Morgunblaðið - 02.01.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 02.01.2019, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þó að íslenskihlutabréfa-markaður- inn sé veikburða og gefi minni vís- bendingu um undirliggjandi hagkerfi en æskilegt væri þá eru slíkir markaðir erlendis yfirleitt taldir segja mikla sögu. Íslenski markaðurinn hreyfðist óverulega á nýliðnu ári, en hreyfingin var heldur neikvæð. Erlendis voru helstu hlutabréfamarkaðir mun meira afgerandi og neikvæðari. Í Evrópu lækkuðu hlutabréf um 13% í fyrra og var lækkunin sú sama á meginlandinu og hand- an Ermarsundsins, þrátt fyrir Brexit sem sumir hafa talið að myndi valda hruni í Bretlandi. Lækkunin í Japan og Hong Kong var á svipuðu róli en í Al- þýðulýðveldinu Kína lækkuðu hlutabréf um fjórðung á árinu, sem verður að teljast töluvert högg. Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur átt í nokkrum skylmingum um viðskipti við Xi vin sinn og aðra valdamenn í Kína, getur út af fyrir sig ver- ið sáttur við að markaðir í Bandaríkjunum þróuðust ekki með jafn neikvæðum hætti og þar eystra. Þróunin í Banda- ríkjunum ætti engu að síður að vera honum áhyggjuefni því að hann hefur þakkað sér þegar hlutabréf hafa hækkað og þá er hætt við að honum verði síð- ur þakkað þegar þau lækka. En lækkunin var sem sagt mun minni í Bandaríkjunum en víð- ast, eða um 5%, sem forsetinn og andstæðingar hans geta túlkað á ýmsa vegu. Hann get- ur bent á að þróunin er mun hagfelldari en annars staðar, þeir geta bent á að markaðir hafi lækkað meira á liðnu ári en í áratug og meira í nýliðn- um desember en síðan í Krepp- unni miklu fyrir um níu ára- tugum. Þetta getur skipt máli því að þrátt fyrir að ekki verði kosið næst um Hvíta húsið fyrr en 3. nóvember árið 2020 þá er þeg- ar hafinn undirbúningur að þeim kosningum. Aðdragandi slíkra kosninga er óhemjulang- ur og allar umræður í Banda- ríkjunum fara smám saman að snúast um þær, þó að kosn- ingaþátttakan bendi síður en svo til að hinn almenni borgari hafi brennandi áhuga. Nokkrir hafa verið nefndir sem líklegir keppinautar Trumps forseta á næsta ári og í árslok kom fram keppinautur hjá demókrötum sem telja má þokkalegar líkur á að verði of- aná þar, þó að enn sé langt í land og margt geti gerst. Þetta er Elizabeth Warren öldunga- deildarþingmaður og þungavigtar- maður í Demó- krataflokknum. Warren, sem líkt og margir þeir sem helst hafa verið nefndir verður komin á átt- ræðisaldur þegar kosið verður, sækir að Trump frá vinstri með afgerandi hætti, þó að hún sé ekki alveg á sama róli og Bernie Sanders í öllum málum. Hún er engu að síður þannig staðsett pólitískt og á það mikla möguleika á að komast alla leið, að The Wall Street Journal hvetur í leiðara sínum til þess að almenningur kynni sér stefnu frambjóðandans, sem blaðið hefur miklar efa- semdir um. Blaðið bendir til að mynda á að líkt og flestir demókratar um þessar mundir sé Warren fylgjandi hækkun skatta, hún styðji stefnu Sanders í heil- brigðismálum og vilji umbylta innflytjenda- og tollastefnunni fyrir eitthvað annað sem hún hafi ekki skilgreint nánar. Í alþjóðaviðskiptum telur The Wall Street Journal þó að Warren sé á svipaðri línu og Trump, en heldur meiri toll- verndarsinni ef eitthvað er. Þá taki hún í raun undir með Trump í því að vilja koma Bandaríkjunum út úr „enda- lausum stríðum“ en vilji ganga lengra með því að lækka út- gjöld til varnarmála. Þessi út- gjöld hafi þó lækkað stöðugt á síðustu áratugum, jafnvel að teknu tilliti til hækkana Trumps. Með þeirri stefnu sem Warren boðar, auk þess rýra vilja sem ríki Evrópusam- bandsins hafa sýnt til að halda uppi eðlilegum varnarviðbún- aði, er hætt við að undir for- sæti hennar mundi svigrúm óæskilegra afla í heiminum aukast verulega og að vestur- veldin, undir forystu Banda- ríkjanna, yrðu jafnvel enn veikari en þau voru í forsetatíð Obama. En það getur margt gerst næstu tæp tvö árin og Eliza- beth Warren á eftir að fara í gegnum þær umræður sem fylgja langri og strangri kosn- ingabaráttu. Eitt af því sem án efa mun þvælast fyrir henni er býsna óvenjulegt, en það er að fullyrðingar hennar um að hún sé komin af frumbyggjum Norður-Ameríku stóðust ekki DNA-próf sem hún fór í. Stjórnmálamenn þola ekki mörg furðumál af þessu tagi og gengi Warren gæti því lækkað hratt líkt og hlutabréfin í heiminum síðasta árið, sem er ef til vill ein af ástæðum þess að Trump forseti hefur fagnað framboði hennar. Baráttan um Hvíta húsið er komin á dagskrá þó að langt sé í kosningar} Hlutabréf, furðumál og forsetakosningar S amkeppnishæfni þjóða mun á næstu áratugum ráðast af hæfni og færni fólksins þeirra. Sú hæfni og færni ræðst ekki síst af gæðum mennta- kerfa í viðkomandi landi. Kennarar bera uppi menntakerfin og eru því lykilaðilar í mótun samfélaga til framtíðar. Alþjóðavæðing og örar tæknibreytingar gera enn ríkari kröfu um að stjórnmálin forgangsraði í þágu mennt- unar. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar er afar skýr í þessum efnum en þar er lögð rík áhersla á að efla menntun í landinu með hags- muni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Fram kemur að mikilvægt sé að stuðla að viður- kenningu á störfum kennara, efla faglegt sjálfstæði þeirra og leggja áherslu á skóla- þróun á öllum skólastigum. Jafnframt kemur fram að bregðast þurfi við kennaraskorti með samstarfi ríkis, sveitar- og stéttarfélaga. Staðan í dag er sú að við þurfum að stórauka aðsókn í kennaranám, þar sem háskólarnir ná ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að mæta þörfum fyrir ný- liðun, sér í lagi á leik- og grunnskólastigi. Stjórnvöld hafa ásamt lykilfólki í menntamálum unnið að því að mæta þessari áskorun. Tillögur voru kynntar ríkisstjórn fyrir jólin og vonir standa til að stjórnvöld geti kynnt eftirfarandi úrbætur á nýju ári og hrint þeim í framkvæmd: Í fyrsta lagi að starfsnám á vettvangi, þ.e. fimmta ár í M.Ed. í leik- og grunnskólafræðum, verði launað. Í öðru lagi að efla leiðsögn nýliða í starfi á öllum skólastigum. Í þriðja lagi að Lánasjóði íslenskra námsmanna verði beitt til að fjölga kennurum en norsk stjórnvöld hafa meðal annars farið þessa leið. Í fjórða lagi að lög um menntun og ráðningu kennara verði endurskoðuð og að lokum að útskrifuð- um kennurum með sérhæfingu í starfs- tengdri leiðsögn verði fjölgað. Allar þessar tillögur að úrbótum eru mikilvæg skref til að efla starfsumhverfi kennara á Íslandi. Þetta er þó einungis upphaf þeirrar vegferðar sem fram undan er hjá þjóðinni. Afar brýnt er að það verði þjóðarsátt um starfskjör kennara og skólastjórnenda. Það er forsenda þess að Ísland verði með framúrskarandi mennta- kerfi. Á þessu rúma ári sem ég hef gegnt emb- ætti mennta- og menningarmálaráðherra hefur það orð- ið æ skýrara í mínum huga að ef við sem samfélag ætlum að vera í fremstu röð er varðar lífsgæði þjóða þurfi ríki og sveitarfélög að vinna ötullega að því að efla starfsum- hverfi kennara. Á árinu sem leið sáum við jákvæða þróun í fjölgun þeirra sem sóttu um í kennaranám sem er ánægjulegt. Við þurfum hins vegar að gera miklu betur og ég er sannfærð um að ofangreindar tillögur muni skila okkur á betri stað. Tökum höndum saman um það verkefni og mótum framtíðina til hagsbóta fyrir alla. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Störf kennara í öndvegi Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil tækifæri eru fyrirlítil og meðalstór ís-lensk fyrirtæki til aðkoma sér á framfæri í Kína um þessar mundir. Eins fylgja stór tækifæri auknum straumi ferðamanna frá Kína sem ferðaþjón- ustuaðilar ættu að nýta sér. Þetta er mat Teits Jónassonar, stofnanda og eins eigenda Content People í Dan- mörku. Fyrirtækið sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu og hefur að undanförnu einbeitt sér að mark- aðinum í Kína. „Það hefur alltaf verið svo erfitt að komast inn í Kína en netverslun yfir landamæri er að opnast meira og meira. Þessi möguleiki gefur litlum og meðalstórum fyrirtækjum möguleika að selja vörur í Kína án þess að vera með aðstöðu þar. Í dag geturðu verið með lagerinn þinn á Íslandi og farið inn á Kínamarkað með lítilli áhættu,“ segir Teitur í samtali við Morgunblaðið. Þurfa ný vinnubrögð En þó Kínamarkaður sé að opn- ast þýðir það samt ekki að hægt sé að beita þeim aðferðum sem íslensk fyrirtæki beita jafnan til að vekja á sér athygli. Samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Whatsapp, Twitter og Instagram eru bannaðir þar í landi og erlendar vefsíður ná litlu flugi þar. Þess í stað eru kínverskir sam- félagsmiðlar á borð við WeChat allt- umlykjandi og allsráðir. Nýlega var opnað fyrir það að erlend fyrirtæki geta sett upp opinberar síður innan WeChat sem hefur breytt miklu, að mati Teits. WeChat er stærsti samfélags- miðillinn í Kína með tæplega 1,1 milljarð notenda á mánuði í lok síð- asta árs. WeChat hefur verið lýst sem hinu kínverska Facebook en Teitur segir nær lagi að líkja WeChat við svissneskan vasahníf, miðillinn hafi ótal möguleika. Auk spjallforrits og símtala geti fólk þar nálgast fréttir frá vinum sínum, til- kynningar og efni frá fyrirtækjum og leitarvél. Þar að auki nýtist WeChat sem greiðslumiðlun fyrir flestallt, hvort sem um ræðir hefð- bundna reikninga, matvöru eða leigubíla. Nú eða til að panta mat úr verslunum eða af veitingastöðum. „Með því að vera sýnilegur á WeChat þá geturðu náð til við- skiptavina eða ferðamanna, rétt eins og þú gerðir á Google fyrir nokkrum árum. Næsta skref er svo að setja upp eigin verslun inni í WeChat. Þú getur gert hvað sem er þarna, það er allt í sama appinu,“ segir Teitur. Kröfuharðir ferðamenn Teitur hefur þegar unnið með nokkrum íslenskum fyrirtækjum að því að koma sér á framfæri í austri. Hann telur að tækifærin séu næg. „Ísland og Norðurlöndin eru heit og Ísland sló til dæmis í gegn í tengslum við HM í fótbolta. Fyrir vikið er vakning gagnvart íslenskum vörum og Kínverjar eru mjög áhugasamir um ekta vörur sem Ís- lendingar nota sjálfir. Þeir eru til dæmis áhugasamir um ferska mat- vöru, heilsu- og snyrtivörur og vörur fyrir mæður og börn þeirra.“ Ferðamönnum frá Kína hefur fjölgað síðustu ár. Teitur segir að spár geri ráð fyrir að þeir verði 100 þúsund á Íslandi í ár, sem myndi þýða um 20% fjölgun. Vænta megi að kínverskum ferðamönnum fjölgi enn frekar á næstu árum, sér í lagi ef eitthvert flugfélag sér hag sinn í að bjóða upp á beint flug milli land- anna. „Þetta eru eftirsóknarverðir ferðamenn, þeir eyða meiri pen- ingum en flestir aðrir. En þeir eru líka kröfuharðir og vilja að komið sé til móts við þá á eigin tungumáli. Mér finnst það vera eins og að skilja eftir peninga á borðinu að nýta ekki þær leiðir sem eru í boði til að ná til þessa fólks. Heimurinn er að minnka og allt er að verða einfaldara. Ís- lensk fyrirtæki ættu að kynna sér hvaða möguleikar eru þarna úti.“ Mikil sóknarfæri í viðskiptum við Kína Kínverjar eru leiðandi í símagreiðslum. Að sögn Teits eru þeir á góðri leið með að losa sig alfarið bæði við reiðufé og kort. WeChat Pay er vinsælasta lausnin í verslunum og AliPay í netverslunum. „Kínverjar nota QR-kóða í öll innkaup, þeir eru óðir í QR-kóða. Rétt eins og Evrópubúar ætlast Kínverjar til þess að geta notað eigin greiðsluhætti þegar þeir ferðast. Fyrir vikið er hægt að koma sér upp forskoti með því að innleiða WeChat Pay og AliPay í verslunum á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt að 59% af verslunum í Evrópu sem bjóða upp á þessar lausnir auka sölu sína. Og með því að vera sýnilegur á WeChat geturðu náð til mögulegra viðskiptavina áður en þeir leggja af stað í ferðalagið,“ segir Teitur Jónasson. Gera allt í einu appi KÍNVERJAR NOTA WECHAT TIL GREIÐA FYRIR VÖRUR Teitur Jónasson Samskiptaforritið WeChat sameinar margar þjónustur í einu forriti Skilaboð Fréttaveitur Samfélagsmiðlar Farsímagreiðslur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.