Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Blaðsíða 28

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Blaðsíða 28
lega fosfórsýra, kalk, kali og natron, svo og vottur af magnesiu, járni, brennisteinssýru og kolsýru. Kúamjólkin. Eðlisþyngd hennar er við 15 stiga hita 1.029 til 1.034, aS meðaltali 1.0315. Þess vegna vega 100 1. mjólkur frá 1029 til 1034 kg. 1000 1. af o stiga heitri mjólk verður 1002 1. ef hún hitnar um 15 stig, en 1006 1. verði hún 30 stiga heit. Broddmjólkin er að eðlisþyngd 1.045 til 1.07, undanrenna: 1.033 til 1.036, góður rjómi: i.015 til 1.02. Mjólkurfeiti er að eðlisþyngd 0,93. Feitimagn hennar getur verið frá 2,5 til 5,5% eftir því hver kýrin er. Þegar mjólkað er, eru fyrstu drop- arnir feitiminstir (um 1%) og hinir síðustu feitimest- ir (alt að 10%). Hinn fyrsti mjólkaði þriðjungur hefir að meðaltali 1,49% feiti, annar 2,37% og hinn þriðji 4,16%. Feitimesta mjólldn myndast um kl. 2—3 að degi og nóttu, en feitiminsta mjólkin kl. 6—9 kveld og morgna. Meðan kýr ganga úti að sumrinu er meiri feiti í mjólkinni en á vetrum. Munar um 0,25% ef kýr ganga á láglendi en 0,45% ef þær ganga til fjalla. Feitin vex í mjólkinni eftir því sem líður að geldstöðutima. — í rjóma er feitin 17—20%, í þeytirjóma 28—32%. Nýmjólkwhitinn er 37,5 stig (þ. e. sami og líkams- hitinn). Frostmark hennar er -í- 0,5 stig og suðumark 100,5 súg- Skán myndast á mjólk ef hún er hituð alt að 40 stig og ekki hrært í henni. Sengjubragð kemur við 70—80 stiga hita, sé hún hituð yfir snörpum eldi og ekki hrært í henni. Mjólkurverð. Rjómi og undanrenna. Með skilvindu má vel ná feitinni svo úr undanrenn-

x

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922
https://timarit.is/publication/1326

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.