Mosfellingur - 14.03.2019, Blaðsíða 6
Stækkun hjúkrunar-
heimilisins Hamra
Velferðarráðuneytið hefur samþykkt
ósk Mosfellsbæjar um að stækka
hjúkrunarheimilið Hamra um 44
rými og verða rými heimilisins þá
alls 74. Stækkunin mun auka fram-
boð á hjúkrunarrýmum auk þess að
gera rekstrareininguna hagkvæm-
ari. Undirbúningsvinna er þegar
hafin í samvinnu ráðuneytisins og
Mosfellbæjar. Bæjarráð Mosfells-
bæjar fagnar áformum um stækkun
hjúkrunarheimilisins Hamra og er
til viðræðna um að byggja hjúkrun-
arheimilið ef viðunandi samningur
næst en leggur til að rekstur heim-
ilisins verði á hendi ríkisins enda
er það lögbundið verkefni ríkisins.
Bæjarráð fól bæjarstjóra áframhald-
andi viðræður við ríkið. Lögbundið
er að sveitarfélög greiða 15% af
stofnkostnaði hjúkrunarheimila
en ríkið 85%. Hjúkrunarheimilið
Hamrar var vígt 27. júní 2013.
Þar eru 30 einstaklingsíbúðir en
heimilið er 2.250 fermetrar. Hamrar
eru á sama stað og öryggisíbúðir og
þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara.
- Fréttir úr Mosfellsbæ6
BIRNA
Korpa hittist í safnaðarheimili Lágafellssóknar
1. og 3. miðvikudag í mánuði kl. 20.
Allir velkomnir!
Ungmennafélagið Ungir sveinar lætur gott af sér leiða • Ágóði til Þorbjörns Jóhannssonar
Kótilettukvöld til styrktar
félaga sem glímir við veikindi
Kótilettur
frá HöfðaKaffi
félagar á vel Heppnuðu
Kvöldi í björgunarsveitarHúsinu
Þann 8. mars héldu UMFUS-menn sitt ár-
lega kótilettu-styrktarkvöld. Undanfarin ár
hafa þeir haldið þennan styrktarviðburð og
gefið allan ágóða til verðugs málefnis.
Að þessu sinni rann styrkurinn til Mos-
fellingsins Þorbjörns Jóhannssonar eða
Tobba eins hann er alltaf kallaður. Tobbi
hefur glímt við erfið veikindi síðan 2006
en síðastliðið haust greindist hann með
bráðahvítblæði.
Tobbi og Emilíu eiginkona hans hafa
dvalið í Svíþjóð á Karolinska sjúkrahúsinu
í Stokkhólmi síðan í janúar þar sem hann
gengst undir mergskipti.
Von er á þeim heim eftir rúma tvo mán-
uði en þá tekur við meðferð og endurhæf-
ing á Reykjalundi.
Nauðsynlegt að hafa jákvæðni að vopni
Það var systir Tobba, Alfa Regína Jó-
hannsdóttir, sem tók við styrknum fyrir
hönd bróður síns og las upp fallega kveðju
frá Tobba sem meðal annars talaði um að
svona veikindi setji lífið algjörlega úr skorð-
um og að nauðsynlegt sé að fara í gegnum
svona pakka með jákvæðni og æðruleysi að
vopni.
UMFUS-menn vilja koma á framfæri
þökkum til allra sem styrktu þetta góða
málefni með nærveru sinni, framlögum
og aðstoð. Það var Ragnar Sverrisson hjá
Höfðakaffi sem sá um veitingarnar en
aðrir styrktaraðilar voru m.a. Ölgerðin, 66°
norður, Fóðurblandan, Margt smátt, Smart
Socks, Blackbox og Jóhann Ólafsson & co.
Formenn Umfus, Birgir Grímsson og
Óskar Ágústsson, ásamt Elíasi Níelssyni
þjálfara og Ölfu Regínu systur Tobba.
Kynslóðir syngja
saman í Varmárskóla
Þrír kórar úr Mosfellsbæ stilla
saman raddir sínar á tónleikum í
hátíðarsal Varmárskóla sunnudag-
inn 24. mars kl. 15:00. Kórarnir eru
Vorboðarnir, stjórnandi er Hrönn
Helgadóttir, Skólakór Varmár-
skóla, stjórnandi Guðmundur
Ómar Óskarsson, og Kammerkór
Mosfellsbæjar, stjórnandi Símon H.
Ívarsson. Kórarnir syngja fjölbreytta
kórtónlist úr ýmsum áttum, bæði
íslensk og erlend lög. Aðgangseyrir
er kr. 1.000, ókeypis fyrir börn og
eldri borgara.
Hugmyndasöfnun
Ert þú með hugmynd að skemmtilegri nýjung eða eitthvað sem betur
mætti fara í bænum okkar? Okkar Mosó er samráðsverkefni íbúa
og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri
nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ.
Óskað er eftir snjöllum hugmyndum og tillögum frá íbúum
til að kjósa um í íbúakosningu. Taktu þátt og sendu inn þína
hugmynd á mos.is/okkarmoso dagana 7.–21. mars.
OKKAR MOSÓ
ÍBÚAKOSNING 2019
HVERNIG GERUM
VIÐ GÓÐAN BÆ BETRI?
Framkvæmdir
hafnar við
Súluhöfða
Hafnar eru framkvæmdir við gatnagerð
við Súluhöfða 32–57. Um er að ræða
nýja íbúðagötu milli núverandi neðsta
botnlanga götunnar og golfvallarins við
Leirvoginn. Gamli golfskálinn mun víkja á
næstunni auk æfingaaðstöðu.
Samhliða gatnagerð er unnið að
endurnýjun þrýstilagnar frá skólpstöðinni
í Leirvogi. Reisa á 19 einbýlishús í þessari
viðbót við Súluhöfðann.
á næstunni munu 19 ný
Hús bætast við súluHöfða