Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Síða 30

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Síða 30
28 usfu. Þeir, sem vanir eru við kaffidrykkju, munu illa sætta sig við, að fá ekki eitthvað heitt að drekka, er þeir hætta við kaffið. Að nokkru leyti gæti heit mjólk eða mjólkurvatn, komið í staðinn, en svo vaxa hér á landi margar heilnæmar og ljúffengar jurtir að drekka af. Má vera, að öllum falli ekki fyrst í stað innlenda teið — svo var um jarðepli, gulrófur og fleira, sem innleitt hefir verið og nú er taliÖ ómissandi tii heil- næmis og matarbætis, — en þeir, sem komast á að drekka vel samsett innlent te, taka það gjarna fram yfir alla aðra heita drykki. Eggert Ólafsson getur um ágætt „h e i m a -1 e“ í Matjurtabók sinni, en það er gert af blóðbjörg að helmingi, vallhumli að einum fjórða og rjúpnalaufi að einum fjórða. Þessar jurtir eru allar sérlega heilnæm- ar og blóðbjörgin auk þess einkar ljúffeng. Sumum þykir bæta teið, að hafa í því litla flís af hvannarót eða kanelbörk eða kúmen. Sr. Jón Austmann vill hafa teið af sömu jurtum, en sinn þriÖjung af hverri. Segir hann blóðbergið vermandi, taugastyrkjandi og gott i kvefi, rjúpnalaufið magastyrkjandi og að vallhumallinn sé einhver hin hollasta jurt, þar sem hann styrki allan Iíkamann. Te-jurtunum skal safna í þurviðri og fyrir þann tíma er blóm þeirra springa út (því þá eru þær kraftmestar), hreinsa þær vandlega og þurka (en ekki í sólskini, þvi við það dofna þær mjög). Er þær eru vel þurrar, á að brytja þær og setja í loftþétt ílát, t. d. leirkrukku eða blikkkassa, og má þannig geyma þær árlangt. Fiskmjöl. I Lofoten í Noregi er gert mjöl úr þorski, og haft til brauðbaksturs. Beinlaus harðfiskur er malaður, og

x

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922
https://timarit.is/publication/1326

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.