Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015
http://www.ætt.is aett@aett.is21
og alkunna er hefur merking orðsins „ágætt,“ tapað
gildi með tímanum. Því má alveg segja að þessi dóm-
ur prestsins jafnist á við það sem í dag yrði kallað
frábært eða framúrskarandi. Mikið orð fór af leikni
hans við skriftir og þótti hann hafa fagra rithönd.
Árið 1862 réðst Ingunn, systir Þorvalds, þá átján ára
að aldri, ráðskona til sýslumannsins, Hermanníusar
Johnsen, sem bjó á Velli í Breiðabólstaðarsókn. Það
er bærinn, sem Mörður gígja bjó á, sá sem nefndur
er í fyrsta orði Njáls sögu. Hermanníus (sem einnig
er kallaður Hermann og Johnsson eða Johnson eða
Jónsson) var vel liðinn sem yfirvald. Þau Hermanníus
og Ingunn gengu í hjónaband þrátt fyrir talsverð-
an aldursmun, en hún var honum 18 árum yngri.
Hermanníus hafði áður verið barnakennari í Nesi
við Seltjörn, málafærslumaður í Reykjavík og var
settur bæjarfógeti og landfógeti skamma hríð. Þau
hjón eignuðust sex börn. Einn sonur þeirra var Jón
Hermannsson, sem varð lögreglustjóri í Reykjavík
og síðar tollstjóri. Annar var Halldór Hermannsson,
sem var prófessor og bókavörður við Cornell háskóla
í Ithaca í New York í Bandaríkjunum. Þriðji sonur
þeirra var Oddur Hermannsson, en hann varð skrif-
stofustjóri í Stjórnarráði Íslands.
Önnur systir Þorvalds var Kristín Halldórsdóttir. Hún
giftist Kjartani Ólafssyni, hreppstjóra, skipasmið og
bónda í Álfhólahjáleigu og Þúfu í Landeyjum. Yngsta
dóttir þeirra var Ástríður Kjartansdóttir Thorarensen,
sem giftist Skúla Þorsteinssyni Thorarensen, bónda og
oddvita á Móeiðarhvoli. Þau urðu amma og afi Ástríðar
Þorsteinsdóttur Thorarensen, sem er eiginkona Davíðs
Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og seðla-
bankastjóra.
Hér verður saga Þorvaldar ekki rakin en hann réðst
ungur sem skrifari hjá mági sýslumanninum á Velli og
var þar í nokkur ár. Tuttugu og tveggja ára flytur hann
af fastalandinu út til Vestmannaeyja en á þar stuttan
stans og er haustið 1869 kominn í landbúnaðarskóla
í Danmörku en lýkur ekki námi. Framhaldið af æv-
intýralegri sögu Þorvaldar frá Bryggjum má lesa í
bókinni Vinur Landeyings.
Bókin, sem hét
í upphaflegri
útgáfu Missing
friend, kemur út
á íslensku undir
nafni sem þýð-
andinn valdi
henni, Vinur
Landeyings.
Skálholt og
skólasagan
Fjölmennur fundur haldinn í
Menntaskólanum í Reykjavík
Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræðingur
hélt í mars erindi um hefðir og siði í Skálholtsskóla
og Hólaskóla og flutning þeirra til Reykjavíkur.
Fjölmenni var á fundinum og gerður afar góður
rómur að erindi Guðlaugs. Þar kom fram að toll-
eringar, gangaslagur og Herranótt eiga sér djúpar
rætur í skólasögunni í Skálholti og á Hólum og
má rekja þessa siði mörg hundruð ár aftur í tím-
ann. Ekki spillti heldur að fundurinn var haldinn
á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík þar sem
sagan svífur yfir vötnunum og kóngaportrett-
in raða sér á veggina ásamt stórmennum á borð
við Jón Sigurðsson og rektorana í röðum allt frá
Sveinbirni Egilssyni.
Maígangan var svo farin um hinn sögufræga
Skólavörðustíg og Skólavörðuholtið sem einnig
skipar stóran sess í skólasögunni. Leiðsögumenn
voru Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræð-
ingur og Guðfinna Ragnarsdóttir ritstjóri.
Skólavarðan, Skólavörðuholtið og Skólavörðu-
stígur inn voru þema maígöngunnar.
Fjölmennur fyrirlestur um skólasöguna á Sal
Mennta skólans í Reykjavík.