Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2019, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 14.05.2019, Qupperneq 30
ÖLL HÖFUM VIÐ, HVERT Á SINN HÁTT, VERIÐ AÐ NOTA ÞÖGNINA OG Á ÞESSARI SÝNINGU ERUM VIÐ AÐ VINNA MEÐ HANA. Sý ningin Louder Than B omb s ( Hvel l a r i en sprengjur) stendur nú yfir í BERG Contemporary. Þar sýna verk sín Birgir Snæ­björn Birgisson og hjónin Heidi Lampenius og Miikka Vaskola en sýningarstjóri er Mika Hannula. Þögnin er viðfangsefni listamann­ anna. Listamennirnir þekkjast vel. „Við höfum verið að sýna hjá sama gall­ eríinu, Helsinki Contemporary, og ég hef áður sýnt með Heidi þar. Árið 2018 byrjuðum við að kasta á milli okkar hugmyndum að sameigin­ legu verkefni og í upphafi var vinnu­ titillinn Minningar varðveittar í þögn. Síðastliðið sumar fór ég svo til Finnlands þar sem við unnum saman í tvo mánuði,“ segir Birgir. „Við erum ekki að vinna ofan í verk hvert annars heldur höldum okkar sjálfstæði. Ástæðan fyrir því að við ákváðum að para okkur saman er ekki bara aðdáun á verkunum held­ ur líka sameiginlegur þráður. Þema sýningarinnar er þögn. Öll höfum við, hvert á sinn hátt, verið að nota þögnina og á þessari sýningu erum við að vinna með hana. Hvísl fremur en hróp Birgir hefur verið að vinna mjög ljós verk og verk hans á sýningunni eru því sem næst hvít olíumálverk. „Það má segja að hvíti liturinn sé upphaf einhvers. Fyrir mér stendur birtan fyrir þögn. Ég hef lýst vinnu minni sem hvísli fremur en hrópi, hvíslið er persónulegra og áhrifameira til lengri tíma litið.“ Verk hans hafa alla jafna verið mjög pólitísk. „Við getum sagt að margt sem ég geri sé miklu póli­ tískara en myndirnar á þessari sýn­ ingu. Samt myndi ég segja að það væri sterk samfélagstenging í þema sýningarinnar vegna þess að við erum að fjalla um samskipti, upp­ lifun og hvernig við eignumst minn­ ingar og varðveitum þær. Þetta er áhugavert vegna þess að við erum svo mikið hætt að upplifa, við upp­ lifum aðallega í gegnum aðra. Við tökum mynd og sendum hana og okkar upplifun er að stórum hluta efni sem við fáum sent frá öðrum. Á þessari sýningu er ég með tvær seríur. Önnur er verk sem unnin eru út frá ljósmyndum í ljósmynda albúmi sem ég fann á markaði í Þýskalandi. Ég er búinn að eiga þetta albúm í nokkur ár, er orðinn þátttakandi í lífi fólksins og myndirnar eru orðnar mínar minningar. Hin myndaröðin er úr annarri bók sem ég fann í Kali­ forníu fyrir margt löngu þar sem Sameiginlegur þráður listamanna Birgir Snæbjörn, Heidi Lampenius og Miikka Vaskola sýna í BERG Contemporary. Þögnin er viðfangsefni þeirra. Listamennirnir sýna saman í Finnlandi á næsta ári. „Við erum ekki að vinna ofan í verk hvert annars heldur höldum okkar sjálfstæði,” segja Miikka, Heidi og Birgir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Verk eftir Heidi Lampenius en hún sækir innblástur í náttúruna. ljósmyndarinn Harriet E. Hunting­ ton tileinkar bókina börnum sem hafa aldrei komið að ströndinni, en gefur þeim upplifunina í gegnum myndir. Þarna er ég að endurgera minningar sem eru ekki mínar.“ Gott að eiga í samvinnu Heidi Lampenius á þrjú verk á sýn­ ingunni sem sýna skóg, eldfjall og blóm. „Ég sæki innblástur í náttúr­ una, reyni að fanga tilfinningar og koma þeim í form. Allt sem við upp­ lifum finnst mér vera í bylgjulengd. Þannig er blómamyndin næstum eins og röntgenmynd. Hugmyndin hjá mér er að varpa ljósi á það ósýni­ lega,“ segir hún. Miikka Vaskola vinnur með blek og sjávarsalt í myndum sínum. „Þetta eru myndir af himninum. Hugsunin á bak við myndirnar er eins og þegar maður horfir á nætur­ himininn, það ríkir algjör þögn og maður sér bylgjur myndast,“ segir hann. „Við eigum margt sameiginlegt hugmyndafræðilega þannig að þetta er góð samsetning. Verkin eru ólík en það má samt finna sam­ eiginlegan hlekk. Það er einmana­ legt að vera listamaður og því er gott að eiga í samvinnu og geta rætt um verkin,“ segir Heidi. Þremenningarnir sýna saman í Tampere í Finnlandi á næsta ári og taka þátt í stórri samsýningu í Lista­ safninu á Akureyri árið 2021. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is BÆKUR Fahrenheit 451 Höfundur: Ray Bradbury Þýðing: Þórdís Bachmann Útgefandi: Ugla Blaðsíður: 221 Aðalpersónan í hinni frægu framtíðarskáldsögu Rays Bradbury, Fahreinheit 451, er slökkviliðsmaðurinn Guy Mon­ tag sem hefur það hlutverk ásamt vinnufélögum sínum að kveikja elda en ekki slökkva þá. Hann lifir í samfélagi þar sem bækur eru bann­ aðar og ef þær finnast er skylda að brenna þær. Fahrenheit 451 er ein­ mitt það hitastig þegar kviknar í pappír og hann brennur. Montag fer að efast um starf sitt eftir kynni af unglingsstúlkunni Clarisse sem leyfir sér að hugsa sjálfstætt í alræðisríki þar sem sú krafa er gerð til einstaklinga að þeir séu allir eins og sýni ekki sjálf­ stæðistilburði. Clarisse er algjör andstaða við Millie eiginkonu Montag sem er háð svefntöflum og eyðir dögunum í að horfa á inni­ haldslausa sjónvarpsþætti af risa­ skjáum sem fylla heimili þeirra. Efasemdir Montag um starf sitt verða enn sterkari þegar hann stendur frammi fyrir eldri konu sem horfir á eftir bókasafni sínu í eldinn og tekur þá ákvörðun að brenna með bókum sínum. Í sögu þar sem frásögnin er afar mynd­ ræn þá er það þessi mynd sem er sterkust, af einstaklingi sem ann bókum og vill fremur deyja en lifa án þeirra. Fahrenheit 451 kom fyrst út árið 1953 á McCarthy­ tímanum og var þ ö r f á m i n n i ng þá og er það enn. Bókabrennur hafa alltaf tíðkast, í mismiklum mæli, og á dög u nu m brenndu pólskir prestar eintök af Harry Potter bók­ unum. Fahren­ heit 451 er óður til bóka og bók­ lesturs og loka­ niðurstaðan er sú að ætíð verði til fólk sem geti sogað í sig efni bók a í veröld þar sem bækur er u bannaðar. Í bókinni er að f inna alls kyns h u g l e i ð i n g a r u m bæk u r og bóklestur, þar á meðal er sláandi kaf li um ritskoð­ un sem verður til veg na hávær r a kvartana minni­ h l u t a h ó p a o g leiðir að lokum til þess að bækur eru taldar óæskilegar: „Litað fólk er ósátt v ið Lit la svar t a Sambó. Brennið hana … Hvítir menn eru ósáttir við Kofa Tómasar frænda. Brennið hana …“ Varnaðarorð Bradburys um ritskoðun á bókum, bönn og brennur á þeim eiga sann­ arlega erindi í dag. Bókin fjallar einnig um áhrif fjöl­ miðla og hvernig innihaldslaust efni getur heltekið fólk og yfir­ tekið tilveru þess, Millie, eiginkona Montag, lifir í gegnum sápuóperur og það sama gera vinkonur hennar. Fyrir þeim er sjónvarpið raunveru­ leiki og hefur gert þær algjörlega sinnulausar um umhverfi sitt og rænt þær allri gagnrýninni hugsun. Fahrenheit 451 er gríðarlega kraftmikil, hugmyndarík og spenn­ andi saga með brýnt erindi. Það er fengur að fá hana á íslensku. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Fahrenheit 451 er sláandi bók sem á stöðugt erindi. Mikilvæg varnaðarorð 1 4 . M A Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F C -3 9 8 C 2 2 F C -3 8 5 0 2 2 F C -3 7 1 4 2 2 F C -3 5 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.