Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Blaðsíða 19

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Blaðsíða 19
17 aö sækja um mælingar í einu, þvi að með því vinst meira, ef hægt er á sama sumri að vinna að þeim á mörgum stöðum í sömu sveit. En eins og umsóknir um áveitumælingar nú eru örar, sér félagið sér ekki fært að láta gera þessar mælingar hlutaðeigendum algerlega að kostnaðarlausu, og verður því framvegis tekið gjald af mönnum, sem svarar kostnaði við aðstoð við mæl- ingarnar. Fyrirlestra halda starfsmenn félagsins um búnaðar- málefni þar sem þess er æskt og því verður við komiö. í stuttu máli er það viðleitni og skylda þeirra er við félagið starfa, að veita öllum þeim er til þess leita, sem greiðasta og besta leiðsögu að kostur er á, í öllu því er að búnaði lýtur. Skrifið félaginu og spyrjist fyrir um öll vandamál yðar í búnaði. Ef þér viljið vera meðlimur þess, þá sendið því io krónur, það er æfitillag og verður þá Bún- aðarritið sent yður ókeypis framvegis. Stjórn B ú n a ð a r f é 1 ag s íslands kosin af búnaðarþingi 1921: Forseti: Sigurður Sigurðsson, áður skólastjóri á Hólum. Varaforseti: Einar Helgason garðyrkjustjóri. Meðstjórnendur: Guðjón Guðlaugsson, alþingismaður, og Hallgrimur Kristinsson, framkvæmdarstjóri. Varameðstjórnendur: Guðmundur Finnbogason, pró- fessor og Vigfús Guðmundsson, bóndi í Engey. Féhirðir Einar Helgason garðyrkjustjóri. Ritari Dýrleif Árnadóttir, stúdent. Ráðunautar: Metúsalem Stefánsson fóðurræktarráðunautur og til- 3

x

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922
https://timarit.is/publication/1326

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.