Mosfellingur - 14.03.2019, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 14.03.2019, Blaðsíða 28
 - Aðsendar greinar28 Á þessum tíma á hverju ári breytist takturinn í kirkjunni hér í Lága- fellssókn. Það eru fyrstu vorboð- arnir sem gefa nýjan takt – ferm- ingarbörnin. Nú er undibúningur komandi fermingarathafna genginn í garð og kominn á fullt skrið í kirkjunni. Væntanlega er það, eða verður einnig reyndin í fjölskyldum þeirra barna sem fermast. Tími eftirvæntingar og gleði. Undanfarin mörg ár hefur tíðkast að birta nöfn barnanna í safnaðarblaðinu og bæjarblaðinu okkar, Mosfellingi. Þessi hefð hefur glatt margan manninn, nágranna, vini og fjarskylda ættingja, að sjá og gleðj- ast yfir að geta fylgst með að – „Já! – einmitt þessi stúlka eða drengur er að fermast“ – og geta sent þeim og fjölskyldum þeirra blessunaróskir í huganum, skeyti eða eitt- hvað annað. Nú er sá tími liðinn að birting nafnanna sé heimil, því miður. Því veldur ný persónu- verndarlöggjöf sem gekk í gildi á umliðnu hausti. Þar segir að upplýsingar um aðild að trú- eða lífskoðunarfélagi flokkast und- ir „viðkvæmar persónuupplýsingar“ sem megi aðeins birta með sérstöku samþykki viðkomandi einstaklinga og í tilfelli ferm- ingarbarnanna, með samþykki foreldra þeirra. Hvort við í framtíðinni munum ráð- ast í þá framkvæmd að leita eftir og nálgast þær undirskriftir sem þetta útheimtir og hvort allir verða því hlynntir á eftir að koma í ljós. Það eru 120 börn sem munu fermast í kirkjunum okkar, Lága- fells- og Mosfellskirkju á þessu vori. Athafnirnar verða níu og verða fyrstu fermingarathafnirnar í Lágafellskirkju þann 24. mars næstkom- andi kl. 10:30 og kl. 13:30. Á næstu dögum mun safnaðarbréfið ber- ast inn um lúguna á heimilum Lágafells- sóknar, bæklingur með upplýsingum um helgihaldið, safnaðarstarfið o.fl. á komandi mánuðum, allt fram til haustsins. Í þessu blaði fylgja einnig sérstakar upplýsingar um væntanlegar fermingar ársins 2020 og skráningarblað. Athugið að safnaðar- bréfinu er aðeins dreift á heimili sem leyfa „fjölpóst“. Við viljum benda á að hægt verður að nálgast upplýsingarnar á heimasíðu kirkj- unnar: www.lagafellskirkja.is. Fyrir hönd Lágafellssóknar óska ég ferm- ingarbörnunum og fjölskyldum þeirra til hamingju með ferminguna og daginn. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sóknarprestur Mosfellsprestakalls. Vorkoman og fermingar Mosfellsbær leggur sig fram við að bjóða sem besta þjónustu í öllum sínum skólastofnunum. Dagfor- eldrar, ungbarnadeildir, leikskóla- deildir og grunnskólar veita mikil- væga þjónustu sem skiptir flestöll heimili í bænum miklu máli. Hér verður stuttlega fjallað um þjónustuna fyrir foreldra yngstu barnanna. Fjölgun plássa á ungbarnadeildum Á undanförnum tveimur árum hefur verið gert sérstakt átak í þjónustu við 12 - 18 mánaða gömul börn í Mosfellsbæ. Árið 2017 opnaði fyrsta ungbarnadeildin á leikskólanum Hlíð en stefnt er að því að árið 2021 verði leikskólinn Hlíð ung- barnaleikskóli fyrir eins til þriggja ára börn. Á leikskólanum Huldubergi er ein ungbarnadeild en markmiðið er að fjölga ungbarnaplássum smám saman eða eins og þörfin kallar á. Næsta haust verður gert ráð fyrir alls um 70 plássum á ungbarnadeildum okkar. Á ungbarnadeildunum er lögð áhersla á til- finningalegt öryggi, umhyggju, streitulaust umhverfi og aldurshæfandi örvun. Starf leikskólanna í Mosfellsbæ er einstakt þar sem fagmennska er ávallt í fyrirrúmi. Horft er til leikskólanna okkar varðandi ýmislegt í innra starfi eins og t.d. verkefnið Leikur að læra sem er ávallt notað á fleiri og fleiri leikskólum um allt land. Mosfellsbær hefur einnig gert þjónustu- samning við sjálfstætt starfandi ungbarna- leikskóla í Reykjavík sem tryggir pláss fyrir börn úr Mosfellsbæ. Nú eru starfandi fjórir dagfor- eldrar með þjónustusamning við Mosfellsbæ og hefur verið auglýst eftir fleirum til þeirra starfa en for- eldrar vilja gjarnan hafa val þegar kemur að gæslu fyrir svo ung börn. Dagforeldrar fá mikla fræðslu, upplýsingar og stuðning til að efla sig frekar í því starfi. Foreldrar greiða sama gjald fyrir börn sín frá 13 mánaða aldri hvort sem þau eru hjá dagforeldri, á ungbarnadeild eða í almennu leikskólaplássi. Það gjald hefur lækkað um 10% sl. tvö ár. Leikskólarnir Í Mosfellsbæ eru átta leikskólar: Hlað- hamrar, Hlíð, Reykjakot, Leirvogstungu- skóli, Höfðaberg, Hulduberg, Krikaskóli og sá nýjasti í Helgafellsskóla. Mikil fjölgun barna í bænum hefur kallað á fjölgun leik- skólaplássa. Í Helgafellsskóla hefur verið brugðist við með því að hraða innritun yngri barna fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir í fyrstu. Umhyggja starfsfólks er lykilatriði þegar kemur að starfi þessara leikskóla og dag- gæslu. Það er kappsmál okkar sem kom- um að fræðslumálum að foreldrar fái sem besta og faglegasta þjónustu fyrir börn sín. Þessi málaflokkur er stærsti málaflokkur sveitarfélagsins og er lögð mikil áhersla á gæði þjónustunnar og umgjörð starfsins. Við viljum að Mosfellsbær sé í fremstu röð hvað þessa þjónustu varðar. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar Átak í þjónustu við yngstu börnin Leikskólar í Mosfellsbæ í fremstu röð Næsta blað kemur út: 4. apríl Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 1. apríl. mosfel l ingur@mosfel l ingur. is Ungmennahúsið Mosinn Brúum bilið - ungt fólk til áhrifa Landsþing ungmennahúsa á Íslandi var haldið hátíðlegt í framhaldsskóla Mosfellsbæjar helgina 1.-3. mars. Gist var í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ og var heilmikil stemning alla helgina. Ungmennahúsið Mosinn í Mosfellsbæ og Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi stóðu fyrir þinginu að þessu sinni og var yfirskrift Landsþingsins „Brúum bilið – ungt fólk til áhrifa“. Ungmennahús víðsvegar af landinu tóku þátt og mætti Haraldur bæjarstjóri og opnaði þingið á laugardeg- inum. Menntamálaráðaneytið byrjaði á laugardeginum og var meðal annars unnið að skilaboðum til stjórnvalda frá nemendum um það hvernig hægt sé að bæta menntun. Þssi hluti þingsins var opinn öllum á aldrinum 16-25 ára. Dagskráin var mjög fjölbreytt og meðal þess sem var boðið upp á var að upptökustúdío Mosans var fært upp í FMos og vakti mikla lukku. Farið var í lazertag, boðið var upp á sundferð og horft á Eurovision svo eitthvað sé nefnt. Unnið var sérstaklega með hvernig ungt fólk gæti haft áhrif og unnu ung- mennin saman í hópum. Það sem kom út úr þeirri vinnu var að stofnað yrði ungmennaráð ungmennahúsa Samfés og verður fyrsti fundur þess ráðs haldið síðar í þessum mánuði. Gekk landsþingið vonum framar og stóð unga fólkið okkar í Mosanum ásamt starfsfólki sig ótrúlega vel í að skipuleggja og halda utan um þetta flotta landsþing. Ungmennum var boðið að taka þátt í harmonikkuballi sem félag eldri borgara stóð fyrir í samstarfi við ungmennahúsið Mosann. Mættu nokkur ungmenni og höfðu gaman af. Á döfinni í MosanuM opið er alla þriðjudaga frá kl. 18:00 26. mars kl. 20:00 Tónleikar í húsnæði Mosans við Skólabraut, (sama hús og félagsmiðstöðin Ból er við Varmá) Þar munu koma fram nokkur bönd sem hafa verið að æfa í hljómsveitaraðstöðunni Kjallaranum. 28. mars kl. 16:30 Mosinn og félagsstarf eldri borgara með prjónaklúbb uppi á elliheimili og eru allir velkomnir.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.