Mosfellingur - 14.03.2019, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 14.03.2019, Blaðsíða 2
Í þá gömlu góðu... héðan og þaðan MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 4. apríl Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.500 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265 Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Eins og flestum er kunnugt hafa ný persónuverndarlög tekið gildi og hefur það í för með sér ýmsar breytingar. En hvort þær eru til góða má svo aftur á móti spyrja sig. Í Mosfellingi höfum við í gegnum tíðina birt nöfn fermingarbarna. Mörgum þykir það partur af komu vorsins að rúlla yfir listann og sjá hvort þeir þekki ekki einhvern. Lengi vel voru birt heimilis- föng og gaf það ennþá meira tilefni til að tengja börnin. Þá kannski sendi maður skeyti eða hugsaði hlýlega til viðkomandi fjölskyldu þann daginn alla vega. Nú er svo komið að kirkjan treystir sér ekki til að láta þessar upplýsingar af hendi sökum þessa nýju laga. Það þykir mér miður og eflaust fleirum. Erum við sem samfélag á réttri leið með allri þessari ofverndun og boðum og bönnum. Við hvað erum við svona hrædd? En jæja, við megum í það minnsta birta myndir af kirkjunni sjálfri og hér að neðan má sjá þróun hennar í 130 ár. Fermingar í kyrrþey? Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Mynd 1: Líklega elsta ljósmynd sem til er af Lágafellskirkju en vígsludagur hennar var 24. febrúar 1889. Mynd 2: Myndin er hluti af ljósmynd sem Sigfús Eymundsson ljósmyndari tók eftir guðsþjónustu 16.júní árið 1901. Mynd 3: Um 1930 var kirkjan orðin mjög illa farin og ráðist var í gagngerar endurbætur, m.a.var gamli kirkjuturninn rifinn og henni fenginn nýr. Nýtt útlit kirkjunnar var að mestu óbreytt til ársins 1953. Ljósmyndin var tekin við brúðkaup þeirra Freyju Norðdahl frá Úlfarsfelli og Þórðar Guðmundssonar frá Reykjum 19. maí árið 1950. Mynd 4: Á árunum 1953–1956 var kirkjan lengd um eitt gluggabil og byggt við hana skrúðhús. Mynd er frá endur- vígsludegi kirkjunnar 29. júlí árið 1956. Mynd 5: Lágafellskirkja 100 ára 1989. Mynd 6: Skrúðhússalurinn bættist við árið 1990. Heimildir: Safnaðarbréf Lágafellssóknar. - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 LÁga- FELLS- KIRKJa 130 ÁRa Nokkrar ljósmyndir af sögu kirkju. 1 2 3 654 Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.