Morgunblaðið - 02.01.2019, Side 17

Morgunblaðið - 02.01.2019, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Franska stjórnin „getur gert betur“ í því að bæta afkomu þjóðarinnar að því er Emmanuel Macron sagði í ára- mótaávarpi sem beðið var með eftir- væntingu vegna uppreisnar svo- nefndra gulvestunga gegn honum. Þótt fámenn væru héldu þeir mót- mælum sínum áfram á torgum úti yfir áramótin. „Við getum og verðum að gera bet- ur,“ sagði Macron í 16 mínútna sjón- varpsávarpi úr skrifstofu sinni í Ély- sée-höll. Hvatti hann þó landsmenn til að horfast í augu við raunveruleik- ann og taka því að aukin ríkisútgjöld væru ekki svarið við vandamálum al- mennings. Frá miðjum nóvember hafði verið sótt sérlega hart að stjórn Macrons og honum þó sjálfum sérstaklega. Var stjórnin skekin af ofbeldisfullum aðgerðum en í ræðu sinni freistaði forsetinn þess að snúa við blaðinu og höfðaði til bjartsýni. „Ég hef trú á okkur,“ sagði hann og beindi orðum sínum til áhorfenda. Fyrir árið 2019 kvaðst hann vona að „sannleikanum, reisn og von“ yrði gert hærra undir höfði. „Hættum að niðurníða okkur sjálf og láta fólk halda að í Frakklandi fyrirfinnist engin samstaða. Við búum í einu af stærstu hagkerfum heims, sumpart við bestu innviði heims, við þurfum lítið eða ekkert að borga fyrir skólasókn barna okkar, og að okkur hlúa afburða læknar sem við greiðum minna fyrir en annars staðar í þróuðum ríkjum.“ Macron beindi spjótum að róttæk- um gulvestingum sem hann sagði njóta stuðnings bæði vinstri- og hægri öfgamanna. „Sumir þeirra þykjast tala í nafni þjóðarinnar en eru ekkert meira en gjallarhorn haturs- fulla hópsins. Lögum og reglu lýð- veldisins verður haldið uppi,“ sagði forsetinn. Hann hét því sömuleiðis að halda áfram boðuðum breytingum í þjóðfélaginu. Meðal forgangsverk- efna 2019 væri að minnka útbólgna opinbera þjónustu, breyta kerfi at- vinnuleysisbóta og eftirlaunakerfinu. agas@mbl.is Kveðst „geta gert betur“  Emmanuel Macron sagði aukin ríkisútgjöld leystu ekki allt AFP Ávarp Emmanuel Macron flytur áramótaávarp sitt úr Élysée-höll. Kim Jong-un var ómyrkur í máli í garð Bandaríkjanna í áramótaávarpi sínu vegna refsiaðgerða gagnvart Norður-Kóreu. Sagði hann stjórnvöld í Pyongyang eiga engra annarra kosta völ en grípa til aðgerða féllu Bandaríkjamenn ekki frá einhliða kröfum sínum. Í hálftíma sjónvarpsávarpi sagði Norður-Kóreuleiðtoginn að Banda- ríkjamenn skyldu ekki misskilja þolinmæði þjóðar hans. Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði með Kim í Singapúr í júní síðastliðnum. Þar skuldbatt sá síðar- nefndi sig til að „vinna að algjörri upprætingu kjarnavopna á Kóreu- skaganum“. Hvað það nákvæmlega þýddi virðast stjórnvöld í Washington og Pyongyang ekki túlka eins. Kim sagði að Norður-Kórea myndi ekki „framleiða, prófa, nota eða fjölga kjarnorkuvopnum,“ að sögn CNN- stöðvarinnar. Trump hefur aftur á móti haldið fast við það að refsiað- gerðum verði ekki aflétt fyrr en Norður-Kóreumenn gefi kjarnorku- vopnin upp á bátinn. Vilja yfirvöld í Pyongyang að aðgerðunum verði hætt vegna þeirra ráðstafana sem þau hafi þegar gert til að uppræta kjarnorkuáætlun sína. Einnig vill Kim að stjórn Trumps hætti heræf- ingum með herjum Suður-Kóreu. „Nú þegar Norður- og Suður- Kórea hafa ákveðið að ganga friðar- og framfarabraut gerum við þá kröfu að ekki verði lengur efnt til heræfinga með erlendum herjum og að algjör- lega verði tekið fyrir að koma upp stríðstólum utanaðkomandi á svæð- inu,“ segir Sky News sjónvarpsstöðv- arinnar Kim hafa sagt í ávarpinu. Hann sagðist áfram myndu vinna „að niðurstöðu sem alþjóðasamfélagið myndi fagna“. Gætu samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu komist á gott skrið ef Bandaríkja- menn sýndu vilja til að starfa með stjórn hans. Þótti hann og ýja að nýj- um fundi þeirra Trumps. Kim sagði þó einnig, að hann ætti „engra ann- arra kosta völ en „verja ríki sitt, sjálf- stæði þess og megin hagsmuni. Hann myndi finna nýja leið til að stuðla að friði á Kóreuskaganum [ef Bandarík- in] mistúlkuðu þolinmæði þjóðar okk- ar og héldi áfram einhliða kröfum og refsiaðgerðum sem eru íþyngjandi fyrir okkar lýðveldi.“ Duyeon Kim, greinandi hjá stofn- uninni CNAS, sem fjallar um öryggis- mál, sagði CNN að nýársboðskapur Kim Jong-un hefði verið eðlilegur og sjálfsöruggur en skýr. „Varnaðarorð hans voru mjög ákveðin svo að við hótunum lá, standi Bandaríkjamenn ekki við loforð sín frá Singapúr og haldi áfram þvingunaraðgerðum. Þá hyggst hann fara aðrar leiðir. Hann geislaði af óttaleysi og sagði land sitt ekki í lausu lofti og geta vel spjarað sig og dafnað án Bandaríkjanna.“ agas@mbl.is Kim Jong-un varar Trump við  Kim Jong-un „geislaði af óttaleysi“ í áramótaávarpi sínu  Hann sagði land sitt ekki í lausu lofti og geta vel spjarað sig og dafnað án samstarfs við Bandaríkin AFP Áramót Ávarp leiðtoga Norður- Kóreu var sýnt í Suður-Kóreu. Um heim allan var gamla árið kvatt og nýju ári fagnað með tilkomumiklum skoteldasýningum. Fyrsta stórborgin til að hringja árið 2019 inn og hleypa flugeldum á loft var Auckland á Nýja- Sjálandi. Við af henni tók Melbourne í Ástralíu og síðan tók hver önnur stórborgin í vesturátt við. Sums staðar fögnuðu menn nýja árinu dúðaðir í hlý föt vegna lágs hitastigs, til dæmis víðast hvar í Evrópu. Við Copacabana-ströndina í Rio de Ja- neiro var því öfugt farið vegna hita. Afar létt klæddir óðu gestir út í sjó af ströndinni og fylgd- ust með ljósaganginum. Hvarvetna voru flug- eldasýningarnar tilkomumiklar og þá sér í lagi í Bretlandi, en meðfylgjandi mynd var tekin á mið- nætti á gamlárskvöldi í London. agas@mbl.is AFP Gamla árið kvatt og nýju fagnað Sigling könnunarfarsins New Hori- zons framhjá smástirninu Ultima Thule heppnaðist vel og staðfesti far- ið síðdegis í gær að það væri við hestaheilsu í 6,4 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu. „Upphringingu“ farsins hálfum sólarhring eftir að það fór framhjá Ultima Thule var fagnað mjög í geim- ferðastofnun Bandaríkjanna (NASA). Geimfarið var næst stirninu klukk- an 5:33 að íslenskum tíma í fyrrinótt. Var það þá í 6,4 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu, en ekkert rann- sóknarfar annað hefur rannsakað hluti jafn langt úti í himinhvolfinu. Ultima Thule er um 30 kílómetrar í þvermál og er smástirnið að mestu talið vera úr ís. Talið er að það séu leifar frá bernskudögum sólkerfisins sem varpað geti ljósi á hvernig plán- etur mynduðust fyrir um 4,6 millj- örðum ára. Búist var við fyrstu gögnum úr leiðangrinum til jarðar í gær en 20 mánuði mun taka að hlaða þeim öllum niður. agas@mbl.is AFP Siglt New Horizons átti velheppnað stefnumót við Ultima Thule. Fengu svar frá Ultima Thule Hnífaárás á Victoria-lestarstöðinni í Manchester á gamlárskvöld var liður í hryðjuverkastarfsemi, að sögn lögreglu borgarinnar. Þrír menn urðu fyrir hnífs- stungum, þar á meðal lögreglu- maður. Særðust öll hættulega en áverkarnir ógna þó ekki lífi þeirra. Kona um fimmtugt var stungin í andlit og kvið og maður á sama aldri í kviðinn. Loks var þrítugur lögregluþjónn stunginn í öxl en hann var útskrifaður af sjúkrahúsi strax og gert hafði verið að sárum hans. Tuttugu og fimm ára karlmaður var handtekinn vegna árásanna og er hann grunaður um meint morð- tilræði. Gerði lögregla upptæka tvo hnífa á vettvangi. Þá var áhlaup gert á heimili mannsins í Cheetham Hill-hverfinu vegna rannsóknar árásarinnar. agas@mbl.is HRYÐJUVERK Í MANCHESTER Stakk þrjá með hnífi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.