Morgunblaðið - 02.01.2019, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019
PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is
ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR
Hrönn Þorgeirsdóttir, þroskaþjálfi í Reykjavík, fagnar þrítugs-afmæli sínu í dag. Hrönn starfar sem verkefnastjóri á leik-skólanum Jörfa í Bústaðahverfi.
„Starfið felst í því að stuðla að faglegu starfi í leikskólanum og
passa að yngsta kynslóðin læri sem mest. Ég starfa með öllum börn-
um á leikskólanum og öllu starfsfólkinu þar,“ segir Hrönn, en hún er
jafnframt þriggja barna móðir og hefur því í nægu að snúast.
Hrönn er í sambúð með Guillaume Rémy Kermen listskautara.
Guillaume er frá Frakklandi og starfar sem listskautakennari í
Skautahöllinni í Laugardal. Lengst af hefur parið búið saman á Ís-
landi. Þau hafa verið búsett hér á landi samfleytt í þrjú ár en fyrir það
ferðuðust þau mikið saman um Evrópu.
Börn þeirra Hrannar og Guillaume eru þau Tómas Ingi, f. 2011,
Elísa, f. 2014 og Mattías, f. 2017. „Það snýst allt um börnin og það er
nóg að gera,“ segir Hrönn.
Hún segir að enn sé óákveðið hvernig afmælisdeginum verði varið
en líklegast muni hún þó gera sér dagamun í tilefni dagsins. „Við
byrjum daginn á vinnu en svo kemur það bara í ljós,“ segir Hrönn að
lokum glöð í bragði.
Fjölskyldan Hrönn og Guillaume ásamt Elísu, Mattíasi og Tómasi Inga.
Afmælisdagurinn
hefst í vinnunni
Hrönn Þorgeirsdóttir er þrítug í dag
E
rla Wigelund Krist-
jánsson fæddist í
Grindavík 31.12. 1928.
Fljótlega eftir fæð-
ingu hennar flutti fjöl-
skyldan til Keflavíkur. Þegar Erla
var 12 ára flutti fjölskyldan síðan til
Reykjavíkur.
Erla var í Barnaskóla Keflavíkur,
í barnaskóla í Reykjavík og lauk
gagnfræðaprófi frá Ingimarsskóla
við Lindargötu.
Erla starfaði um skeið á lög-
fræðistofu í Reykjavík og sinnti síð-
an verslunarstörfum í Snyrti-
vöruversluninni Ókulus í
Austurstræti. Um þær mundir sótti
hún nám við Leiklistarskóla Ævars
R. Kvaran en þar kynntist hún lífs-
förunaut sínum, Kristjáni Krist-
jánssyni tónlistarmanni.
Kristján var hljómsveitarstjóri
Erla Wigelund Kristjánsson, fv. kaupmaður – 90 ára
Við púltið Erla tekur á móti viðurkenningu frá Félagi kvenna í atvinnurekstri. Hún er lipur og röggsöm ræðukona.
Erla í Verðlistanum –
kaupmaður í hálfa öld
Fínt fólk á Grillinu Hér er fjölskyldan úti að borða á Hótel Sögu um 1962.
Reykjavík Rósa
María Axelsdóttir
fæddist 2. febrúar
2018 kl. 22.01.
Hún vó 2.946 g og
var 49 cm löng.
Foreldrar hennar
eru Sunna Rós
Svansdóttir og
Axel Helgason.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is