Fréttablaðið - 14.05.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 14.05.2019, Síða 16
Keflavík - Breiðablik 0-3 0-1 Agla María Albertsdóttir (38.), 0-2 Hildur Antonsdóttir (54.), 0-3 Berglind Björg Þor- valdsdóttir (72.). Fylkir - KR 2-1 1-0 Hulda Hrund Arnarsdóttir (16.), 2-0 Ída Marín Hermannsdóttir (42.) 2-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (78.). HK/Víkingur - Selfoss 0-1 0-1 Grace Rapp (81.) Þriðju umferðinni lýkur svo með leik Vals og Stjörnunnar á Origo-vellinum í kvöld. Nýjast Pepsi-deild kvenna HANDBOLTI Einvígi Hauka og Sel- foss um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla hefst í Schenker- höllinni að Ásvöllum í kvöld. Þar mæta Haukar sem ríkjandi deildar- meistarar og freista þess að bæta sínum 12. meistaratitli í safnið en liðið varð síðast meistari árið 2016. Selfoss er hins vegar að freista þess að brjóta blað í sögu félagsins með því að verða Íslandsmeistari í fyrsta skipti í sögunni. Selfoss hefur einu sinni komist í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistara- titilinn en það var árið 1992. Þá laut liðið í lægra haldi fyrir FH og síðan þá hefur liðið aldrei barist um þann stóra aftur. Selfoss náði sínum besta árangri í sögunni með því að hafna í öðru sæti deildarkeppninnar en Haukar og Selfoss urðu jöfn að stigum með 34 stigum á toppi deildarinnar en Hafnarfjarðarliðið varð deildarmeistari þar sem liðið hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Fréttablaðið fékk Óskar Bjarna Óskarsson, yfirþjálfara Vals og aðstoðarþjálfara íslenska kvenna- landsliðsins, til þess að spá í spilin fyrir komandi viðureign liðanna. Hann kveðst eiga von á hörkueinvígi og voni sem almennur handbolta- áhugamaður að rimman fari alla leið í oddaleik og úrslitin ráðist þar. „Ég held að það sé bara gott fyrir Hauka að liðið spili strax í dag eftir að hafa leikið fimm erfiða leiki við Eyjamenn í undanúrslitum. Þeir halda þannig takti í sínum leik og þeir sýndu besta varnarleikinn í oddaleiknum gegn ÍBV á laugar- dagskvöldið. Þeir þurfa að taka þann varnarleik með sér inn í seríuna við Selfoss og ég hef minni áhyggjur af því að Haukar nái ekki upp sterkri vörn,“ segir Óskar Bjarni um það hvernig hann sér einvígið byrja. „Það sem verður erfiðara fyrir Hauka er að ná að drilla þann sókn- arleik sem þeir vilja spila á svona skömmum tíma. Það er pottþétt búið að leikgreina Selfoss vel og þeir vita alveg hvað Selfoss getur boðið upp á. Selfyssingar geta hins vegar bæði bryddað upp á 6-0 vörn sem fer í út 3-3 vörn á köflum. Patrekur [Jóhannesson] hefur beitt ýmsum varnaraf brigðum og það er erfitt að lesa hvað hann gerir í hverjum leik fyrir sig. Annars snýst þetta að miklu leyti um það hvort liðið fær betri markvörslu. Selfoss fékk fína markvörslu gegn Val í undanúr- slitaleikjum liðanna og það gerði gæfumuninn í þeirri viðureign. Sel- fyssingar geta því gert sér meiri vonir en þeir gátu gert fyrr í vetur um að markverðir þeirra hrökkvi í gang,“ segir hann enn fremur um það hvað muni skilja liðin að í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Haukar eru hins vegar með bestu og stabílustu markvörsluna og alla jafna ættu þeir að fá meiri vörslu frá markvörðunum sínum. Þetta snýst að sjálfsögðu einnig um hvort liðið nær upp betri vörn og þar tel ég vera jafnt á komið með liðunum. Svo þurfa bæði lið að fá framlag frá þeim sem hefja leikina á varamanna- bekkjunum eða úr óvæntri átt,“ segir hann jafnframt um lykil atriði þess að annað hvort liðið fari með sigur af hólmi. „Við erum með þekktar stærðir í þessu einvígi eins og Elvar Örn Jónsson og Hauk Þrastarson Selfoss- megin og Adam Hauk Baumruk og Daníel Þór Ingason Haukamegin. Svo erum við með reynsluboltana Her- geir Grímsson og Árna Stein Stein- þórsson hjá Selfossi og Tjörva Þor- geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hjá Haukum. Það mun svo líka skipta máli hvernig liðunum tekst að koma mönnum á borð við Nökkva Dan Ell- iðason [Selfossi] og Atla Má Báruson [Haukum] inn í leikinn,“ segir hann um leikmenn liðanna. „Ég vona að þetta fari í oddaleik eins og áður segir og spái því að Sel- foss fari með sigur af hólmi í Schen- ker-höllinni á föstudagskvöld. Það er einhver rómantík að þessir sveita- piltar vinni fyrsta titilinn í sögunni áður en þjálfari liðsins og lykilleik- maður hverfur af braut,“ svarar þessi reynslumikli þjálfari spurður um hvernig hann telji að einvígið fari. hjorvaro@frettabladid.is Snýst um markvörslu og hvort liðið fær óvænt framlag Haukar og Selfoss, sem höfnuðu jöfn að stigum á toppi deildarkeppninnar í vor, mætast í úrslitarimmu Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Haukar hefja vegferð sína í átt að titli númer 12 en Selfoss dreymir um að lyfta bikarnum í fyrsta skipti. Hinn reynslumikli Óskar Bjarni Óskarsson rýnir í viðureignina. Selfoss sækir Hauka heim í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KÖRFUBOLTI Hildur Björg Kjartans- dóttir, landsliðskona í körfubolta, sem leikið hefur með spænska liðinu Celta de Vigo Baloncesto undanfarin misseri hefur ákveðið að koma heim og leika með KR. Samningur Hildar við KR er til eins árs. Þetta var tilkynnt á blaða- mannafundi sem haldinn var í KR-heimilinu síðdegis í gær en þar sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuboltadeildar KR, að stefnan væri að gera enn betur næsta vetur en á nýliðinni leiktíð. KR, sem var nýliði í Domino's-deildinni á síð- asta tímabili, hafnaði í fjórða sæti deildarinnar og féll svo úr leik fyrir Val í undanúrslitum. Hildur Björg lék með Snæfelli hér heima áður en hún fór út í háskóla í Edinburg í Texas í Bandaríkjunum sumarið 2014. Áður en hún fór til Celta lék hún með spænska liðinu Leganés. Hún hefur því leikið erlendis í fimm ár. Hildur segir að tími hafi verið kominn til þess að koma heim, vera nær fjölskyldunni og taka þátt í þeirri sterku deild sem Domino's-deildin er orðin. „Eftir keppnistímabilið fór hug- urinn að leita heim og mig langaði að eiga möguleika á að vera nær fjölskyldu og vinum eftir að hafa í töluverðan tíma erlendis. Deildin er líka orðin mjög sterk og spenn- andi með tilkomu f leiri sterkra leikmanna bæði íslenskra og f leiri góðra evrópskra leikmanna,“ segir Hildur Björg um vistaskiptin. „Ég hef fylgst vel með deildinni á meðan ég var úti og hún verður sterkari með hverju árinu. KR stóð sig mjög vel á síðasta tímabili og ég er mjög spennt að verða hluti af því ferli að liðið færist skrefi nær því að berjast um þá titla sem í boði eru. Hér í Vesturbænum eru margir góðir leikmenn bæði ungir og efni- legir og reynslumiklir. Stefnan er einföld, mig langar að vinna þá titla sem í boði eru,“ segir hún enn fremur. „Ég hef ekki spilað með eða á móti mörgum leikmönnum í núverandi liði KR en ég er mjög spennt fyrir því að kynnast leikmönnum liðsins og starfinu í Vesturbænum. Þrátt fyrir að KR hafi verið nýliði í deildinni síðasta vetur og liðið hafi komið einhverjum á óvart með góðum árangri sínum þá er það ekkert nýtt að KR sé með lið í fremstu röð. Það er mikil hefð hér og ég finn strax fyrir þeim metnaði sem ríkir fyrir framtíðinni. Það var það sem heill- aði mig og varð til þess að ég valdi Vesturbæinn umfram önnur tilboð sem ég fékk,“ segir Hildur. – hó KR-ingar fengu liðsstyrk sem munar um Hildur Björg Kjartansdóttir handsalar samning við KR. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Orri Freyr Gíslason sem verið hefur fyrirliði karlaliðs Vals í handbolta undanfarin ár hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og er því hættur handknattleiksiðkun. Þetta kom fram í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í gær. Valur hafnaði í þriðja sæti deildarkeppn- innar á leiktíðinni sem er að ljúka, tapaði fyrir Selfossi í undanúrslit- um úrslitakeppni deildarinnar og laut í lægra haldi fyrir FH í úrslitum bikarkeppninnar. Orri Freyr sem er Valsari í húð og hár hefur unnið fjölda titla með Valsliðinu á sínum ferli. Hann lék um tíma í dönsku úrvals- deildinni með Viborg en hefur leikið allan sinn feril á Íslandi með Val. Þá var Orri Freyr valinn íþróttamaður Vals árið 2017 eftir að hafa orðið Í s l a n d s - o g bikarmeistari með liðinu og farið alla leið í undanúrslit í Challenge Cup. – hó Harpixið á hilluna hjá Orra FÓTBOLTI Félög innan vébanda Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, greiddu samtals 6.559.013 krónur til umboðsmanna á tímabilinu 1. apríl 2018 til 31. mars 2019 vegna félaga- skipta leikmanna. Hæstu greiðsl- urnar koma frá FH og Val. Þetta kemur fram í frétt á heima- síðu KSÍ sem birt var í gær en þar gaf að líta yfirlit yfir greiðslur til umboðsmanna vegna félagaskipta eftir gögnum sem borist hafa til skrifstofu KSÍ. Á fyrrgreindu tímabili greiddu FH-ingar mest til umboðsmanna, tæpar þrjár milljónir íslenskra króna. Er það vegna komu Rennico Clarke, Zeiko Lewis, Brands Olsen, Jákups Thomsen og Jónatans Inga Jónssonar til FH. Valur greiddi hins vegar rúmar tvær milljónir íslenskra króna. Var það vegna félagaskipta Emils Lyng, Gary Martin og Lasse Petry til Vals. Samkvæmt frétt KSÍ greiddu sjö íslensk félög þóknanir til umboðs- manna á því tímabili sem greint var frá að framan. Fyrir utan FH og Val voru það Víkingur Ó. 478.328 kr., KR 372.000 kr., ÍA 271.180 kr., Grindavík 135.590 kr. og Fram 61.740 kr. – hó KSÍ birtir yfirlit yfir greiðslur Ég vona að þetta fari í oddaleik og ég spái því að Selfoss fari með sigur af hólmi í oddaleikn- um og tryggi liðinu fyrsta titilinn í sögu félagsins. Óskar Bjarni Óskarsson 1 4 . M A Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F C -6 5 F C 2 2 F C -6 4 C 0 2 2 F C -6 3 8 4 2 2 F C -6 2 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.