Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Síða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015
http://www.ætt.is aett@aett.is9
ir hennar og einnig fjölmargir af Dungalsætt. Sigríður
dóttir Guðnýjar lærði ljósmóðurfræði hjá Þorbjörgu
Sveinsdóttur og bjó þá hjá henni í litla bænum við
Skólavörðustíginn. Ekki má heldur gleyma því að
Guðný sjálf hafði líknandi hendur og sinnti fæðing-
arhjálp frá unga aldri og var eftirsótt yfirsetukona eins
og móðir hennar Þorgerður.
Hvað skáldskapnum við kemur má nefna að dóttur-
dóttir Halldórs, bróður Guðnýjar, var Hulda skáldkona,
sem hét fullu nafni Unnur Benediktsdóttir Bjarklind.
Efasemdir
Þótt kvæði Guðnýjar flygju víða minntist prest-
urinn ekki einu orði á skáldskap hennar í líkræð-
unni og hvergi birtust kvæðin meðan hún var á lífi.
Nokkur ljóða hennar birtust á 19. öldinni, m.a. í
Fjölni 1837, eins og áður sagði, í Norðurfara 1849
og Kvennablaðinu 1897. Í Norðurfara eru þó uppi
efasemdir um að Guðný hafi ort kvæðið sem birt
er. Um 150 ár liðu frá fæðingu Guðnýjar þar til
kvæðasafn hennar kom út árið 1951 í útgáfu Helgu
Kristjánsdóttur frá Þverá í Lxárdal.
Það var fyrst og fremst að þakka veru Reykja-
hlíðarbræðranna hjá séra Sveini og Guðnýju, vorið
1830, að mörg kvæðin varðveittust. Þá var í Reykjahlíð
heimiliskennari hjá séra Jóni Þorsteinssyni, Daníel
nokkur Jónsson frá Auðkúlu í Svínadal, síðar prest-
ur á Kvíabekk. Hann skrifaði kvæðin upp jafnóðum
og þau bárust að Reykjahlíð. Öll eru þau kvæði ort
á árunum 1828-1829. Ekkert ljóða Guðnýjar er til
með hennar eigin hendi og trúlega hafa mörg þeirra
gleymst og glatast.
Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum orti um gleði og
eftirvæntingu, sakleysi og náttúrufegurð en frægust
eru harmljóð hennar. Í allri hógværð sinni á hún vís-
an sess meðal skálda þessa lands. Þótt örlög hennar,
ást og dauði hafi ekki síður haldið nafni hennar á lofti
en skáldskapurinn, sýna ljóðin að hér er á ferðinni
óvenjulegt, tilfinningaríkt og opinskátt skáld sem vert
er að minnast. Hún ruddi með ljóðum sínum brautina
fyrir komandi skáldkonur.
Það er svo kaldhæðni örlaganna að ef til vill voru
það ljóðin og skáldskapargáfan sem hún galt fyrir
með lífi sínu.
Helstu heimildir
Drög úr líkræðu yfir Mad. Guðnýju Jónsdóttur
(konu síra Sveins Níelssonar) eftir sjera Vernharð
Þorkelsson, m. h. Brynjólfs Jónssonar.
Drög úr æviþætti af séra Sveini Níelssyni eftir Árna
Halldór Hannesson.
Ævisögudrög síra Sveins Níelssonar eftir sjálfan
hann. Eiginhandarrit.
Guðnýjarkver Kvæði Guðnýjar frá Klömbrum, 1951
Konur skrifa bréf Íslensk sendibréf 1797-1907, 1961
Með vorskipum, Sverrir Kristjánsson og Tómas
Guðmundsson, 1970
Gegnum orðahjúpinn Líf og ljóð Guðnýjar Jónsdóttur
frá Klömbrum, Helga Kress 2008
Söknuður sár – vonir og þrár Um líf og ljóð Guðnýjar
frá Klömbrum og Skáld-Rósu, Íris Dungal 2012
Trúmaður á tímamótum, Ævisaga Haraldar Níelssonar
eftir Pétur Pétursson, 2012
Ljósmyndirnar í greininni eru góðfúslega fengnar að láni
úr ýmsum fjölskyldualbúmum. Börn Atla Más gáfu einn
ig góðfúslega leyfi til þess að birt væri teikning hans af
Reykjahlíðarkirkju en teikningin birtist í bókinni Konur
skrifa bréf, Íslensk sendibréf 17971907, 1961.
Rithönd Sigríðar Sveinsdóttur. Fjöldamörg bréf hafa
varðveist frá Sigríði Sveinsdóttur til móðursystra henn-
ar, Hildar og Kristrúnar, einnig til Jakobínu Jónsdóttur,
yngstu systurinnar frá Reykjahlíð, sem var gift Grími
Thomsen.
Smælki
Vandræði
Dag einn kom ungur piltur til föður síns og
sagðist hafa í hyggju að festa ráð sitt. Faðirinn
tók vel í það og spurði hver sú lukkulega væri.
Það er hún Sigga í Norðurkoti svaraði pilturinn
glaðlega. Mikið ansi, svaraði faðirinn, þá vandast
nú málið, hún Sigga litla er nefnilega dóttir mín.
En þú ert nú ungur og af nógu að taka, þú finnur
þér fljótlega aðra.
Pilturinn lét sér þetta lynda og leið svo nokk-
ur tími. Þá kom hann aftur að máli við föður
sinn og sagðist vera búinn að finna þá einu réttu.
Faðirinn gladdist og spurði hver það væri. Það er
hún Guðrún í Haga, svaraði pilturinn. Æi, dreng-
urinn minn, þvílík ógæfa, það er nefnilega eins
með hana, hún er líka dóttir mín.
Pilturinn lagðist nú í þunglyndi og hugarvíl og
hafðist ekki út úr honum orð. Móðir hans gekk á
hann og spurði hvað væri að og þótt hann væri
tregur að láta nokkuð uppi um hliðarspor föður
síns kom þar að lokum að hann sagði móður sinni
alla söguna.
O, þú skalt nú ekki vera með áhyggjur út af
þessu, Nonni minn, sagði móðir hans, þetta get-
ur allt gengið upp- því hann pabbi þinn- hann á
nefnilega ekkert í þér.