Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Blaðsíða 32

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922 - 01.11.1921, Blaðsíða 32
30 Eftirlits- og fóðurbirgðafélög. (Útdráttur úr lögum 1919). Sveitarfélag getur komið á hjá sér slíkum félagsskap með samþykt (2^ greiddra atkvæða, þeirra, er búfénað hafa á fóðrum) er sýslunefnd og Stjórnarráð sam- þykkja. Gjöld til félagsins hafa lögtaksrétt. Með sam- þyktinni er sveitarfélagið undanþegið ákvæðum forða- gæslulaganna. Aukaútsvör. (Útdráttur úr lögum 1919). Ef rekin er í hreppi atvinna, sem talin er sérstaklega arðsöm, svo sem verslun, kaupskapur, þilskipaútgerð eða bátfiski, þá má leggja á þá atvinnu aukaútsvar, þó ekki sé rekin nema 4 vikur og atvinnurekandi eigi heimili annarsstaðar. Einnig má ieggja útsvar á hval- veði, síidveiði með nót, á atvinnu útlendra skipa við verkun á síld á höfnum inni eða í landhelgi, laxveiða- afnot, ábúð á jörð eða jarðarhluta, leiguliðanot af jörð, svo sem slægjuafnot, þótt engin ábúð fylgi, og lóðar- afnot, sem einhvern arð gefa, þótt sú atvinna sé rekin enn styttri tíma. Útsvör þessi skulu vera hæfileg eftir tímalengd og í samanburði við innansveitarmenn, og skal formaður hafa greitt útsvar fyrir skip sitt áður en hann fer brott. Ekki er heimilt að leggja útsvar á útvegsmenn úr öðrum hreppi í sama sýslufélagi eða við sama fjörð eða flóa sem útræðið er i, ef á þá er lagt útsvar í sveitarfélagi þeirra. Á kaupfélög og pönt- unarfélög má leggja aukaútsvar, ef þau hafa leyst borg- arabréf og hafa sölubúð og vörur til sölu, svo sem hæfa þykir, eftir árlegri veltu og arði í söludeild félagsins.

x

Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Minnisbók bænda : með almanaki fyrir árið 1922
https://timarit.is/publication/1326

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.