Mosfellingur - 14.03.2019, Blaðsíða 32
Í eldhúsinu
Farsíma-
bann?
Það er skemmtilegt að heyra
fréttir af því að eftir áramót var
sett á farsímabann í Varmárskóla.
Þegar ég var í Gaggó sem er nú kannsk
i
ekkert rosalega langt síðan þá var ekki
mikið um að menn væru í símanum í
frímínútum eða að farsíminn hefði áhr
if
á kennslutímana. Það hefði sennilega
verið agalegt ef ég hefði haft síma líka
til að trufla mig í skólanum - ekki var é
g
með mikla athygli fyrir.
Ég man þegar ég hafði fengið að
gjöf iPod Touch og mætti með hann í
skólann, það var sennilega minn besti
dagur. Krakkarnir hópuðust að manni
til að fá að sjá þetta skemmtilega fyr-
irbæri sem allir voru farnir að kannast
við að gæti spilað músík en þessi gat
spilað heila bíómynd og var þar af
leiðandi með litaskjá. Ég gat sett heila
bíómynd inn á iPodinn minn og horft á
en það tók líka heila kvöldstund að set
ja
myndina inn. Fyrst þurfti maður að ste
la
henni af netinu og svo færa hana inn á
iTunes og þaðan í iPodinn, sennilega
hefði ég getað horft á myndina tvisvar
sinnum á meðan ég var að setja inn á
iPodinn.
En frábært framtak hjá bæði
kennurum og nemendum að minnka
notkunina á símunum því þetta er bar
a
tímaþjófur og svo komu kennarar líka
móts við nemendur með því að kaupa
ný leiktæki.
Ég veit nú ekkert um það hvernig
krakkarnir í skólanum standa að fjár-
öflunum í dag en miðað við þjóðfélagið
(#Metoo) þá gerir maður ráð fyrir að
það hafi þurft að gera breytingar á
nokkrum fjáröflum sem voru í gangi
þegar ég var í skólanum.
Eins og t.d. klinkkvöld, 10. bekkur
bauð 9., 8. og 7. bekk á svona klinkkvö
ld
þar sem við sem yngri vorum fengum
klink hjá foreldrum okkar og gátum
notað það um kvöldið t.d til að kaupa
kannski gos eða köku en svo var líka
hægt að kaupa koss frá sætum stelpum
úr 10. bekk og kostaði kannski kossinn
50 kr. Svo gat maður borgað sig inn á
blautbolakeppnir sem virkuðu þannig
að tvær-þrjár stelpur klæddust hvítum
bolum og slógust með vatni. Þetta
myndi kannski ekki virka í dag. Svo
kannski ef maður fer að hugsa út í það
,
ætli það séu ennþá svona vinsældakos
n-
ingar eins og herra og frú allra árganga
og svo flottasti rassinn, kyssulegustu
varirnar, flottasta brosið o.fl.
Það má kannski ekki fara taka út allar
hefðir og venjur en vissulega má skoða
að breyta þessu ef það hefur ekki verið
gert nú þegar.
Agla og Siggi skora á Dísu og Árna í Skálahlíðinni að deila með okkur næstu uppskrift
- Heyrst hefur...32
Hjónin Agla og Siggi deila að þessu
sinni með okkur uppskrift að
mexíkóskum kjúklingi í sætri sósu.
En þegar Siggi eldar verður þessi
réttur yfirleitt fyrir valinu.
Innihald:
• 1 stk kjúklingur eða úrbeinaðir
kjúklingaleggir/bringur
Sósa:
• 4 msk púðursykur
• 1 ½ msk paprikuduft
• Salt
• 1 ½ tsk sinnep
• ¼ tsk chiliduft
• 3 msk Worchestersósa
• ½ dl hvítvín eða borðedik
• 2 dl tómatsafi
• 1 ½ dl tómatsósa
• 1 dl vatn
Aðferð:
Hlutið niður kjúklinginn, raðið kjúklinga-
bitunum á fat. Setjið allt sem fer í sósuna í
pott og sjóðið við vægan hita í 15 mínútur.
Hellið sósunni yfir kjúklinginn og bakið í
200°C heitum ofni í 40 - 50 mín.
Borið fram með hrísgrjónum, salati og
brauði, t.d. hvítlauksbrauði eða heitum
brauðbollum.
Verðiykkuraðgóðu.
Einfalt, fljótlegt og gott!
bragi Thor
rúnarsson
hjá Öglu og Sigga
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Ásdís Yrja Þorvaldsdóttir
fæddist þann 18. nóvember
2018 klukkan 22.55. Hún
var 16 merkur og 51 cm.
Foreldrar hennar eru þau
Íris Kristín Smith og Þor-
valdur Einarsson og er Ásdís
Yrja þeirra fyrsta barn.
heyrSt hefur...
...að hugmyndasöfnun fyrir Okkar
Mosó sé farin af stað.
...að nýr formaður muni taka við
knattspyrnudeildinni á næsta
aðalfundi.
...að Hreiðar Zoëga framkvæmdastjóri
Lágafellskirkju sé farinn í leyfi.
...að gjaldþrot Hvíta Riddarans hafi
verið 73 milljónir en eigandinn var
á dögunum dæmdur í 12 mánaða
fangelsi vegna aðkomu að Skák-
sambandsmálinu svokallaða.
...að Kalli Tomm, sem nýlega gaf út
diskinn Oddaflug, ætli að halda
tónleika í Hlégarði 4. apríl.
...að loksins sé komin brú að
Þverárkoti.
...að uppselt sé á kvennakvöld
Aftureldingar sem haldið verður í
Harðarbóli á laugardaginn.
...að árshátíð starfsmanna Mos-
fellsbæjar fari fram í Gullhömrum
laugardaginn 30. mars.
...að Ragga Bjarna sé að undirbúa
opnun snyrtistofunnar Nærveru þar
sem Bymos var í Háholtinu.
...að Mosfellingurinn Bjarki Snær
hafi farið á kostum í marki Fjölnis í
bikarleiknum sem Valsmenn stálu.
...að verið sé að undirbúa 110 ára
afmæli Aftureldingar meðal annars
með hátíðaraðalfundi fimmtudags-
kvöldið 11. apríl.
...að von sé á fjölgun í Jamil-
fjölskyldunni í ágúst.
...að Katrín Halldóra (Elly) sé komin
með húsið sitt á sölu í Helgafells-
hverfinu.
...að Dalbúinn og söngkonan
Hafdís Huld eigi von á barni.
...að brotist hafi verið inn í Blóma-
smiðjuna hjá Helgu og Leibba í
vikunni.
...að Raggi kokkur í Höfðakaffi verði
sextugur á laugardaginn og ætli að
taka þríþraut með góðum félögum í
Lágafellslauginni.
...að hljómsveitin Dimma haldi sína
fyrstu tónleika í Hlégarði laugar-
daginn 30. mars.
...að rithöfundurinn Jón Kalman
sé með húsið sitt á sölu í Svölu-
höfðanum.
...að BlackBox Pizzeria muni opna í
Krónuhúsinu í apríl en framkvæmdir
þar eru í fullum gangi.
...að á laugardaginn verði listamanna-
spjall í Listasalnum kl. 14 þar sem
feðgarnir Björn Haukur og Páll Hauk-
ur eru með sýninguna tómir fossar.
...að Afturelding og Fram séu búin
að slíta samstarfi sínu í kvennafót-
boltanum og mun meistaraflokkur
Aftureldingar leika í rauðum búning-
um í Inkasso-deildinni í sumar.
...að kitla fyrir sjónvarpsþættina
Aftureldingu sé komin í loftið en
Dór DNA og félagar standa nú í
fjármögnun sem endar vonandi
með sýningum á RÚV.
mosfellingur@mosfellingur.is
Á tölti um Leirvoginn
Það viðrar vel þessa dagana til útiveru með hækkandi sól. Ljósmyndari
Mosfellings rakst á þessa hestamenn við Leirvoginn á dögunum.
M
yn
d/
Ra
gg
iÓ
la