Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2019, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 14.05.2019, Qupperneq 14
Raforkulöggjöf Evrópusam-bandsins hefur verið í stöð-ugri þróun síðustu áratugi og svonefndur þriðji orkupakki, sem liggur nú fyrir Alþingi, er þar einn hlekkurinn. Samfélagsumræða um þriðja orkupakkann hefur verið líf leg síðustu vikur og fagnar Sam- orka því að orkumál veki áhuga, enda er græna orkan okkar fjöregg þjóðarinnar. Forsaga þriðja orkupakkans er sú að á árinu 2003 tóku ný raforkulög gildi og aðskilnaður var gerður milli samkeppnisstarfsemi og sérleyfis- starfsemi. Með þeim voru innleidd ákvæði tilskipana Evrópusam- bandsins í raforkumálum og þá einkum um að þróa markað með raforku þannig að samkeppni tryggi lægsta verð til neytenda. Sömuleiðis voru strangar reglur settar um sér- leyfisstarfsemina og verðlagningu á f lutningi og dreifingu raforku með hag neytenda í huga. Þriðji orku- pakkinn er frekari þróun á þessari löggjöf og felur í sér aukið sjálf- stæði eftirlitsaðila, frekari kröfur um aðskilnað milli sérleyfisþátta og samkeppnisþátta og þar með að efla raforkumarkaðinn. Eitt stærsta deilumálið sem snúið hefur að innleiðingu þriðja orku- pakkans á við þau lönd sem búa yfir millilandatengingum. Hafa áhyggjurnar m.a. snúið að því að með innleiðingu þriðja orkupakk- ans sé hægt að skylda Ísland til að tengjast öðrum löndum með raf- orkusæstreng. Sem svar við þessum áhyggjum hefur ríkisstjórnin nú sem kunnugt er lagt fram frumvarp um þriðja orkupakkann þar sem sérstaklega er kveðið á um að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis. Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja um allt land. Þau eru ekki pólitísk samtök og öll vinna innan þeirra byggist á því að starfsemi orku- og veitufyrirtækja blómstri í þágu samfélagsins alls. Samorka hefur ásamt lögfræðing- um aðildarfyrirtækjanna vandlega kynnt sér þriðja orkupakkann út frá starfsemi orku- og veitufyrirtækja og út frá hagsmunum viðskiptavina þeirra. Niðurstaðan er sú að þriðji orkupakkinn sé framhald af þeirri löggjöf sem hefur verið í gildi um nokkurt skeið og hefur reynst vel og að með innleiðingu þriðja orku- pakkans séu tekin enn frekari skref í þá átt því að auka samkeppni og stuðla að bættum hag neytenda. Í því ljósi styður Samorka inn- leiðingu þriðja orkupakkans hér á landi. Þriðji orkupakkinn Baldur Dýrfjörð lögfræðingur Samorku Skilgreina má þá sem afla sér hús-næðis í eftirfarandi flokka eftir efnahag: Þá sem ljóslega geta aflað sér hús- næðis án stuðnings, þá sem þurfa ein- hvern stuðning við húsnæðisöflun og þá sem þurfa verulegan stuðning og falla þar með undir skyldur sveitar- félaga. Allir sem þurfa einhvern stuðning ættu að eiga valkost um að kaupa íbúð. Af hverju eignaríbúð? Húsnæðisöryggi er einungis til staðar í eignaríbúðum, þ.e. að íbúi sem efnir skyldur sínar geti búið í íbúð sinni svo lengi sem hann kýs. Í leiguíbúðum og jafnvel í íbúðum húsnæðissamvinnufélaga er þetta húsnæðisöryggi ekki til staðar því íbúi getur misst húsnæði sitt þótt hann efni skyldur sínar fullkomlega. Engu máli skiptir hvort félag er rekið í hagnaðarskyni eða ekki. Húsnæðisöryggi í eignaríbúðum er mikilvægt einstaklingum og fjöl- skyldum og skuldlausar eða skuld- litlar eignaríbúðir eru jafnan forsenda fyrir þolanlegri afkomu lífeyrisþega. Þá eru íbúðakaup „besta langtíma- fjárfesting“ almennings en sem kunn- ugt er greiða leigutakar með tím- anum fjárfestingu leigusalans ásamt rekstrarkostnaði án þess að njóta eignaaukningar hans. Sama á við um búseta húsnæðissamvinnufélaga. Allir sem hafa greiðslugetu til að greiða húsaleigu fyrir viðunandi íbúð ættu að eiga kost á að kaupa slíka íbúð í ábyrgðarlánakerfi. Efnaminni íbúðakaupendur eru í meiri vanda en ella þegar framboð nýbygginga er einkum fyrir þá efna- meiri og að auki þegar samkeppni er á íbúðamarkaðinum við aðila sem eru þar á öðrum forsendum, s.s. við fjár- festa sem veðja á verðhækkanir og kaupendur ferðamannaíbúða. Íbúðaskortur leiðir til verðhækk- ana og hagkvæmni bygginga og lána- kjara skilar sér ekki til kaupenda á almennum markaði við þær aðstæð- ur. Þá er greiðslubyrði íbúðalána í framtíð óviss hvort sem lán eru verð- tryggð eða óverðtryggð. Markaðinn skortir hvata til að svara þörfum fyrir hefðbundnar fjöl- skylduíbúðir og raunhæfan stuðning skortir við þá sem ættu að geta tryggt sér og sínum húsnæðisöryggi með íbúðakaupum. Íbúðakaup með ábyrgðarláni Útfærsla íbúðakaupa með ábyrgð- arláni gæti verið eftirfarandi með hagsmuni kaupenda í fyrirrúmi: Allir sem hafa greiðslugetu til að standa undir íbúðalánum en skortir fé til útborgunar ættu að fá fyrir- greiðslu til að kaupa sér íbúð á verði sem greiðslugeta segði til um. Bankar eða lífeyrissjóðir fjár- mögnuðu almennt lán sem næmi 75% af kaupverði og einnig viðbótar- lán eftir aðstæðum allt að 25%. Við- bótarlán væri með ríkisábyrgð. Framkvæmd þá þannig: Kaupandi velur sér íbúð á mark- aði, nýbyggingu eða eldri íbúð, svo og lánveitanda. Ákveðin ívilnun hins opinbera gæti verið til staðar fyrir seljanda/ húsbyggjanda íbúðar með ábyrgð- arláni svo og fyrir lánveitanda slíkra lána. Ívilnanir ásamt ríkisábyrgð og almennum opinberum stuðningi stuðluðu að auknu framboði íbúða, hagstæðari greiðslubyrði og íbúða- verði. Íbúðalánasjóður gæti miðlað upplýsingum og séð um að fram- kvæmd væri í samræmi við reglur. Greiðslugeta miðaðist við að greiðslubyrði lána væri innan við 30% af brúttótekjum kaupanda. Skilyrði að söluíbúðir væru með ástandsvottorði frá óháðum skoð- unaraðila og að óheimilt væri að veðsetja eða gera aðför í íbúð með ábyrgðarláni nema varðandi íbúða- lán og íbúðagjöld. Greiðsluvandi Verði eigandi íbúðar með ábyrgð- arláni fyrir tekjuskerðingu af óvið- ráðanlegum orsökum, svo sem vegna veikinda eða atvinnumissi, þá greiðslujafni lánveitandi þannig að greiðslubyrði íbúðalána rúmað- ist innan við 30% af brúttótekjum. Langtímavandi gæti þýtt greiðsluað- lögun með afskriftum sem ríki/sveit- arfélag kæmi að. Nauðungarsölur ættu að vera algjör undantekning. Húsnæðisöryggi og fjölskylduvernd væri í fyrirrúmi. Íbúðakaup með ábyrgðarláni Einar Jónsson lögfræðingur Ípistli hér 9. apríl tók Guðmundur Andri Thorsson þá áhættu að nefna snöru í hengds manns húsi: Icesave-þingmálið, sem hann sjálfur mælti með, sér til vansa, því að þar beitti hann sér gegn hag og rétti þjóðar sinnar og þvert gegn lögspeki EFTA-réttar-dómaranna í sýknudómi þeirra 29. jan. 2013. Guðm. Andri varð að biðja þjóðina afsökunar í Fréttablaðs-grein sem þó gekk hálf út á að „skýra“ og afsaka Icesave-samninga-áróður hans! Það er mikið að marka svona mann eða hitt þó heldur! Nú lætur Guðmundur Andri eins og það sé hann sem treysti EFTA- réttinum, sem bjargaði okkur í Ice- save-málinu, og er að flagga nafni réttarins, vísandi til þess, að hann fái aðkomu að orkupakkamálinu, ef lagalegur ágreiningur kemur upp um það. Þetta eiga að heita meðmæli Guðmundar með 3. orkupakkanum. En hann sér ekki regin-muninn á aðstæðum frá því sem var í Icesave- málinu: Þessi þriðji orkupakki, sem hann er helzt á þeim buxum að greiða atkvæði sitt, kveður ein- mitt sérstaklega á um það, að ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) og EFTA- dómstóllinn skuli fara í hvívetna eftir fyrirmælum („drögum“) ACER um orkumálin, þ. á m. hér á landi! Guðm. Andri vill aðeins fara eftir EFTA-réttinum af því að nú verður dómstólnum uppálagt að fara eftir þriðja orkupakkanum, okkur í óhag, að vild ESB-stofnunar, ACER! Það er leitt að sjá flokkspólitískar aðstæður leika meintar vizkuspírur þingflokka svo grátt. Það sama gerð- ist í dæmi Ara Trausta jarðfræðings á Alþingi 8. apríl, hann var eins og þeytispjald í því að réttlæta hinn stórhættulega pakka fyrir íslenzkar orkulindir og verðlagsmál raforku fyrir landann. VG kaus réttilega gegn 1. og 2. orkupakkanum á sínum tíma, sem tvöfaldaði svo rafmagnsverð hér til húsahitunar, en nú segir Ari hinn trausti, að ef sömu VG-menn ættu að kjósa aftur um 1. og 2. orkupakkann, þá sé allt eins líklegt, að þeir myndu segja já við honum! Gamlir vinstri róttæklingar, komnir í f lokksskjól og undir aga- vald þingforingja, hringsnúast í málum og hafa sízt þá vizku sem hjálpar þessari þjóð. Vonarsnauð vizka Íslenskir slökkviliðs- og sjúkra-f lutningamenn þurfa að vinna sex árum lengur en starfsfélagar þeirra í Noregi og Danmörku. Þessu vilja þeir fá breytt og óska eftir að fá fullan lífeyri frá 60 ára aldri. Núgildandi reglur um lífeyris- tökualdur slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna eru þær sömu og almennt gilda í landinu en til að geta farið á fullan lífeyri þurfa þeir að starfa til 67 ára aldurs. Reynslan sýnir að fáir nái þeim áfanga. Slökkviliðs- og sjúkraflutninga- menn eru útsettir fyrir líkamlegum og andlegum áföllum vegna þeirra verkefna sem upp geta komið í störfum þeirra. Störfin eru í eðli sínu ólík en samt sambærileg að að nokkru leyti. Þeir einstaklingar sem vinna þessi störf þurfa að geta brugðist við neyð allan sólarhring- inn allt árið og hafa nægan líkam- legan og andlegan styrk til að geta mætt þeim. Undanfarin ár hafa birst erlendar rannsóknir sem sýna tengsl milli slökkvistarfs og aukinnar tíðni ákveðinna krabbameina. Þetta hefur kallað á breytt verklag hjá slökkviliðum í landinu. Á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) starf- ar sérstök krabbameinsnefnd sem fylgist vel með nýjungum í þessum efnum og stuðlar að fræðslu til félagsmanna með það að markmiði að draga úr þessari hættu. Erlendar rannsóknir á líðan þessara stétta hafa sýnt fram á aukna hættu á áfallastreituröskun. LSS hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Neyðar- línuna gert samning við sálfræðinga um sálrænan stuðning. Markmiðið er að sporna gegn nýgengi áfalla- streituröskunar og koma í veg fyrir brotthvarf verðmætra einstaklinga úr stéttunum. Miklar líkamlegar kröfur eru gerðar til slökkviliðsmanna. Þeir þurfa að uppfylla heilbrigðiskröfur sem settar eru í reglugerð um reyk- köfun en þar er enginn munur gerður á kröfum milli kyns eða aldurs. Með hækkandi aldri getur einstaklingum reynst erfiðara að uppfylla þessar kröfur sem skerðir starfsöryggi þeirra. Star f sjúkraf lutningamanna krefst einnig góðs líkamlegs atgerv- is. Oft á tíðum þarf að lyfta sjúkl- ingum úr erfiðum aðstæðum þar sem ómögulegt getur verið að beita réttri líkamsstöðu með tilheyrandi hættu á stoðkerfisáverkum. Slökkviliðs- og sjúkraflutninga- menn eldast eins og annað fólk. Sem betur fer halda sumir góðri heilsu og þreki langt fram eftir aldri sem þakka má m.a. metnaði fyrir því að viðhalda þreki og styrk með æfing- um og virkri heilsufarsstefnu sem kveður meðal annars á um reglu- legar læknisskoðanir. En þrátt fyrir þetta er algengt að starfsins vegna glími einstaklingar við heilsufars- vandamál sem aukast með aldr- inum og gera þeim erfiðara fyrir að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Sjaldgæft er að slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn klári starfs- ævina í vaktavinnu. Sumir færast til í starfi innan starfsstöðva ef það er í boði. Við aðra eru gerðir starfsloka- samningar. Enn aðrir þurfa að láta af störfum fyrr af heilsufarslegum ástæðum þar sem erfitt getur verið að finna önnur verkefni við hæfi vegna sérhæfingar sem þessi störf krefjast. Lífey r istök ualdu r íslensk ra slökkviliðsmanna er skv. könnun European Firefighters Network hærri en gengur og gerist í Evrópu. Hér má nefna að í Danmörku og Noregi er lífeyristökualdur slökkvi- liðsmanna 60 ár. Með breytingum á lögum um líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins 2016 var ráðherra falið að skipa starfshóp um snemmtöku lífeyris fyrir erfið og hættuleg störf. Nefndin átti að skila niðurstöðum fyrir árslok 2017. Þessir hópar bíða enn niður- stöðu þeirrar vinnu. LSS telur afar mikilvægt að lífeyristökualdur slökkviliðsmanna verði sá sami og í nágrannalöndum okkar eða 60 ár og ekki þykir ástæða til að gera vægari kröfu fyrir sjúkraflutninga- menn. Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Jón Valur Jensson Magnús Smári Smárason formaður LSS Samfélagsumræða um þriðja orkupakkann hefur verið lífleg síðustu vikur og fagnar Samorka því að orkumál veki áhuga, enda er græna orkan okkar fjöregg þjóðarinnar. Erlendar rannsóknir á líðan þessara stétta hafa sýnt fram á aukna hættu á áfalla­ streitu röskun. LSS hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Neyðarlínuna gert samning við sálfræðinga um sál­ rænan stuðning. 1 4 . M A Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F C -5 2 3 C 2 2 F C -5 1 0 0 2 2 F C -4 F C 4 2 2 F C -4 E 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.