Morgunblaðið - 02.01.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.01.2019, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019 ✝ Baldur Sigur-þór Ragnars- son, kennari og rithöfundur, fædd- ist 25. ágúst 1930 á Búðareyri við Reyðarfjörð og ólst upp á Eski- firði. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. desember 2018. Foreldrar hans voru Ragnar Andrés Þor- steinsson kennari, f. 11.5. 1905, d. 27.6. 1998, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 23.4. 1903, d. 4.10. 1992. Baldur kvæntist Þóreyju Mjallhvíti Kolbeins 25.9. 1954, f. 31.8. 1932. For- eldrar hennar voru sr. Halldór Kolbeins, f. 15.2. 1893, d. 29.9. 1964, og Lára Ágústa Ólafs- dóttir Kolbeins, f. 26.3. 1898, d. 18.3. 1973. Börn Baldurs og Þóreyjar eru a) Ragnar, f. 29.11. 1955, starfsmaður í utanríkisþjón- ustunni, fyrri eiginkona Sari Ohyama, þeirra börn Mariko Margrét, gift Árna Þór Vigfús- syni, þeirra börn Vigfús Fróði Fujio, Tómas Grettir Tomio og Emil Eldar Takao; Mamiko Dís, gift Halldóri Benedikts- syni, þeirra barn er Módís Fu- jiko. Síðari eiginkona Ragnars er Dagný Chen Ming, þeirra Starfsmaður Skólarannsókna- deildar menntamálaráðuneytis 1971-1976. Námsstjóri í ís- lensku fyrir grunnskóla 1973- 1976. Kennari í íslensku við Menntaskólann við Hamrahlíð 1977-2000. Í samræmingar- nefnd gagnfræðaprófs, lands- prófsnefnd og prófanefnd 1969-1980. Í stafsetningar- nefnd 1973-1974. Í stjórn Rit- höfundasambands Íslands 1978-1980. Formaður esper- antofélagsins Auroro og Ís- lenska esperantosambandsins um árabil. Varaforseti Al- þjóðlega esperantosambands- ins 1981-1984. Í Akademio de Esperanto frá 1979. Til- nefndur til Nóbelsverðlauna af Akademio Literatura de Esperanto frá 2007 fyrir rit- störf á esperanto. Auk þess að skrifa og þýða fjölda kennslubóka og fræði- rita á íslensku skrifaði Baldur einnig íslensku ljóðabækurnar Undir veggjum veðra 1962 og Töf 1970 og á esperanto Stu- poj sen nomo 1959, Esploroj 1974, La lingvo serena 2007, La neceso akceptebla 2008, La fontoj nevideblaj 2010, Lau pa- doj neplanitaj 2013 og Momen- toj kaj meditoj 2016. Baldur þýddi einnig fjölda íslenskra skáldverka og fornbókmennta yfir á esperanto, þ. á m. Njáls sögu, Snorra-Eddu, Egils sögu, Sjálfstætt fólk og Íslands- klukkuna. Baldur verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, 2. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. börn Eirdís Heiður Chen og Eirfinna Mánadís Chen; b) Heiður, kennari og rithöfundur, f. 31.5. 1958, d. 28.5. 1993, gift Ómari Sævari Harðar- syni, þeirra börn Brynhildur og Þórey Mallhvít gift Fayaz Khan, henn- ar barn og Finn- boga Þorkels Jónssonar er Heiður Ísafold; c) Lára Sigríð- ur, deildarstjóri, f. 12.9. 1965, gift Atla Geir Jóhannessyni, þeirra börn Atli Baldur og Heiður Þórey; d) Halldór Kristján, teiknari, f. 12.9. 1965, fyrri eiginkona Sigríður Melrós Ólafsdóttir, þeirra börn Baldur Kolbeinn, Ólafur Elliði og Steinn Völundur. Síðari kona Halldórs er Hlíf Una Bárudóttir, þeirra dóttir Bára Mjallhvít. Baldur tók landspróf í Eiða- skóla 1947, stúdentspróf frá MA 1952. Fyrri hluta próf í ís- lensku 1954, lokapróf í ensku, kennarapróf í íslensku og ensku og próf í uppeldisfræði 1955. Kennari við Gagnfræða- skóla verknáms, síðar Ármúla- skóla, 1956-1972 og Náms- flokka Reykjavíkur, starfs- maður, 1956-1960. Það er erfitt að setjast niður til að semja eftirmæli um mann sem svo mikil áhrif hafði á líf mitt. Afi minn, Baldur Ragnars- son, lést á jóladag, eftir erfið veikindi. Afi Baldur var bókamaður. Heimili hans og ömmu Þóreyjar var veggfóðrað bókum, bækur í hverju skúmaskoti. Bókaást sína ánafnaði afi mér, frá unga aldri flettum við afi saman í bókum, ferðuðumst saman til hugar- lenda skáldskaparins. Þegar ég ákvað síðar meir að helga líf mitt bókmenntum, að stunda nám við bókmenntir og skrifa um bækur á almannavettvangi, var afi minn helsti stuðnings- maður, minn mesti aðdáandi. Hann klippti út allar greinar eft- ir mig og hringdi í mig í hvert skipti sem rödd mín heyrðist í útvarpinu til að hrósa mér. Og hið sama gerði hann fyrir öll börn sín og barnabörn. Hann var svo afskaplega stoltur af okkur öllum, fylgdist svo vel með því sem við vorum að gera og skrásetti afrek okkar, þessi hægláti maður í skrifstofunni á Sogavegi. Afi Baldur kenndi íslensku, ljóðfræði og esperanto við Menntaskólann við Hamrahlíð um áratugaskeið. Ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að sitja í bekk hjá afa, í síðasta skipti þegar hann kenndi ljóðlist og ljóða- gerð. Í eina önn sátum við nokk- ur saman, við sem þóttumst ætla að verða næstu óskaskáld þjóð- arinnar, og lærðum ljóð. Við lærðum að greina ljóð, þýða ljóð, lesa ljóð og yrkja ljóð. Og það sem mest er um vert, þá lærðum við að elska ljóð. Hann ól í nem- endum sínum sömu ást á tungu- málinu og ljóðum og hann hafði sjálfur til að bera. Og hann afi ánafnaði mér ást sína á ævintýrum, ást sína á hinu (ó)mögulega. Afi Baldur elskaði fantasíur og vísinda- skáldsögur. „Hva, alvöru bæk- ur,“ sagði hann eitt sinn þegar hann fékk geimóperuþríleik í jólagjöf, ódýrar enskar kiljur, þrátt fyrir að sitja í stafla dýrra, innbundinna og hámenningar- legra jólabóka. Hin síðustu ár, þegar afi átti svo erfitt að lesa sjálfur, þá lásum við upp fyrir hann furðusögur, ég og amma. Afi Baldur var með eindæm- um eljusamur. Hann helgaði sig bókmenntum á esperanto, þessu tilbúna tungumáli sem skapað var fyrir rétt rúmlega öld síðan til að sameina mannkynið, tungumál friðar og jafnréttis. Þegar afi fór á eftirlaun hætti hann ekki að vinna. Hann settist við tölvuna og hóf að skrifa. Hann orti ljóð og gaf út ljóða- bækur. Og hann þýddi íslenskar bókmenntaperlur yfir á alþjóða- málið esperanto, skáldsögur eft- ir Halldór Laxness, Íslendinga- sögur og nútímaljóð. Akademia Literatura de Esperanto, sem hefur tilnefningarleyfi til Nóbelsverðlaunanna í bók- menntum, hefur frá árinu 2007 tilnefnt afa til þeirra verðlauna. Afa míns Baldurs Ragnars- sonar verður sárt saknað. Fram- lag hans til bókmenntanna var ómetanlegt, sem kennara, þýð- anda og skálds á tveimur tungum. Djúpt skarð er hoggið í alþjóðasamfélag esperantista. Fyrir okkur ástvinina er sorgin sárari. Afi lék svo stórt hlutverk í lífi mínu, það er erfitt að ímynda sér hvernig næsti kafli verður. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Baldur afi! Ég var svo heppin að fá að kalla þig Baldur „afa“. Alltaf þegar við mamma komum til Reykjavíkur fórum við til ykkar Þóreyjar „ömmu“ á Sogaveginn og þú hafðir alltaf tíma fyrir mig. Ég fékk að toga endalaust í litlu spiladósina í stofunni og áð- ur en ég náði uppí spottann þá togaðir þú í, við hlustuðum agn- dofa á stefið „Augun mín og augun þín“. Svo fékk ég að sitja í óskastólnum þínum. Við spil- uðum á spil og þú nenntir að spila endalaust. Þú varst líka mjög þolinmóður þegar ég hringdi til að spjalla og spilaði a.m.k. eitt lag á fiðluna fyrir þig í símann. Mér fannst þú svo góður og ljúfur. Ég sakna þín. Ég trúi því að nú sért þú sæll og glaður í skýjahimninum. Kveðja Aðalheiður Jóna K. Liljudóttir. Afi, þú ert enn svo lifandi í hjörtum okkar barnabarnanna. Ég leyfi mér að tala fyrir okkur öll því ég held að við öll munum sama brosið sem var bara til- einkað barnabörnunum. Við munum sama dularfulla en glað- lynda jólasveininn með allar bækurnar og sögurnar. Ég man eftir sögunum um álfana og kan- ínuhirðingjana Kubb og Stubb og hinn vinsamlega Brján ridd- ara eins og ég sé enn fimm ára. Afi, við getum enn farið í göngutúra um Öskjuhlíðina og bankað upp á hjá Kubb og Stubb og hvorugur okkar er fimm ára og hvorugur okkar er dáinn. Við getum enn þegið ráð frá Brjáni riddara og velt fyrir okkur hvort kastalinn hans og heimaland séu nokkuð mjög langt í burtu. Þá ertu enn þá til því það ertu, þú sem segir sög- urnar, jafnvel í huga mér. Ég er líka viss um að þú munt enn styðja við mig og öll frænd- systkinin í menntagöngunni. Ég mun enn fá lánað af þolinmæði þinni og ró andspænis stórum og smáum þrautum fræðanna og þrautseigjunni í allri þekkingar- öflun og skilningi. Þú hefur allt- af verið mesti bakhjarl allra af- komenda þinna í skólanum og þér er boðið að mæta á allar út- skriftir og ókomna merkisat- burði í lífum okkar og ég veit að þú munt vera þar. Þó að það sé ekki alveg í alvörunni. En stuðn- ingurinn er í alvörunni því í huga mér er það þú sem veitir hann. Þú ert enn með okkur því þú hefur gefið svo mikið og skilið svo mikið eftir af sjálfum þér. Það er því helst leitt við brottför þína að þú fáir ekki að halda áfram að kynnast okkur. Það er leitt að þú fáir ekki að kynnast nýju afkomendunum og, að þó við munum segja þeim sögurnar um Kubb og Stubb og Brján riddara, er leitt að þau þurfi að sætta sig við að heyra bara sög- urnar um afa Baldur. Takk fyrir að hafa gefið með þér því það er svo gott að þekkja þig. Baldur Kolbeinn Halldórsson. Afi minn, Baldur Ragnarsson, kvaddi þennan heim á jóladag 25. desember 2018. Ég er svo lánsöm að hafa átt „auka“ foreldra sem ólu mig upp og kenndu mér svo margt um lífið og tilveruna, ömmu mína Þóreyju og afa minn Baldur. Amma og afi voru stóru fyr- irmyndirnar í lífi mínu sem og miklir áhrifavaldar. Þau mótuðu mig sem persónu og gerðu mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Afi var klettur fjölskyldunnar, traustur og sterkur og var alltaf til staðar fyrir mig. Hann veitti mér félagsskap, keyrði mig í tómstundir, fór með mig til læknis þegar ég var veik og þuldi upp fyrir mig Grettis sögu fyrir samræmdu prófin, svo ég nefni örfá dæmi. Sogavegurinn, þar sem amma og afi bjuggu, var mitt annað heimili. Þar dvaldi ég sem barn, unglingur og líka eftir að ég varð fullorðin. Á Sogaveginum ríkti svo mikil ást, ró og kyrrð og þar var stanslaus gestagang- ur. Þar var alltaf heitt á könn- unni og dyrnar stóðu ávallt opn- ar fyrir vinum og vanda- mönnum. Ég elskaði að liggja í sófanum inni í stofu innan um allar bækurnar hans afa á með- an afi sjálfur sat í óskastólnum sínum og annaðhvort fræddi mig um heiminn, þuldi upp ljóð á esperanto eða bara spjallaði um daginn og veginn. Afi var svo hlýr, umhyggjusamur og góður. Í lok hverrar heimsóknar kyssti hann mig og faðmaði og sagði mér að keyra heim gætilega. Svo stóð hann ávallt við eldhús- gluggann og fylgdist grannt með mér keyra niður brattan malar- veginn niður á Sogaveg. Afi var afskaplega vel lesinn og greindur og var eins konar alfræðiorðabók sem alltaf var hægt að leita í til að finna svör við hverju sem er. Ég hringdi í hann í tíma og ótíma þegar ég þurfti aðstoð við heimalærdóm- inn eða bara þegar ég var al- mennt að velta fyrir mér merk- ingu eða beygingu íslenskra orða. Hann kenndi mér m.a. að „augabrúnir“ og „augnabrýr“ væri hvor tveggja rétt mál- notkun. Elsku afi minn, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, það var ómetanlegt að hafa þig í lífi mínu. Frá því að ég var lítil stelpa hef ég kviðið fyrir þessum degi, deginum sem ég myndi þurfa að kveðja þig. Nú þegar ég lít til baka get ég ekki verið annað en þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi í lífi mínu. Ég vona að ég hafi veitt þér nægilega ást og um- Baldur Ragnarsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Okkar ástkæri ÓLAFUR THORARENSEN BJARNASON, Ránarbraut 23, Skagaströnd, lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss fimmtudaginn 13. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda Guðbjörg Haraldsdóttir Frændi okkar, GUÐMUNDUR HELGI HALLDÓRSSON, frá Skeggjastöðum, Mánatúni 2, Reykjavík, lést 24. desember síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. janúar klukkan 13. Frændsystkinin Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, NÍNA SÆUNN SVEINSDÓTTIR kennari, Hraunbraut 14, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítalans 28. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Ari Ólafur Arnórsson Kjartan Arnórsson Traci Klein Auðunn Arnórsson Margrét Sveinbjörnsdóttir Hrafn Arnórsson Þóra Arnórsdóttir Svavar Halldórsson Arnkell, Sæunn Una, Oddur, Halldór Narfi, Nína Sólveig og Ásdís Hulda. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HARALD S. HOLSVIK, Markholti 16, Mosfellsbæ, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut þann 27. desember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 7. janúar klukkan 13. Gígja Sólveig Guðjónsdóttir Guðjón D. Haraldsson Valbjörg Þórðardóttir Guðrún Dagmar Harald. Grétar Ólafsson Gígja Björg, Þórður, Marteinn og Dagmar Guðjónsbörn Ólafur Harald Grétarsson Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR BJÖRNSSON læknir, Markarvegi 2, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 29. desember. Ásdís Magnúsdóttir Björn Darri Sigurðsson Magnús Harri Sigurðsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF ÁSLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR frá Siglufirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 28. desember. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 13.00. Hákon Heimir Sigurðsson Alda Pétursdóttir Birgir Agnar Sigurðsson Ágústa Jóelsdóttir Rakel Rós, Brynjar Karl, Sigurður Ríkharð, Kristófer Ingi, Óskar Máni og Aron Thor

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.