Mosfellingur - 14.03.2019, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 14.03.2019, Blaðsíða 16
 - Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ16 Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2019-2020 fer fram í gegnum Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2019 fer fram frá 10. mars til 30. mars. Innritun í frístundasel og mötuneyti 6 ára barna og nýrra nemenda vegna skólaársins 2019-2020 verður auglýst sérstaklega síðar. Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Mosfellsbæjar skal vera lokið 1. apríl. Innritun barna og unglinga með lögheimili í Mosfellsbæ, sem óska eftir að sækja grunnskóla í öðrum sveitarfélögum utan lögheimilis, skulu berast í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 1. apríl. Umsóknir fyrir nýtt skólaár endurnýjast ekki sjálfkrafa. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér reglur um skólavist utan lögheimilis á vef Mosfellsbæjar. Nánari upplýsingar og aðstoð varðandi innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar veita grunnskólarnir. Þeir sem óska eftir aðstoð og leiðbeiningum vegna Íbúagáttarinnar geta snúið sér til Þjónustuvers Mosfellsbæjar. Fræðsluskrifstofa Mosfellsbæjar VIRÐING JÁKVÆÐNI FRAMSÆKNI UMHYGGJA Þann 4. apríl mun Kalli Tomm ásamt fjölda frábærra listamann halda tónleika í Hlé- garði. „Ég hlakka mikið til og lofa fallegum tónleikum. Með mér verða listamenn sem hafa unnið með mér við gerð beggja minna platna og eiga það allir sameiginlegt að vera í miklu uppáhaldi hjá mér. Frábærir hljóðfæraleikarar og vinir. Ég vona innilega að Mosfellingar fjöl- menni í félagsheimilið okkar, Hlégarð, sem er engu líkt. Fallegt og með mikla sögu. Þaðan á ég svo margar góðar minningar. Fyrir ca. hálfri öld vann ég þar risastóran slökkviliðsbíl í bingói, ég tíndi þar flöskur eftir böll og hélt þar eftirminnilega tónleika með Gildrunni og þar héldu mamma og pabbi brúðkaupsveisluna sína eins og svo ótal mörg önnur brúðhjón. Margt eftirminnilegt gerist í Hlégarði,“ sagði Kalli Tomm að lokum. Gaf nýlega út plötuna Oddaflug • Lofar fallegum tónleikum Stórtónleikar Kalla Tomm í Hlégarði 4. apríl Kalli fær með sér flotta listamenn Aðalmerki | Samsetning | Mosfellsbæ Börn og umhverfi Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt kennslu í skyndihjálp. Námskeiðin verða haldin í húsnæði Rauða krossins í Mosfellsbæ, Þverholti 7 1. – 4. apríl 17:00 - 20:00 nánari upplýsingar má finna á www.skyndihjalp.is, moso@redcross.is eða í síma 898-6065. Einnig er hægt að skrá sig á vef Rauða krossins, raudikrossinn.is MEÐ APPINU EÐA Á NETINU! Þú getur flýtt fyrir og einfaldað pöntunarferlið með því að nota appið og vefinn. Þar getur þú pantað, greitt fyrirfram og fylgst með pöntuninni. DOMINO’S APPDOMINOS.IS

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.