Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015 http://www.ætt.is aett@aett.is13 Ragnheiður Guðmundsdóttir var dóttir Guðmundar Sæmundssonar er verið hafði klæðalitari við Innréttingarnar–iðnaðarstofnanirnar í Reykjavík, stofnaðar 1752 og starfræktar til 1803, síðar búandi í Leirvogstungu og víðar í Mosfellssveit og konu hans Guðrúnar Þorkelsdóttur af Arnarhóls-, Götuhúsa- og Skildinganesætt. En Guðmund mætti ættfæra þannig: sonur Sæmundar frá Narfeyri, hans faðir var Þórður prófast- ur að Staðarstað, Jónssonar Hólabiskups Vigfússonar; sá er oftlega var nefndur Bauka-Jón og vísar til þess að hann efnaðist af viðskiptum áður en hann hlaut biskupsdóm. Meðal systkina Ragnheiðar var Kristín er giftist Jakobi, syni séra Snorra Björnssonar á Húsafelli, bjuggu þau þar og er margt hagleiksfólk frá þeim komið. Ragnheiður Guðmundsdóttir ólst að nokkru leyti upp að Innra–Hólmi og í Viðey hjá Ólafi stiftamt- manni Stephensen (1731–1812) en hún og Sigríður kona Ólafs voru skyldar í þriðja og fjórða lið: Þórður Jónsson á Staðarstað og Gísli Jónsson í Mávahlíð voru bræður, Sæmundur Þórðarson á Narfeyri og Magnús amtmaður Gíslason voru bræðrasynir, Guðmundur Sæmundsson litari og Sigríður Magnúsdóttir gift Ólafi stiftamtmanni Stephensen voru þremenningar, Ragnheiður Guðmunds. f. 1766, var því af 3. g 4. lið við Sigríði konu Ólafs. Fótkaldur fógeti Af Ragnheiði er það að segja að rúmlega tvítug réðst hún til Skúla landfógeta Magnússonar (1711–1794) í Viðey. Hún batt tryggð við Skúla, sem aldinn að árum hafði misst marga sinna nánustu, horft upp á að fyrirtækið sem hann hafði bundið vonir við að yrði landsmönnum lyftistöng missa flugið, og sjálfur var hann fjárvana. Hét hún að yfirgefa hann ekki meðan hann lifði og hafnaði biðlum af þeim sökum. Síðasta árið sem Skúli lifði var hann kulvís orðinn og fótkaldur. Hugkvæmdist Ragnheiði það snjallræði að útbúa tvöfalda línpoka, troða þá út með æðardún og láta hann sitja með fæturna í þeim; urðu gamla manninum engar þrautir af fótkulda eftir það. En Skúli hafði einmitt fyrr á árum endurvakið æðarvarp- ið í eynni sem fyrr á öldum hafði verið blómlegt en síðar lengi vanhirt. Segja má að Ragnheiði hafi nánast tekist að standa við heitstrengingu sínu. Skúli lést í nóvemberbyrjun Tvær Ragnheiðar Ragnheiður Guðmundsdóttir (1766­1840) og sonardóttir hennar Ragnheiður Pálsdóttir (1820–1905) 1794 en Ragnheiður giftist tæpum mánuði áður Páli klausturhaldara Jónssyni (1737–1819) er verið hafði umboðsmaður Kirkjubæjarklausturs-jarða. Einnig, er Páll bjó á Hörgslandi á Síðu, sá hann um holdsveikra- spítalann þar og þá oft nefndur spítalahaldari. Fyrri kona Páls, er lést 1793, var Valgerður Þorgeirsdóttir ljósmóðir og áttu þau fjóra syni er allir komust vel til manns. Elliðavatn Í Móðuharðindum, þegar Skaftáreldar brunnu 1784, flúði Páll með fjölskyldu sína vestur að Faxaflóa og settist að í Gufunesi. Þess staðar er m.a. getið í Landnámu og kemur einnig við sögu í Sturlungu; kirkja er komin þar þegar á 12. öld. Jörðin var síð- ar talin með eignum Viðeyjarklausturs. Konungseign verður Gufunes líkt og fleiri staðir við siðaskipti árið 1550. Spítali er starfræktur hafði verið í Viðey, Ragnheiður Pálsdóttir ólst upp á Elliðavatni til tvítugs, hjá Ragnheiði Guðmundsdóttur ömmu sinni sem fædd var 1766.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.