Morgunblaðið - 02.01.2019, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
GLÆNÝJAR LÚÐUSNEIÐAR
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn
SÍLDIN FRÁ
DJÚPAVOGI ER KOMIN
KLAUSTUR-BLEIKJA
GLÆNÝ LÍNUÝSA
Talsmenn ríkis-
stjórnarinnar dylja fyr-
ir þjóðinni, að með stað-
festingu samþykktar
um réttindi farandfólks
(Global Compact for
Safe, Orderly and Reg-
ular Migration), er ekki
aðeins verið að skuld-
binda landsmenn til að
innleiða markmið sátt-
málans á Íslandi, heldur hafa skil-
málar tveggja annarra sjálfstæðra
samþykkta verið staðfestir í leiðinni
sem hvergi er greint frá. Annars veg-
ar skuldbindingar ríkisins gagnvart
flóttamönnum (Global Compact for
Refugees) (3.gr.) og hins vegar Ag-
enda 2030 (18. gr.) sem er útópía sósí-
alismans um paradís á jörðu ár 2030.
SÞ vill komast þangað með skatta-
hækkunum á þeim „efnameiri“ og
fjárfærslum til þeirra „efnaminni“.
Það eru því samtals þrjár samþykktir
í þessum eina pakka sem kenndur er
við réttindi farandfólks.
Ríkisstjórn Katrínu Jakobsdóttur
hefur án opinberrar umræðu skuld-
bundið Ísland að fylgja samþykkt SÞ
um réttindi farandsfólks. Ásta Sigur-
björnsdóttir, formaður utanríkis-
nefndar, segir samþykktina ekki lög-
lega bindandi fyrir Ísland. Í sam-
þykkt SÞ er tvisvar sagt að hún sé
ekki löglega bindandi en 84 sinnum
talað um skuldbindingar. Að segja að
ekkert sé að marka bindandi loforð er
að sjálfsögðu það sama og segja að
ekkert sé að marka ríkisstjórnina,
sem samþykkti SÞ-pakkann fyrir Ís-
lands hönd.
Ríkisstjórn Íslands hefur staðfest
„að ekkert ríki geti sjálft tekið á mál-
efnum innflytjenda“ (15.
gr.) og lokað á að þjóðin
geti ráðið því hverjum
hleypt er inn í landið.
Ýmis ríki, t.d. Banda-
ríkin, Ísrael og Ástralía,
hafna samningnum þar
sem þau vilja sjálf stjórna
eigin landamærum.
Þrettán herforingjar
réðuFrakklandsforseta
frá undirritun. Í Belgíu
olli samþykktin stjórnar-
slitum.
Þegar Bandaríkin töldu ekki lengur
stætt á að leggja nafn sitt við mann-
réttindaráð SÞ m.a. vegna einræðis-
ríkja eins og Kína og Venúzúela, þá
býðst Ísland til að breyta heiminum
„innan frá“. Me too hefur greinilega
stigið vinstri stjórn Katrínar Jakobs-
dóttur svo til höfuðs að kosta má löng
ræðuhöld í málstofu SÞ um glæsi-
legan árangur jafnréttisbaráttunnar
á Íslandi. Þykir ekkert mál að skipta
út góðu orðspori þjóðarinnar fyrir
varaforsetastól sem síðan er notaður
sem afsökun fyrir einræðisríki til að
fremja mannréttindabrot. Mætti ætla
að utanríkisnefnd telji, að Sádi-
Arabar og Sameinuðu furstadæmin
innleiði tafarlaust lýðræði og kynja-
jafnrétti, vegna tilmæla íslensku
sendinefndarinnar. Eða þá að heim-
urinn standi agndofa þegar Guð-
laugur Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra birtist í vel mynduðu
ræðupúlti og flytur sköpun paradísar
„innan frá“.
Markmið, skuldbindingar, skil-
málar og stefnuyfirlýsingar sam-
þykktanna þriggja eru óframkvæm-
anlegar þegar samherjarnir hunsa
lýðræðið. Skattfé er mokað í gagns-
lausa skriffinnsku, orðavaðal og út-
ópíu vinstri manna sem setur kom-
andi kynslóðir í áhættubönd sem
enginn veit hvað kostar. Fyrir utan að
vera stjórnarskrárbrot gæti þessi
stólahégómi orðið dýrkeyptari en Ice-
save. Agenda 2030 er þvílíkt loforða-
moð að sjálft Kommúnistaávarpið
læðist með veggjum. Hin nýja sjálf-
skipaða öreigastjórn Íslands lofar á
næstu 12 árum að
útrýma hungri og fátækt í heim-
inum
skapa jafnan aðgang allra jarðar-
búa að fjármagni og náttúru-
auðlindum
afnema allar niðurgreiðslur land-
búnaðarafurða
helminga umferðarslys og andlát
í umferðinni
útrýma kúgun kvenna
útvega öllum jarðarbúum ríkis-
fang, fæðingarvottorð og per-
sónuskilríki
útvega öllum jarðarbúum innan-
hússsalerni
tvöfalda orkuafköst heims
skapa 7% árlegan hagvöxt í þró-
unarlöndunum
skapa fulla atvinnu fyrir alla
jarðarbúa að meðtöldum ung-
lingum og fötluðum
koma á sömu launum fyrir sömu
vinnu
vernda réttindi farandverkafólks
og kveninnflytjenda
tryggja hærri launaaukningu hjá
40% íbúum heims með lægstu
launin en hjá öðrum
eyða öllum slumhverfum og út-
vega húsnæði handa öllum
jarðarbúum
greiða 100 miljarða dollara ár-
lega eftir 2020 til þróunarland-
anna vegna loftslagsbreytinga
stöðva allar ólöglegar fiskveiðar í
heiminum 2020 og setja lög um
heimsstjórn fiskveiða
auka tekjur þróunarlanda með
nýjum sköttum
auka stöðugleika heims með
sameiningu stjórnmála í sam-
ræmda stefnu
styðja Agenda 2063 fyrir Afríku-
sambandið
framfylgja öllum markmiðum og
loforðum pakkans
gera refsivert að gagnrýna inn-
flytjendur og kenna fjölmiðlum
að fjalla rétt um málin.
Ofurmenni ríkisstjórnarinnar fara
létt með að útvega ferðamönnum sal-
erni innanhúss og útrýma fátækt elli-
lífeyrisþega og öryrkja. Að allir fá hús-
næði á viðráðanlegu verði ætti þá ekki
að taka meira en 12 daga á Íslandi.
Á meðan sósíalíski Internationalen
og Progressive Allians verða fyrir
skakkaföllum í landi eftir landi, þar
sem fólk rís upp gegn yfirstjórn and-
litslausra yfirboðara sem enginn hef-
ur kosið eða getur sett úr embætti, þá
hleypur ríkisstjórn Íslands til og að-
stoðar alþjóðasósíalismann í her-
búðum SÞ og ESB fyrir það eitt að fá
að komast í ræðupúlt SÞ.
Væri ekki nær að fylgja áratuga
vinum og samherjum eins og Banda-
ríkjamönnum að málum?
Samið um útópíu sósíalismans
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason » Að segja að ekkertsé að marka bind-
andi loforð er að sjálf-
sögðu það sama og segja
að ekkert sé að marka
ríkisstjórnina sem sam-
þykkti SÞ-pakkann.
Gústaf Adolf Skúlason
Höfundur er smáfyrirtækjarekandi
og fv. ritari Smáfyrirtækjabandalags
Evrópu.
Móttaka
aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgun-
blaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru send-
ar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendi-
kerfið er notað þarf notandinn að
nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar
leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í
skráningarferlinu. Eftir að við-
komandi hefur skráð sig sem not-
anda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl.
8-18.
Allt um
sjávarútveg