Mosfellingur - 14.03.2019, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 14.03.2019, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna sunnudagur 17. mars Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Prestur sr. Arndís Linn. sunnudagur 24. mars Fermingarguðsþjónustur í Lágafells- kirkju kl. 10:30 og 13:30. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sSr. Arndís Linn. sunnudagur 31. mars Fermingarguðsþjónustur í Lágafells- kirkju kl. 10:30 og 13:30. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn. - Fréttir úr bæjarlífinu64 542 íbúðir í byggingu í Mosfellsbæ í dag Fá bæjarfélög stækka jafn hratt og Mosfellsbær þessa dagana. Rúmlega 540 íbúðir eru í byggingu í bæjar- félaginu, þar af 186 í miðbænum. Gera má ráð fyrir að minnst 200 þessara íbúða verði tilbúnar á þessu ári. Samtök iðnaðarins hafa áætlað að um 2.300 nýjar íbúðir komi á markað á höfuðborgarsvæðinu í ár. Verulegur hluti uppbyggingar nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu er því í Mosfellsbæ. Samkvæmt fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar mun bæjarbúum fjölga um tæplega 800 á árinu en íbúar Mosfellsbæjar eru í dag 11.600. Fjölbreytt dagskrá fram undan í Hlégarði Fram undan í Hlégarði eru fjöl- breyttir tónleikar á næstu vikum. Þau Unnur Birna og Björn Thorodd- sen hafa komið víða við í tónlistinni og leiða saman hesta sína í Hlégarði föstudagskvöldið 15. mars. Þau taka á helstu stílum senunnar; djangodjass, blús, swing, latin, dass af proggi, popp og rokk í nýjum bún- ingi auk frum- saminna laga. Þeim til halds og trausts verða þeir Skúli Gíslason á trommur og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa. Laugardaginn 30. mars mun þungarokkshljómsveitin Dimma halda tónleika í Hlégarði í fyrsta skipti. Það er von á góðu þegar eitt besta rokkband landsins gengur á svið í þessu sögufræga húsi. Fimmtudaginn 4. apríl mun svo Kalli Tomm halda tónleika en hann gaf út sína aðra sólóplötu, Odda- flug, fyrir jólin. Kalli Tomm mun fá með sér einvalalið hljóðfæraleikara og má búast við góðri kvöldstund. Prjónasamvera 21. mars kl. 19:30 í safnaðarheimili. Friðar- og Fyrirbænastundir alla mánudag kl. 17:15 í Lágafellskirkju. sunnudagaskólinn verður 24. og 31. mars í safnaðar- heimilinu 2. hæð kl. 13:00. Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 CHEROKEE LONGITUDE LUXURY Staðalbúnaður m.a. 2.2 lítra 195 hö. díselvél, 9 gíra sjálfskipting, Jeep® Active Drive I, með 4 drifstillingum, 17” álfelgur, leðurinnrétting, VERÐ FRÁ: 7.990.000 KR. CHEROKEE LIMITED Staðalbúnaður umfram Longitude m.a. Jeep® VERÐ FRÁ: 9.590.000 KR. KYNNUM NÝJAN JEEP® CHEROKEE ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP® RENEGADE DÍSEL 2.0L 140/170 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF* JEEP® COMPASS DÍSEL 2.0L 140 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF* JEEP® GRAND CHEROKEE DÍSEL 3.0L V6 250 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF JEEP® CHEROKEE DÍSEL 2.2L 195 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF** JEEP® WRANGLER BENSÍN 2.0L 273 HÖ. DÍSEL 2.2L 200 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 * Trailhawk útfærsla **Limited útfærsla Nú stendur yfir hugmyndasöfnun vegna Okkar Mosó 2019 sem er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og út- hlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Verkefnið byggir m.a. á þeim áherslum sem settar eru í lýðræðisstefnu Mosfells- bæjar um samráð og íbúakosningar þar sem leitast skal við að hafa samráð við íbúa og hagsmunaaðila áður en ákvarðanir eru teknar í mikilvægum málefnum er varða hagsmuni þeirra. Einnig er markmið verk- efnisins að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku umfram það sem gerist í hefðbundnu full- trúalýðræði. allt að 35 milljónir í pottinum Okkar Mosó 2019 byggist á þeirri reynslu sem skapaðist í sambærilegu verkefni á ár- inu 2017 auk þess að byggja á reynslu ann- arra borga og bæja hérlendis og erlendis. Gert er ráð fyrir að verja allt að 35 millj- ónum króna til framkvæmda á þeim hug- myndum að verkefnum sem hljóta braut- argengi í kosningum sem fara fram dagana 17.– 28. maí. Sem fyrr verður Mosfellsbær allur eitt svæði í hugmyndasöfnun og kosningu. Við úrvinnslu hugmynda verður hins vegar leitast við að tryggja að þau verkefni sem kosið verður um séu landfræðilega dreifð innan sveitarfélagsins. óskað eftir frumlegum hugmyndum Óskað er eftir hugmyndum frá íbúum um smærri nýframkvæmda- og viðhalds- verkefni í Mosfellsbæ til að kjósa um í íbúakosningu. Hugmyndin verður að falla að stefnu bæjarins og getur ekki verið háð samráði eða samningaviðræðum við aðrar stofnanir eða sveitarfélag. Sérstaklega er hvatt til þess að þátttak- endur setji fram frumlegar hugmyndir eða nýja nálgun við þekkt viðfangsefni. Hug- myndir geta t.d. varðað umhverfið almennt og möguleika til útivistar og samveru, s.s. bekkir, gróður, útilistaverk og fegrun. Bætta lýðheilsu þ.e. aðstöðu til leikja eða afþrey- ingar, s.s. að bæta leiksvæði og endurnýja leiktæki. Vistvænar samgöngur þ.e. betri aðstöðu til göngu, hjólreiða og notkun al- menningssamgangna, s.s. stígatengingar, lýsingu og lagfæringu gönguleiða. greinargóð lýsing æskileg Hugmyndir að verkefnum þurfa að mæta eftirfarandi skilyrðum til að eiga möguleika á að verða sett í kosningu: • Nýtist hverfi eða íbúum bæjarins í heild. • Vera til fjárfestinga en ekki rekstrar. • Vera framkvæmanleg án mjög flókins undirbúnings. • Varða umhverfi á bæjarlandi en ekki á landi í einkaeigu. • Líftími fjárfestingar skal vera að lágmarki fimm ár. • Falla að skipulagi Mosfellsbæjar og stefnu, sé í verkahring sveitarfélagsins og á landi í eigu þess. Hugmyndin þarf að vera framkvæman- leg, skýr og lýsandi, þannig að aðrir eigi auðvelt með að átta sig á því sem um er að ræða. Koma þarf fram um hvað verkefnið snýst og hvar nákvæm staðsetning er. Greinargóð lýsing auðveldar mat og hvort hugmynd nái athygli annarra íbúa ef hún kemst í kosningu. Samráðsverkefni íbúa og bæjarins • Hægt að senda inn hugmyndir til 21. mars Hugmyndasöfnun hafin fyrir Okkar Mosó 2019 Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.mos.is/okkarmoso Bæta 1.000 fm við íþróttamiðstöðina Lágafelli • Nýir æfingasalir og búningsklefar undirbúa stækkun world Class M yn d: Ú ti In ni a rk ite kt ar Hafnar eru framkvæmdir á lóðinni við Lágafellslaug vegna fyrirhugaðrar stækkunar World Class. Um er að ræða 924 fermetra hús á tveimur hæðum þar sem verða æfingasalir og búningsherbergi. Nú stendur yfir færsla á fjarskipta-, vatns- og frárennslislögnum sem er undanfari þess að hægt verði að grafa fyrir viðbyggingunni. tölvugerð mynd af stækkun- inni í átt að baugshlíð meðal verkefna sem hlutu kosningu 2017 fuglafræðslustígur með fram leirvoginum blakvöllur á stekkjarflöt

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.