Morgunblaðið - 02.01.2019, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
en tengiltvinnbílar 17%,“ útskýrir
María. Seldust 687 rafmagnsbílar ár-
ið 2018 en voru 415 árið á undan og
samanlagt jókst sala rafmagns- og
tengiltvinnbíla um 21% á milli ára.
„Ef vöxturinn heldur áfram með
sama hraða förum við yfir 1.000 selda
rafmagnsbíla á næsta ári en margir
framleiðendur hafa verið að kynna til
sögunnar rafbíla á aðgengilegu verði
og með góða drægni, samhliða því að
innviðir eru að batna og hleðslu-
stöðvum fjölgar jafnt og þétt.“
Klárast ívilnanirnar?
Það hefur liðkað fyrir sölu á um-
hverfisvænum bílum að þeir bera
engin eða lítil vörugjöld, í samræmi
við útblástur. Þá veitti ríkið heimild
til að fella niður virðisaukaskatt af
rafmagns- og vetnisbifreiðum upp að
1.440 þús., og af tengiltvinnbílum
upp að 960 þús. að fullnægðum viss-
um skilyrðum. „Stjórnvöld ákváðu á
sínum tíma að hvetja til orkuskipta
með lækkun gjalda á rafmagns-, ten-
giltvinn- og vetnisbíla, með afslátt-
um af opinberum gjöldum á 10.000
bíla í hverjum flokki. Er kvótinn
vegna tengiltvinnbíla nærri fullnýtt-
ur, en sárafáir vetnisbílar verið seld-
ir,“ segir María og telur aðkallandi
að rýmka eða endurskoða þessar
ívilnanir. „Þegar þetta takmark var
sett á var erfitt að sjá fyrir hvaða út-
færsla umhverfisvænna bíla myndi
seljast best og einnig hvaða framboð
væri af slíkum bílum en nú sjáum við
að mest framboð hefur verið af ten-
giltvinnbílum og því mikilvægt að
endurskoða kvótann með tilliti til
þeirra markmiða sem hann átti að
hvetja til. Það mætti t.d. sameina all-
an kvótann í einn flokk, sem næði yf-
ir alla umhverfisvæna bíla, samtals
30.000 ökutæki.“
Þó að liðið ár hefði mátt vera betra
þá var árið það þriðja besta í ís-
lenskri bílasölu undanfarin áratug
og sölutölurnar svipaðar og 2016.
Telur María óhætt að fara inn í nýtt
ár með hóflegri bjartsýni. „Markað-
urinn er örlítið hvekktur eftir skell-
inn sem kom eftir bankahrunið, en
staðan er allt önnur í dag en hún var
þá og flest heimili betur undirbúin og
vel í stakk búin. Á nýju ári hugsa ég
að bílamarkaðurinn nái fljótt jafn-
vægi á ný og að við verðum ekki lengi
að hrista þessa hræðslubylgju af
okkur.“
Flotinn þremur árum
eldri en í Danmörku
Er líka heilmikil innistæða fyrir
meiri sölu á bílum enda meðalaldur
íslenska flotans mun hærri en í þeim
löndum sem við berum okkur saman
við. „Meðalaldurinn fór upp í 12 ár
árið 2017 og niður í 11,5 ár í lok
2018. Til samanburðar er meðalald-
ur bíla í allri Evrópu 10,9 ár en
þeirri tölu er ýtt upp af fátækari
löndum í Austur-Evrópu. Í Dan-
mörku er meðalaldur bíla 8,4 ár; í
Bretlandi 8,7 ár; í Þýskalandi 9,1 ár;
í Svíþjóð 9,9 ár og í Belgíu er hann
ekki nema 7,8 ár.“
María segir margt neikvætt við
það að bílarnir á götunum skuli vera
svona gamlir. „Bæði eru nýir bílar
töluvert öruggari, sparneytnari og
menga líka minna. Sást þetta t.d. í
nýlegum tölum frá Bretlandi sem
sýndu að frá 1990 hafði bílum fjölg-
að um 22% en losun gróðurhúsaloft-
tegunda minnkað um 3% á sama
tíma.“
Hristum af okkur hræðsluna
Þrátt fyrir mikinn samdrátt undanfarna mánuði reiknar María hjá BGS með að sala á nýjum bílum
muni fljótlega ná sér aftur á strik Meðalaldur íslenska flotans er töluvert yfir meðaltali Evrópu
Þrátt fyrir að skoðanakannanir bendi til almennrar óánægju með hug-
myndina virðast stjórnvöld gera sig líkleg til að hefja gjaldtöku á
stofnbrautum til og frá Reykjavík og í jarðgöngum úti á landi. María
segir það áhyggjuefni að svo virðist vera sem að veggjöldin eigi að
verða viðbót við alla þá háu skatta sem eigendur ökutækja greiða í
dag og að ekkert muni lækka á móti. Ekki nóg með það heldur hafi
gjald á eldsneyti verið hækkað um áramótin. „Bílgreinasambandið er
hlynnt því að skattlagning bíla sé með þeim hætti að í stað þess að
skattleggja bílana sjálfa þá verði notkun þeirra skattlögð. Það væri
sanngjarnara fyrirkomulag og svipað því sem við sjáum í mörgum
löndum í kringum okkur.“
María bendir á að þau gjöld sem lögð eru á ökutæki og eldsneyti í
dag séu þannig útfærð sumir þeirra sem slíta vegakerfinu hvað mest
sleppi æði vel. „Mikið er um bílaleigubíla í umferðinni og borguð af
þeim sömu vörugjöld og af öðrum ökutækjum þó þeim sé ekið nærri
fjórfalt lengra en dæmigerðum heimilisbíl á hverju ári. Ekki nóg með
það heldur eru bílaleigubílarnir alla jafna lengur á nagladekkjum en
aðrir bílar sem eykur enn frekar á slitið á götunum.“
Enn hækkar skattbyrði ökumanna
VEGGJÖLD BÆTAST VIÐ EN EKKERT LÆKKAR Á MÓTI
Morgunblaðið/Ómar
Endurnýjun Meðalaldur íslenskra bíla er enn um 2-3 árum hærri en
hjá löndum NV-Evrópu. Yngri floti væri öruggari og sparneytnari.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Nokkuð gott ár er að baki í bílasölu á
Íslandi, en hefði þó getað verið betra.
„Salan gekk mjög vel framan af
árinu en í byrjun september tók að
hægja verulega á svo að salan síð-
ustu mánuði ársins varð um 24-30%
minni en á sama
tímabili í fyrra og
mældist sam-
drátturinn í des-
ember nærri
46%,“ segir María
Jóna Magnús-
dóttir fram-
kvæmdastjóri
Bílgreinasam-
bandsins.
Samtals seld-
ust 17.974 bílar
árið 2018 sem er 15,6% samdráttur
frá árinu á undan.
Rekja má minnkandi sölu til nokk-
urra þátta. Nefnir María að óvissa
um breytt vörugjöld á bílum vegna
nýrra útblástursviðmiða hafi hægt á
sölunni, en þeirri óvissu var eytt með
lagabreytingu sem Alþingi sam-
þykkti seint í nóvember. „Nema
hvað þá hafði gengið farið af stað og
étið upp jákvæðu áhrifin af laga-
breytingunni. Verðbólgan er líka að-
eins farin að rísa, titringur vegna
kjarasamningsviðræðna og eins og
almenningur vilji halda að sér hönd-
um á meðan og sjá hvað gerist.“
Segir María að það kunni líka að
skýra samdráttinn að margir eru að
bíða eftir hentugum rafmagns- og
tvinnbílum: „Við sjáum að áhuginn á
umhverfisvænum bílum er að aukast
hratt og framleiðendur að reyna að
anna eftirspurn. Sala rafmagnsbíla
jókst um 66% milli ára og mynduðu
þeir 4% af heildarsölunni á liðnu ári
María Jóna
Magnúsdóttir
Hlutabréf hækkuðu lítillega á
helstu mörkuðum á mánudag vegna
jákvæðra frétta af viðskiptadeilum
Bandaríkjanna og Kína. Hækkuðu
stóru bandarísku hlutabréfavísitöl-
urnar þrjár um á bilinu 0,77 til
1,15% á síðasta degi 2018.
Árið endaði því á jákvæðum nót-
um en heilt á litið hafa undanfarnir
tólf mánuðir ekki farið sérlega vel
með þá sem fjárfestu í verðbréfum.
Síðustu mánuðir ársins hafa
reynst bandarískum hlutafélögum
sérstaklega erfiðir og m.a. lækkaði
S&P 500 vísitalan um 9% í desem-
ber. Hefur vísitalan ekki lækkað
svona skarplega á einum mánuði
síðan í kreppunni miklu en yfir árið
lækkaði S&P um 6%.
Er svipaða sögu að segja af
mörkuðum annars staðar. MSCI al-
þjóða-hlutabréfavísitalan lækkaði
um 11,1% á síðasta ári, og evrópska
Stoxx 600-vísitalan er 13% lægri
núna en hún var í byrjun árs 2018
að því er Reuters greinir frá. FTSE
100 veiktist um 13% á árinu,
Nikkei-vísitalan um 14% en mest af
öllum lækkaði hlutabréfamarkaður-
inn í Kína og hafði CSI 300-vísitalan
veikst um ríflega 25% við lokun á
mánudag.
Á nýju ári er þess vænst að fjár-
festar fylgist vandlega með vís-
bendingum um mögulegar breyt-
ingar á stýrivöxtum í Banda-
ríkjunum, og að þeir muni vonast
eftir farsælli lausn á tollastríði
Bandaríkjanna og Kína. Einnig
verður forvitnilegt að sjá hvernig
bandarísku tæknirisunum Face-
book, Alphabet, Apple, Netflix og
Amazon mun reiða af á komandi ári
en „Faang“-félögin lækkuðu í
haust og vetur og óttast markaður-
inn að hægt hafi á vexti þessara fé-
laga sem áður fóru með himin-
skautum.
Að sögn FT voru sárafáir eigna-
flokkar sem áttu góðu góðu ári að
fagna. Reyndust bandarísk og þýsk
ríkisskuldabréf fjárfestum vel árið
2018 og hlutabréfaverð heilbrigðis-
og innviðafélaga stóðu af sér verstu
sviptingar ársins með félög á borð
við Merck og Pfizer í fararbroddi.
Olíuverð hefur líka þróast í takt
við stemninguna á mörkuðum og
var í fyrsta sinn síðan 2015 lægra í
lok árs en í ársbyrjun. ai@mbl.is
Strembið verð-
bréfaár að baki
Mikilvægustu hlutabréfavísitölur
um allan heim lækkuðu árið 2018