Fréttablaðið - 14.05.2019, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
n Hlynnt/ur
58%
n Hvorki né
11%
n Andvíg/ur
32%
n Hlynnt/ur
44%
n Hvorki né
20%
n Andvíg/ur
37%
✿ Könnun Fréttablaðsins
Hversu hlynnt/ur eða andvíg/ur ert þú því að þungunarrof
(fóstureyðing) verði heimilað til loka 22. viku meðgöngu?
Konur Karlar
Bremsutilboð! Hraðþjónusta!
Það er mikilvægt öryggisatriði að hafa bremsurnar á bílnum í lagi.
HEKLA leggur sitt af mörkum til að tryggja öryggi ökumanna þegar ekið er
inn í sumarið og býður 15% afslátt af bremsuvarahlutum og 10% afslátt af
vinnu.
Pantaðu tíma á www.hekla.is/timabokanir eða
í síma 590 5030.
HEKLA býður upp á hraðþjónustu fyrir
allar minniháttar viðgerðir og skoðanir.
Þú einfaldlega rennir við hjá HEKLU
Laugavegi 170-174 og bíður á meðan
við athugum málið.
15% afslátturaf bremsuvarahlutumog 10% afsláttur af vinnu!
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · www.hekla.is
Engar tímapantanir!
18-24 ára
25-34 ára
35-44 ára
45-54 ára
55-64 ára
65 ára+
80%
69%
52%
39%
42%
27%
16%
8%
13%
20%
16%
20%
5%
23%
36%
41%
43%
53%
STJÓRNMÁL Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra segir að sáttanefnd
vegna eftirmála Guðmundar- og
Geirfinnsmála sé enn að störfum
og bindur hún vonir við að heildar-
samkomulag náist við þá fimm sem
voru sýknaðir í Hæstarétti sem og
af komendur þeirra. Þetta kom
fram í svari forsætisráðherra við
fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur,
þingmanns Samfylkingarinnar.
Nefndin er undir forystu Krist-
rúnar Heimisdóttur og var skipuð
af forsætisráðherra í kjölfar sýknu-
dóms Hæstaréttar í september í
fyrra.
Líkt og fram kom í síðustu viku
eru aðstandendur Tryggva Rúnars
Leifssonar heitins ósáttir við störf
nefndarinnar. Erla Bolladóttir, sem
fékk ekki endurupptöku á málinu,
hefur einnig gagnrýnt seinagang
við störf nefndarinnar.
Katrín sagði varðandi Erlu að hún
hefði að sjálfsögðu viljað að málið
gengi miklu hraðar fyrir sig. Ítrek-
aði Katrín að hún vonaði að málið
væri einstakt og mætti ekki endur-
taka sig.
Helga Vala segir svör forsætisráð-
herra skrítin. „Það virðist sem upp-
lifun forsætisráðherra af störfum
sáttanefndarinnar sé gjörólík þeirra
sem hafa átt í samskiptum við
hana,“ segir Helga Vala. Hún segir
óhjákvæmilegt að ráðast í rannsókn
á málinu. „Við munum leggja aftur
fram þingsályktunartillögu um það.
Við verðum að hætta að vera með-
virk með einstaklingum sem stóðu
að þessari rannsókn, þetta snýst
ekkert um persónurnar þar, það eru
liðin 45 ár og við verðum að klára
þetta mál.“ – ab
Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð-
herra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
LÖGREGLUMÁL Afstaða, félag fanga,
hyggst senda stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd Alþingis erindi og óska
eftir því að nefndin taki til skoðunar
skipun formanns nefndar um eftir-
lit með störfum lögreglu. Sigríður Á.
Andersen, þáverandi dómsmálaráð-
herra, skipaði í desember Skúla Þór
Gunnsteinsson, formann nefndar-
innar.
Fréttablaðið greindi frá því í gær
að innanríkisráðuneytið sem þá
hét hefur ítrekað þurft að biðjast
afsökunar á háttsemi Skúla sem var
starfsmaður ráðuneytisins. Hann
var fluttur til í starfi vegna kvartana
og starfar nú í sveitarstjórnaráðu-
neytinu. Kvartanir gegn Skúla
vörðuðu óviðeigandi athugasemdir
og efni tölvupósta úr netfangi hans
í ráðuneytinu. Annars vegar um
félag fanga og starfsmenn umboðs-
manns Alþingis og hins vegar í pósti
til Barnaverndarstofu um konu sem
var að slíta samvistum við vin hans.
Helga Vala Helgadóttir, formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,
var ekki búin að kynna sér málið
til hlítar í gær en útilokaði ekki að
nefndin tæki málið fyrir. „Nefndin
getur tekið öll mál til skoðunar sem
varða athafnir framkvæmdarvalds-
ins. Hún hefur mjög ríka eftirlits-
skyldu,“ segir Helga Vala. – ab
Vilja að nefndin
skoði skipun
Skúla Þórs
Kvartanirnar vörðuðu
óviðeigandi athugasemdir
og efni tölvupósta úr net-
fangi Skúla í ráðuneytinu.
HEILBRIGÐISMÁL Mikil fagnaðarlæti
brutust út á þingpöllum Alþingis í
gær þegar ný lög um þungunarrof
voru samþykkt með 40 atkvæðum
gegn 18. Hafði fjöldi kvenna komið
þar saman til að sjá málinu siglt í
höfn. Lögin taka gildi 1. septem-
ber næstkomandi, þá munu konur
hafa fullt ákvörðunarvald um hvort
þær ala barn fram að lokum 22. viku
meðgöngu.
Meirihluti landsmanna styður 22
vikna viðmið á þungunarrofi sam-
kvæmt niðurstöðum nýrrar könn-
unar sem Zenter rannsóknir gerðu
fyrir Fréttablaðið og frettablaðið.is.
Alls segjast 50,6 prósent vera
hlynnt því að heimila þungunar-
rof til loka 22. viku meðgöngu. 34,3
prósent eru andvíg og 15,1 prósent
hvorki hlynnt né andvígt.
Málið var mjög umdeilt þegar
frumvarpið kom til atkvæða-
greiðslu á þinginu í gær. Svandís
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
sagði að um væri að ræða löngu
tímabæra breytingu sem snúi að
öryggi og frelsi kvenna.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra kaus gegn lögunum, sagði
hann að það ætti enn eftir að velta
Greinilegur kynslóðamunur á
afstöðu til þungunarrofs
mörgum steinum. „Mér finnst að
við sérhverju álitamáli sem hefur
komið upp, sérstaklega varðandi
viðmiðunartímann, þá hafi svarið
alltaf verið kvenfrelsi. Mér finnst
kvenfrelsi skipta gríðarlega miklu
máli. En mér finnst kvenfrelsi samt
ekki trompa hvert einasta annað
álitamál,“ sagði Bjarni.
Fleiri Sjálfstæðismenn settu sig
upp á móti 22. vikna viðmiðinu
þó svo að þeir styddu frumvarpið
að öðru leyti. Breytingartillaga
Páls Magnússonar um að færa við-
miðunartímann frá 22. viku til 20.
viku var felld. Átta þingmenn Sjálf-
stæðisf lokksins greiddu atkvæði
gegn frumvarpinu, fjórir greiddu
atkvæði með, tveir sátu hjá og tveir
voru fjarverandi.
Þing menn Miðf lok k sins og
Flok ks fólksins greiddu ek k i
atkvæði með frumvarpinu. Bergþór
Ólason, þingmaður Miðflokksins,
sagði hættu á að hópar mynduðust
til að berjast fyrir breytingum lög-
unum. Var hann einn af nokkrum
þingmönnum sem sögðu að þörf
væri á frekari umræðu um málið
þar sem mörg sjónarmið tækjust á
um viðkvæmt málefni.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir,
þingmaður Pírata, kannaðist ekki
við það. Hún hefði lengi tekið þátt í
samfélagsumræðu um sjálfsákvörð-
unarrétt kvenna, heimild þeirra
til þungunarrofs og mörk lífs og
dauða.
Greinilegur kynslóðamunur er
á afstöðu til málsins. Samkvæmt
niðurstöðum könnunarinnar er
yfirgnæfandi meirihluti yngstu
aldurshópanna hlynntur því að
þungunarrof verði heimilað til
loka 22. viku meðgöngu. Dæmið
snýst svo við þegar litið er til elsta
aldurshópsins.
Konur eru hlynntari 22 vikna við-
miðinu en karlar. 58 prósent kvenna
eru hlynnt, 32 prósent andvíg og ell-
efu prósent hvorki né. Meðal karla
eru 44 prósent hlynnt, 37 prósent
andvíg og 20 prósent hvorki né.
Þá eru íbúar höfuðborgarsvæðis-
ins hlynntari 22 vikna viðmiðinu
en íbúar á landsbyggðinni. 57 pró-
sent íbúa á höfuðborgarsvæðinu
er hlynnt, 30 prósent andvíg og 13
prósent hvorki né. 38 prósent íbúa á
landsbyggðinni eru hlynnt viðmið-
inu, 43 prósent andvíg og 19 prósent
hvorki né.
Könnun Zenter rannsókna var
netkönnun framkvæmd 10. – 13.
maí síðastliðinn. Alls voru tvö þús-
und manns í úrtakinu og var svar-
hlutfall 50 prósent. Af þeim sem
svöruðu tóku rúmlega 90 prósent
afstöðu til spurningarinnar.
arib@frettabladid.is
sighvatur@frettabladid.is
Ný lög um þungunarrof
voru samþykkt á Al-
þingi í gær. Frá og með
september hafa konur
fullt ákvörðunarvald
um hvort þær ala barn
fram að lokum 22. viku
meðgöngu. Ný könnun
leiðir í ljós að yfirgnæf-
andi meirihluti ungs
fólks styður þungunar-
rof fram að lokum 22.
viku.
1 4 . M A Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
C
-4
8
5
C
2
2
F
C
-4
7
2
0
2
2
F
C
-4
5
E
4
2
2
F
C
-4
4
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K