Fréttablaðið - 14.05.2019, Side 20
Fæðuóþol stafar
yfirleitt af því að
líkamann vantar ensím
til að melta ákveðin
innihaldsefni fæðunnar.
Fæðuofnæmi stafar aftur
á móti af því að ónæmis
kerfi líkamans bregst of
sterkt við tilteknu pró
teini í fæðutegundunum.
Um það bil 10 prósent fullorðinna Bandaríkjamanna þjást af fæðuofnæmi. NORDICPHOTOS/GETTY
Sífellt f leiri hafa breytt mataræði sínu undanfarin ár og sleppa algengum ofnæmis
völdum eins og mjólkurvörum og
glúteni. Framboð á glútenfríum
vörum hefur aukist og mjólkur
lausar „mjólkurvörur“ úr höfrum,
soja eða kókos til dæmis, fylla hill
ur matvörubúða í auknum mæli
og auðvelda þannig fólki að breyta
mataræði sínu. Á veitingastöðum
má oft finna merkingar á matseðli
sem segja til um hvort maturinn
innihaldi algenga ofnæmisvalda,
einnig má sjá á mörgum stöðum
skilti þar sem gestir eru hvattir til
að spyrja starfsfólk um innihalds
efni matvælanna.
En af hverju stafar þessi aukna
meðvitund um mataræði? Hefur
ofnæmi eða óþol aukist, er orðið
auðveldara að greina það eða er
þetta bara tískufyrirbrigði?
Niðurstöður rannsóknar sem
birtust á vef rits bandarísku
læknasamtakanna, JAMA Net
work Open, fyrr á árinu, benda til
þess að 10% fullorðinna Banda
ríkjamanna þjáist af fæðuofnæmi.
Aftur á móti voru um helmingi
f leiri, eða um 19%, sem töldu sig
hafa ofnæmi, samkvæmt rann
sókninni sem náði til rúmlega
40.000 manns.
Stjórnandi rannsóknarinnar dr.
Ruchi Gupta, barnalæknir og pró
fessor við Northwesternháskól
ann, telur að ástæða þessa munar
sé að hinn helmingurinn hafi
einkenni sem benda til fæðuóþols
eða viðkvæmni fyrir ákveðnum
mat. Þetta geta verið einkenni eins
og niðurgangur, magaverkir og
uppþemba.
Fæðuóþol stafar yfirleitt af því
að líkamann vantar ensím til
að melta ákveðin innihaldsefni
fæðunnar. Fæðuofnæmi stafar
aftur á móti af því að ónæmiskerfi
líkamans bregst of sterkt við til
teknu próteini í fæðutegundunum.
Einkenni fæðuofnæmis eru mis
munandi eftir einstaklingum. Þau
koma oftast fram á húð, í öndunar
færum eða í meltingarvegi.
Einkenni fæðuofnæmis eru
misalvarleg og það er misjafnt
hversu fljótt þau koma fram.
Einnig er misjafnt hversu mikið
af ofnæmisvaldandi fæðu þarf að
innbyrða til að framkalla einkenn
in. Alvarleg einkenni eru til dæmis
bjúgmyndun, öndunarerfiðleikar
og blóðþrýstingsfall.
Rannsókn dr. Gupta leiddi í ljós
að þær fæðutegundir sem valda
oftast ofnæmi hjá fullorðnum
Bandaríkjamönnum eru skelfisk
ur, mjólk, jarðhnetur, fiskur, egg,
hveiti, soja og sesamfræ. Einungis
helmingur þátttakenda með ein
kenni ofnæmis hafði greiningu
á því frá lækni og færri en 25%
höfðu fengið uppáskrifuð lyf við
ofnæminu. Nærri helmingur
þeirra þátttakenda sem reyndust
hafa fæðuofnæmi þróaði það með
sér á fullorðinsárum.
Árið 2011 leiddi dr. Gupta rann
sókn sem náði til rúmlega 40.000
barnafjölskyldna í Bandaríkj
unum. Sú rannsókn leiddi í ljós að
8% bandarískra barna voru haldin
fæðuofnæmi sem er nokkuð lægra
hlutfall en í rannsókninni meðal
fullorðinna. Dr. Gupta segir það
koma á óvart hversu algengt það
er að þróa með sér fæðuofnæmi á
fullorðinsárum. Hún telur að frek
ari rannsókna sé þörf á orsökum
þess og fyrirbyggjandi aðgerðum.
sandragudrun@frettabladid.is
Fæðuofnæmi
orðið algengara
Nýleg bandarísk rannsókn leiddi í ljós að 10 prósent full-
orðinna Bandaríkjamanna þjást af fæðuofnæmi. Um
helmingi fleiri, eða um 19 prósent, töldu sig hafa ofnæmi.
Algengir ofnæmisvaldar.
Original Formula
styður við og styrkir
• eðlilega starfsemi hjarta-
og æðakerfisins
• ónæmiskerfið
100% lífrænn, lyktarlaus
og fer vel í maga
fylgdu
hjartanu
SJÁVARBARINN FAGNAR
12 ÁRA AFMÆLI
Í tilefni afmælisins er nú tilboð á hádegishlaðborðinu
og býðst það á sama verði og við opnunina fyrir tólf árum.
Innifalið er:
Sjávarréttasúpa
dagsins, heitir og
kaldir fiskréttir,
kjötréttur, salat-
bar, smáréttir,
kaffi og kökur.
Sjávarbarinn | Grandagarði 9 | sjavarbarinn.is
AÐEIN
S
1690
.-
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . M A Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R
1
4
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
C
-4
D
4
C
2
2
F
C
-4
C
1
0
2
2
F
C
-4
A
D
4
2
2
F
C
-4
9
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K