Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Side 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Side 6
6http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015 aett@aett.is bandinu. Enginn varð þess nokkru sinni var að Guðný væri óánægð með mann sinn, heldur sýndi hún hon- um alltaf elskusemi. Haft var fyrir satt að samfarir þeirra væru hinar farsælustu. Það er því enn margt á huldu um hvað orsakaði sambandsslit þeirra Guðnýjar og Sveins átta árum eftir að þau gengu í heilagt hjónaband. Fregnin kom fólki mjög á óvart og um fátt var meira rætt manna á meðal í langan tíma. Sveinn mun að vísu hafa trúað konu sinni fyrir því að hann elskaði aðra konu og mundi giftast henni eftir að þau slitu samvistir. Sú varð þó ekki raunin. Séra Jón, faðir Guðnýjar, tók sambandsslitin mjög nærri sér og skellir allri skuldinni á Svein. Hann skráir í kirkjubókina vorið 1835: „Kastað úr hjónabandi, saklausri af manni hennar.“ Reynt var að tala á milli þeirra hjónanna og kom það í hlut séra Vernharðs Þorkelssonar. Hann seg- ir í líkræðunni yfir Guðnýju að vegna ástleysis séra Sveins hafi lífið orðið henni óbærileg byrði og sorg. Hverja stund vildi hún gjöra honum annarri ynd- islegri; leiða hann til dauðans og fylgja honum með trúfesti. Þolinmóðari sálu sé vart að finna, og sátt- gjarnara hjarta mun varla brjóst bera, segir séra Vernharður, og aldrei ámælti hún manni sínum. Allt bendir því til þess að Guðný hafi verið manni sínum auðmjúk og undirgefin. Með valdi slitið Séra Vernharður segir einnig: „Hryggur var ég við- staddur skilnað þeirra, og mætti mér seint úr minni líða, hversu mér var þá afmálað, að það band var með valdi slitið, er tengdi hennar hjarta við hans.“ Þegar hjónabandinu lýkur er tilvera Guðnýjar að hrynja til grunna. Litla telpan hennar er enn, fjögurra ára gömul, í fóstri hjá Þuríði í Reykjahlíð, heimilið horfið, eiginmaðurinn farinn og hjarta hennar kramið. Meira að segja kemur Sveinn litla drengnum þeirra fyrir hjá sambýlisfólki þeirra á Klömbrum, áður en hann fer vestur. Guðný gefst upp, búin á sál og lík- ama. Hún fer með Hildi systur sinni og manni hennar til Raufarhafnar þar sem hún upplifir sig í útlegð. „Hér er eyðimörk hin mesta,“ segir hún í ljóðinu „Að norðan“ sem hún sendi Kristrúnu systur sinni á Grenjaðarstað í bréfi. Hún er veik, finnur dauðann nálgast og les göm- ul bréf frá Sveini sér til hugarhægðar og huggunar. Hún yrkir eitt þekktasta kvæði sitt Endurminningin er svo glögg sem lýsir djúpum söknuði og trega með slíkum innileik og viðkvæmni að öllum er lásu gekk til hjarta. Endurminningin er svo glögg um allt það, sem í Klömbrum skeði, fyrir það augna fellur dögg og felur stundum alla gleði. Þú getur nærri, gæskan mín, Guðný hugsar um óhöpp sín. ....... Vonin og kvíðinn víxlast á, veitir honum þó langt um betur, hvort börnin muni og megi hjá mér framar hafa gott aðsetur. Sú áhyggjan er söm og jöfn sælu þar til eg kemst í höfn. ....... Dó af sorg Eftir rúma misserisdöl á Raufarhöfn, þann 11. janú- ar 1836 er Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum liðið lík, aðeins 32 ára. Faðir hennar skrifar í kirkjubókina: „Dó af sjúkdómi, orsökuðum af skilnaðargremjunni.“ Allur almenningur trúði því að hún hefði dáið af sorg. Öll sveitin syrgði. Dalurinn sem tekið hafði svo vel á móti henni ungri og ásfanginni draup höfði og Hvammsheiðin mjúka varð hljóð. Laxáin breiddi út faðm sinn mót eilífðinni og hraunhólarnir stóðu hnuggnir. Sandur feigðar fauk og það varð hljótt í hraunsins borg. Skáldkonan unga var horfin á braut. Guðný var lögð til hinstu hvílu í kirkjugarð- inum á Skinnastað, fjarri ættingjum og vinum, og börn unum sínum sem lágu bæði í kirkjugarðinum á Grenjaðarstað. Almenningsálitið bar Svein þungum sökum, og mun sá kross hafa fylgt honum lengi. Það blés Kristrún systir Guðnýjar. Hún var ung heitbundin Baldvini Einarssyni en hann mun hafa svikið hana í tryggðum. Hún giftist síðar Hallgrími syni Reykja- hlíðarhjónanna. Hjá þeim ólst Sigríður, dóttir Guðnýjar, upp frá tíu ára aldri.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.