. Það er markmið sem vert er að standa við. Morgunblaðið/Styrmir Kári Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 84,4 kg 85,5 kg Upphaf: Vika 12: Vika 13: 31.528 27.315 13.529 14.925 2 klst. 4 klst. HITAEININGAR Prótein 23,3% Kolvetni 36,5% Fita 40,2% SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir fimmtudaginn 20. desember fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. janúar 2019 Heilsa& lífsstíll

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.