Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Side 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2018, Side 31
kosti í löndum ESB þar sem allt raunverulegt vald er að þokast ár frá ári og dag frá degi í hendurnar á and- litslausum búrókrötum. Lars Lökke Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, hefur upp á síðkastið lýst því yfir að valdasöfnun ESB sé helsta vandamál þess og auð- vitað aðildarlandanna. Enginn íslenskur þingmaður sem vitað er um les lengur yfir lagafrumvörp sem hingað berast frá ESB. Enda hvers vegna skyldu þeir gera það? Öllum hlýtur að ofbjóða undirlægjuháttur íslenskra ráðherra í mál- inu um orkupakkann. Ísland er því að fá aukið hlutfall af stjórnun hins dag- lega lífs frá Brussel en gert var ráð fyrir við samþykkt EES-samninganna. Og enginn hefur verið um það spurður. Og það kórónar svo ósvífnina að þessi óþarfa og óheillavænlega þróun er síðan notuð til að réttlæta kröfu um inngöngu Íslands í ESB, þar sem fullveldis- sviptingin sé hvort sem er þegar orðin svo ríkuleg í höndum íslenskra embættismanna. Með 10 fingur en kann ekki að telja þá Einn helsti stjórnmálaspekingur Ríkisútvarpsins og Dagblaðsins Egill Helgason hefur lengi haft horn í síðu bréfritara, sem gott telst, og gasprað margt og haft uppi stóryrði honum til hnjóðs, sem er ekki síðra. Yf- irleitt hefur verið óþarft að gera athugasemd vegna þess hver fer með og því með litla vigt. En til gamans skal birtur kafli úr nýlegu skrifi þessa spekings sem ekki má á milli sjá hvort sæki meira í „siðareglur“ „RÚV“ eða Dagblaðsins, enda sjálfsagt ekki allur munur á. Þegar umræður um sendiherraskipanir tengdist hneykslunarmáli „Klaustursins við Templarasund“ þótti nauðsynlegt að fara tæp 15 ár aftur í tímann til að koma höggi á „óvininn.“ Pistillinn fjallaði um sendi- herrakapalinn ógurlega, sem er sagður hafa verið bí- ræfinn. Sendiherra ruglanda hefur orðið „Annað dæmi um þetta er þegar Davíð Oddsson skip- aði fjölda skósveina sinna sem sendiherra árið sem hann var utanríkisráðherra. Þeir voru tíu talsins á þessu eina ári – annað eins hefur ekki gerst í sögu utnríkisþjónustunnar. Þar af var hópur manna sem hafði unnið með Davíð í forsætisráðuneytin, Albert Jónsson, Ólafur Davíðsson og Kristján Andri Sveins- son. Svo voru gamlir bandamenn úr pólitíkinni eins og Júlíus Hafstein og Markús Örn Antonsson. Í utan- ríkisþjónustunni var ekki nokkur þörf á öllum þess- um sendiherrum. Þetta voru dúsur – umbun fyrir fylgispekt.“ Stendur eins og slúður á bók Það er annars merkilegt að virðulegir miðlar eins og Dagblaðið og „RÚV“ láti eins og þarna fari marktæk- ur álitsgjafi. Þarna talar Egill „sérfræðingur“ þess- ara miðla svo smekklega um að á einu ári hafi Davíð Oddsson skipað 10 „skósveina sína“ í embætti sendi- herra en „ekki hafi nokkur þörf verið á öllum þessum sendiherrum“. Kristján Andri sem þarna er nefndur til sögu er að vísu ekki Sveinsson heldur Stefánsson. Hann hafði verið í forsætisráðuneytinu við störf í háa herrans tíð áður en Davíð Oddsson bar þar inn. Hann átti honum ekkert að þakka. Hann hafði raunar byrj- að þar sem sendill í tíð afa síns Kristjáns Eldjárns. Síðar var hann einn af burðarásum forsætisráðuneyt- isins enda einn af öflugustu mönnum þess. Hann fluttist yfir í utanríkisráðuneytið samkvæmt reglum um færslur á milli ráðuneyta án sérstakrar skipunar. Þegar sóst var eftir því að hann færi til Eftirlitsstofn- unar ESA þótti rétt að hann bæri titil sendiherra. En þar með bættist hann ekki í hóp sendiherra ráðuneyt- isins því að hann var að formi til skráður út úr ráðu- neytinu á þessum tíma, reglum samkvæmt. Kristján Andri Stefánsson varð síðar sendiherra í París 10 ár- um eftir að Davíð Oddsson fór úr ráðuneytinu. Albert Jónsson, einn færasti sérfræðingur Íslands í erlendum málefnum, var skipaður sendiherra af Geir H. Haarde utanríkisráðherra. Ólafur Davíðsson var skipaður sendiherra í Þýskalandi í ráðherratíð Halldórs Ás- grímssonar í utanríkisráðuneytinu, en Ólafur hafði starfað sem ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu í nær hálfan annan áratug og naut mikils álits að verð- leikum, með afburðaþekkingu á íslenskum málum og náin tengsl við Þýskaland. Júlíus Hafstein hafði sendi- herratitil en óskaði aldrei eftir því að fara utan „á póst“. Hann stóð sig með prýði í ráðuneytinu. Óljóst er með vísun í hvaða hluta af sínu yfirgripsmikla þekking- arleysi Egill Helgason kemur sér upp 10 sendiherra- skipunum. En hugsanlegt er að hann reyni í blekking- arleik sínum að telja þá með Svein Björnsson og Helga Gíslason sem fengu sendiherraskipun skömmu áður en þeir hættu í ráðuneytinu eftir löng og farsæl störf og var það gert í samræmi við gömul fyrirheit þar. Hvern- ig Egill þessi fær það til að ganga upp að þar hafi verið um sérstaka „skósveina“ að ræða þótt annar embætt- ismaðurinn heiti vissulega Sveinn er í meira lagi und- arlegt. Enn undarlegra er að halda því fram að „óþörf- um“ sendiherrum hafi fjölgað við þessa heiðursskipun þeirra við starfslok, sem enginn ágreiningur var um að þeir höfðu unnið til. Það hlýtur að vera dapurlegt fyrir „virðulegt“ Dag- blaðið að sitja uppi með ómerking sem aftur og aftur er staðinn að ómerkilegum dylgjum og fráleitum fullyrð- ingum í bland, en það má vel vera að það sé bara gott á „RÚV“. Alla vega sér þar ekki á svörtu. Morgunblaðið/Eggert 9.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.