Mosfellingur - 14.03.2019, Blaðsíða 26
- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað26
Föstudaginn 22. febrúar var sýningin tómir
fossar opnuð í Listasal Mosfellsbæjar.
tómir fossar er samsýning feðganna
Björns Hauks Pálssonar og Páls Hauks
Björnssonar. Björn Haukur sýnir hér í fyrsta
sinn en Páll Haukur hefur verið virkur í
myndlistarheiminum um þó nokkurt skeið.
Þema sýningarinnar er fossar og ýmsar
birtingarmyndir þeirra.
Um 70 manns mættu á opnun til að
gæða sér á list og léttum veitingum. Verkin
á sýningunni eru fjölbreytt og „þetta hef ég
aldrei séð áður“ heyrðist oftar en einu sinni
á opnuninni.
Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bóka-
safns Mosfellsbæjar og stendur til 22.
mars.
Listasalur Mosfellsbæjar
Tóm gleði
Sjálfstraust vísar til þess hversu
mikla trú við höfum á eigin getu
til að ná markmiðum og takast
á við áskoranir daglegs lífs.
Sjálfstraust er ekki eitthvað
sem við höfum eða höfum ekki,
heldur getur einstaklingur ver-
ið með gott sjálfstraust í einum
aðstæðum en ekki öðrum. Sem
dæmi getur barn verið öruggt í íþróttum
en með lítið sjálfstraust í félagslegum
samskiptum.
Lítið sjálfstraust getur hamlað börn-
um og haldið aftur af þeim. Þá efast þau
um eigin getu og treysta sér ekki til að
gera hluti þrátt fyrir að búa
yfir nauðsynlegri færni
og þekkingu til verksins.
Þau þora oft ekki að
taka áskorunum eða
prófa nýja hluti því
þau eru gagnrýnin og
hugsa neikvætt í sinn
garð. Það er því ljóst
að gott sjálfstraust er
afar dýrmætt vega-
nesti út í lífið.
Almennt má segja
að sjálfstraust á eigin
getu sé markvisst
byggt upp með
umhyggju, hvatn-
ingu og hrósi svo
einhver dæmi séu
nefnd. Hrós og
hvatningu ætti því að nota
alltaf þegar tækifæri gefst.
Sem foreldrar ættum við að
reyna að bera árangur barnsins
saman við fyrri árangur þess
sjálfs og forðast að bera það
saman við önnur börn. Einnig
er gott að hrósa fyrir viðleitni í
stað árangurs því ekki er hægt
að ætlast til meira af barninu en að það
geri sitt besta.
Munum að hafa oftar orð á því sem
gengur vel í stað þess sem vantar upp
á og leggja þannig áherslu á styrkleika
barnsins svo þeir fái að njóta sín.
Mikilvægt er að börn fái hvatningu
og tækifæri til að leysa
hin ýmsu vandamál,
foreldrar ættu að
leiðbeina í stað þess
að leysa vandamálin
fyrir börnin. Ef for-
eldar stýra of mikið
er hætta á að börnin
treysti sér ekki sjálf til
að ráða við aðstæður
næst þegar þau standa
frammi fyrir áskorun.
Arnar Ingi Friðriksson,
sálfræðingur fræðslu-
og frístundasviðs
Mosfellsbæjar og
foreldri.
Sjálfstraust barna
og unglinga
fræðsluskrifstofa mosfellsbæjar
skóla
hornið
Bókasafnið býður börnum að koma í safnið og
lesa sér til ánægju fyrir sérþjálfaða hunda.
Tveir hundar verða á staðnum og komast sex börn að.
Athugið að panta þarf tíma.
Pantanir skulu sendar á netfangið asdisg@mos.is.
Tímar sem eru í boði: 12.30, 12.50 og 13.10.
Gott er að barnið hafi valið sér texta að lesa
áður en tíminn hefst.
Laugardaginn 30. mars 2019
Nú líður að hinu árlega Menningarvori í
Mosfellsbæ 2019.
Viðburðir verða tveir, þriðjudaginn 2.
apríl og þriðjudaginn 9. apríl. Dagskrá fer
fram í Bókasafni Mosfellsbæjar og hefst kl.
20.00 bæði kvöldin.
Dagskrá 2. apríl verður á þessa leið:
Tunglið og Ég
Djasstónleikar með Heiðu Árnadóttur
söngkonu og Gunnari Gunnarssyni pían-
ista. Þau flytja lög eftir franska djasstón-
skáldið Michel Legrand (1932-2019), en
hann er helst þekktur fyrir söngleikja- og
kvikmyndatónlist.
Dóra Wild talar um tónskáldið og skapar
stemningu milli laga. Léttar veitingar í boði
og ókeypis aðgangur.
Þann 9. apríl verður finnskt þema sem
mun einkennast af tónlist og uppákomum.
Nánar auglýst síðar.
Bókasafn Mosfellsbæjar
Menningarvor í Mosfellsbæ