Mosfellingur - 14.03.2019, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 14.03.2019, Blaðsíða 24
 - Íþróttir24 N a m o e h f . - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g a t a ) - 2 0 0 K ó p a v o g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi Stelpurnar í 3. flokki gerðu sér lítið fyrir og urðu deildarmeistarar 2. deildar í hand- knattleik þrátt fyrir að tveir leikir hafi verið eftir í deldinni. Þær tóku á móti bikarnum að Varmá 2. mars þegar þær unnu Selfoss sem er næstefsta liðið í deildinni 23-15. Lið Aftureldingar 2 í 3. flokki karla í handknattleik eru deildarmeistarar í 3. deild. Þeir hafa unnið alla sína leiki í vetur nema einn. Strákarnir tóku á móti Fjölni-Fylki á heimavelli þann 2. mars og unnu þann leik 30-27. Deildarmeistarar í 3. deild 3. flokkur lyfti bikar að Varmá strákarnir ásamt þjálfur- unum Bjarka sig og kristni Lambhagi verður aðalstyrktaraðili meistaraflokks kvenna Lambhagi verður að- alstyrktaraðili meist- araflokks kvenna í knattspyrnu í sumar en liðið leikur í Inkasso-deildinni. Lambhagi gróðrastöð var stofnað árið 1979 og er í dag stærsti framleiðandi og seljandi á fersku salati og kryddjurtum í landinum. Á myndinni eru: Hafrún Rakel leikmaður Aftureldingar, Hauður Helgu Stefánsdóttur og Hafberg Þórisson frá Lambhaga og Inga Laufey leikmaður Aftureldingar. M yn di r/ Ra gg iÓ la Parket lagt í sal 1 og 2 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að auglýsa útboð á endurnýjun gólfefna í íþróttasölum 1 og 2 að Varmá. Gert er ráð fyrir þar verði lagt gegnheilt parket á fjaðrandi grind í samræmi við óskir Aftureldingar. Skipt verður um gólf í sumar og mun gegnheilt parket leysa af hólmi dúklagt gólf á grind sem staðið hefur í íþróttahúsinu frá því að það var tekið í notkun árið 1998. Undanfarnar vikur hafa heilmiklar fram- kvæmdir átt sér stað í Vallarhúsinu að Varmá. Nokkrir vaskir sjálfboðaliðar úr röðum Aftureldingar hafa unnið að því hörðum höndum að taka húsnæðið í gegn sem hefur undanfarin ár þjónað sem fé- lagsheimili Aftureldingar. Þann 2. febrúar sl. var Aftureldingu úthlutað 1.000.000 kr. úr Samfélagssjóði Kaupfélag Kjalnesþings. Þeir fjármunir hafa verið nýttir til að endurnýja húsakost- inn. „Þetta er mikil búbót fyrir félagið að geta endurnýjað þess aðstöðu, borð, stóla, eldhús og annað nytsamlegt. Öll vinna var unnin í sjálfboðavinnu. Við fengum svo frá- bæra viðbót frá bænum og gátum því skipt um gólfefni líka. Við nýttum tækifærið til að mála og breyta okkur til hagræðingar,“ segir Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafulltrúi Aftureldingar. „Við hlökkum ákaflega til að klára vinn- una í vikunni og geta boðið iðkendum okkar og forráðamönnum upp á huggulegt hús- næði sem nýta má í félagsstarfið okkar.” Vallarhúsið að Varmá fær yfirhalningu Vaskir sjálboðaliðar taka til hendinni • Styrkur frá KKÞ miklar framkvæmdir hafa átt sér stað Hátíðaraðalfundur í tilefni af 110 ára afmæli Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar mun fara fram þann 11. apríl í Hlégarði. Um sérstakan hátíðaraðalfund er að ræða en þennan sama dag fagnar félagið 110 ára afmæli. Nánari dagskrá fyrir hátíðaraðalfundinn þann 11. apríl verður kynnt þegar nær dregur. Mosfellingar eru hvattir til að taka fimmtu- daginn 11. apríl frá og fjölmenna í Hlégarð til að fagna þessum tímamótum í sögu Aftureldingar.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.