Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Side 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Side 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015 http://www.ætt.is aett@aett.is11 Stefnuvöllur kallast hallandi flöt vestan við bæinn Neðra-Apavatn. Þangað stefndi Sturla Sighvatsson Gissuri Þorvaldssyni í frægri Apavatnsför 1238, segir í Sturlungu. Hér sér yfir Stefnuvöllinn til austurs, í baksýn er Apavatnsbærinn og fjær Mosfell. (Ljósmynd Guðfinna Ragnarsdóttir) yrði sér erfiður ljár í þúfu og stefndi honum til sín að Neðra-Apavatni og mættust þeir þar sem síðan heit- ir Stefnuvöllur. Neðan við völlinn spretta fram vatns- miklar og tærar lindir sem renna saman í bæjarlæk- inn. Fundurinn var á hvítasunnudag og þá „var vora best“ segir í Sturlungu. Sturla var með mikið herlið, um þrjú hundruð manns, þar á meðal var frændi hans sagnaritarinn Sturla Þórðarson, sem lýst hefur þessum fræga atburði, Apavatnsförinni. Gissur hafði aðeins 40 manns með sér. Sturla skipaði mönnum Gissurar að leggja niður vopn sín. „Þeir brugðu við hart“ segir í Sturlungu „og brotnuðu spjótsköft þeirra sum.“ Þessi setning varð allt í einu raunveruleg haustdag- inn góða árið 1959 þegar Apavatnssystkinin þrjú hlupu út á Stefnuvöllinn til þess að taka upp kartöflur. Yngsta heimasætan, Sigurlín Grímsdóttir, þá fimm ára gömul, rak fótinn í eitthvað hart, eitthvað sem alls ekki gat verið kartafla. Við nánari athugun kom í ljós spjót, ryðgað mjög og fornt. Það er erfitt að bera brigður á frásögn Sturlungu með þessa staðreynd við höndina. Spjótið hefur síðan verið vel geymt á Þjóðminja- safninu og telst hinn merkasti gripur. Staðfest er að það er frá þjóðveldisöld. Sagan segir að Sturla hafi síðan látið Gissur sverja sér trúnaðareið þarna á Stefnuvellinum og varð hann að lofa því að fara utan. Síðan riðu þeir saman að Álftavatnsvaðinu á Soginu og „höfðu heldur djúpt“. Sturla var ófrýnn og þungt hugsi, hvað gera skyldi við Gissur. Margir hafa gert því skóna að hann hafi velt því fyrir sér hvort hann ætti að drepa hann. Ekki varð þó sú ákvörðun ofan á og mælti Sturla þá hin fleygu orð: „Ríðum enn“ og lét Gissur lausan. Hann var hinn kátasti og reið um kvöldið út til Reykja. Segja má að hefði Sturla tekið Gissur höndum eða drepið hann hefði Íslandssagan geta orðið önnur. Þá má leiða líkur að því að Ísland hefði ekki komist svo auðveldlega undir vald Noregskonungs. Svo hratt sé farið yfir sögu þá hélt Gissur ekki eið sinn, en gerði bandalag við Kolbein unga í Skagafirði. Það var svo sama sumar, í ágúst 1238, sem þeir Gissur og Sturla börðust til úrslita. Það var í einni mannskæð- ustu orrustu Íslandssögunnar, Örlygsstaðabardaga. Þar sigraði Gissur með miklum yfirburðum og sallaði niður Sturlunga. Síðan var brautin greið fyrir Gissur til valda og hann varð að lokum sá sem átti mestan þátt í því að koma landinu undir Noregskonung 1262. Þar með var lokið hinni róstusömu tíð sem kölluð hefur ver- ið Sturlungaöld sem var í reynd borgarastyrjöld af verstu gerð. Og enn breiðir Stefnuvöllurinn úr sér, vestan við tærar uppsprettulindirnar á Neðra-Apavatni undir víðfeðmri Lyngdalsheiðinni. Og hver veit nema þar leynist fleiri spjót frá Apavatnsförinni frægu árið 1238. Það hefur enginn kannað. Smælki Rangfeðranir Genarannsóknir Kára Stefánssonar og co hafa sýnt að aðeins 3% Íslendinga eru rangt feðraðir og þykir það tíðindum sæta en hingað til hefur verið talið að það væru um 10%. Kári vill skýra þetta með því að við Íslendingar séum fremur frjálslynd og fordómalaus í þessum efnum og auk þess viti flestir hér á landi þegar einhver bregður sér af bæ og hið rétta kæmi í ljós fyrr eða síðar. Í ættfræðinni er Ketill árans refur Öðrum ekki háa einkunn gefur. En hann veit upp á hár Í hartnær þúsund ár Hver hjá hverjum hvenær sofið hefur.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.