Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Page 18
18http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015
aett@aett.is
ur þeirra ákvarðaður út frá upplýsingum í Manntali
á Íslandi 1801, en geta má þess að samkvæmt upp-
lýsingum í Sóknarmannatali Hofsprestakalls í
Húnavatnsprófastsdæmi voru Guðlaug og Árni þrem-
ur árum yngri en hér er skráð.
I) Guðlaug Guðmundsdóttir, f. um 1759
í Skálahnjúki í Gönguskörðum, d. 17. febr. 1829 á
Núpi á Laxárdal fremri. Vinnukona á Sæunnarstöðum
1784-1786, í Harastaðakoti á Skagaströnd 1786-
1787 og á Harastöðum á Skagaströnd 1787-1789.
Húsfreyja á Núpi 1790-1799, á Úlfagili 1799-1821
og á Núpi aftur 1821 til æviloka, gift (8. okt. 1790)
Þorkeli Jónssyni.
II) Jón Guðmundsson, f. um 1765, d. 15. sept.
1805 á Bakka á Skagaströnd. Vinnumaður á Árbakka
á Skagaströnd 1788-1790 og á Harastöðum 1793-
1794. Bóndi á Bakka 1796 til æviloka, kvæntur (5.
maí 1796) Sigríði Ólafsdóttur bónda á Harastöðum
1801, Guðmundssonar bónda á Spákonufelli 1801,
Jónssonar, en Guðmundur var bróðir Þórunnar
Jónsdóttur, sem í upphafi var nefnd, og þau Jón og
Sigríður því að öðrum og þriðja lið að frændsemi.
III) Árni Guðmundsson, f. um 1773, d. 8. febr.
1805 á Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Árni ólst upp á
Sæunnarstöðum 1784-1786 og á Harastöðum 1787-
1790. Hann fermdist í Hofsprestakalli árið 1790.
Vinnumaður á Auðólfsstöðum í Langadal 1800-
1802, í Stóradal í Svínavatnshreppi 1802-1804 og
á Guðlaugsstöðum 1804 til æviloka, ókvæntur, en
átti son með Guðrúnu Björnsdóttur heimasætu á
Auðólfsstöðum.
Svartkollkótta gimbrin
En víkjum nú nánar að Guðmundi Þórarinssyni. Á
héraðsþingi að Torfalæk á Ásum 26. okt. 1747 kom
til umræðu um svartkollótta gimbur, „sem Bjarni
Þórarinsson eignar sér“. Vitnaði Þórður Bjarnason,
„að sú umtalaða svartkollótta gimbur hafi fyrst
sést í rekstri Sveinsstaðamanna á Hólanesi og Jón
Jónsson á Sveinsstöðum eignað hana þá Guðmundi
Þórarinssyni, bróður Bjarna“.
Ættatöluhöfundurinn Jón Espólín greinir frá því
að hjónin Þórarinn Ólafsson og Helga Jónsdóttir,
sem bjuggu á Syðri-Bægisá í Öxnadal 1703, hafi
átt syni með Guðmundarnafni og Guðbrandsnafni,
en gerir enga frekari grein fyrir þeim. Þegar ég bjó
undir útgáfu og jók við ættfræðihandrit Magnúsar
Björnssonar á Syðra-Hóli um Austur-Húnvetninga
1940, leyfði ég mér að álykta, að hér væru komn-
ir Guðmundur Þórarinsson bóndi í Skálahnjúki í
Gönguskörðum 1762 og Guðbrandur Þórarinsson
bóndi á Strjúgsstöðum í Langadal 1762, vegna þess
hvað þetta eru fágæt nöfn og mönnunum skýtur upp í
sama landshluta. Í sama verki leyfði ég mér að álykta,
að Bjarni Þórarinsson bóndi á Neðstabæ í Norðurárdal
1753, hefði verið sonur Þórarins Bjarnasonar á
Keldulandi á Skagaströnd 1735. Byggði ég það
einvörðungu á nafngiftalíkindum.
Ættfærslur í uppnámi
En þar sem nú er orðið ljóst, að Bjarni og Guðmundur
voru bræður, eru framangreindar ættfærslur mínar í
Ættum Austur-Húnvetninga komnar í verulegt upp-
nám eða hreint út sagt fallnar úr gildi. Af þessu tilefni
fór ég yfir frumrit Magnúsar Björnssonar að verk-
inu til að kanna hvaða grein hann gerði fyrir þeim
Bjarna, Guðmundi og Guðbrandi. Hann nefnir Bjarna
ekki. Hann nefnir Guðmund, en ættfærir hann ekki.
En Guðbrand segir hann hafa verið Þórarinsson,
Einarssonar í Mýrakoti á Höfðaströnd, Ásgrímssonar,
Einarssonar á Hraunum í Fljótum, Skúlasonar á
Eiríksstöðum í Svartárdal, Einarssonar. Tel ég þá ætt-
færslu óumdeilanlega vera út í hött.
Nú verður gerð grein fyrir þessum þremur mönn-
um.
I) Guðmundur Þórarinsson, f. um 1724, d.
1791 í Króki á Skagaströnd. Bóndi á Meyjarlandi
á Reykjaströnd 1756-1757 og jafnvel fyrr og síðar,
í Skálahnjúki í Gönguskörðum 1762-1763 og jafn-
vel fyrr og síðar og á Þverá í Hallárdal 1773-1785 og
jafnvel fyrr. Vinnumaður á Harastöðum á Skagaströnd
1788-1789. Húsmaður í Harastaðakoti á Skagaströnd
1789-1790, en síðast í Króki. - Manntalsárið 1762
bjó Guðmundur í Skálahnjúki, sagður 38 ára, með
Ljósrit af ættarskrá Sigurðar Björnssonar hrepp-
stjóra á Örlygsstöðum á Skagaströnd úr handriti
Magnúsar Björnssonar á Syðra-Hóli að ættum Austur-
Húnvetninga 1940.