Morgunblaðið - 02.01.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.01.2019, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019 Útsölustaðir: • Guðsteinn Eyjólfsson – Laugavegi • Heimkaup.is • Hagkaup • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Laugavegi • Karlmenn – Laugavegi • Vinnufatabúðin – Laugavegi • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Kaupfélag V-Húnvetninga • Skóbúð Húsavíkur • Haraldur Júlíusson – Sauðárkróki • Blómsturvellir – Hellissandi • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Bjarni Eiríksson – Bolungarvík • Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum • Axel Ó – Vestmanneyjum Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is Stay Original Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt þú hafir í mörg horn að líta máttu aldrei gleyma því að gera vel við þig sjálfa/n. Þú ert lukkunnar pamfíll, mundu að þakka fyrir það. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að sjá hlutina í réttu ljósi áð- ur en þú lætur til skarar skríða. Þú færð heimboð sem á eftir að breyta lífi þínu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Að ræða erfitt mál við vin er besta leiðin til þess að komast yfir það. Eitthvað áhugavert og óvenjulegt vekur áhuga þinn. Haltu þínu striki ótrauð/ur hvað sem hver segir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt yfirleitt sértu staðföst/fastur áttu það samt til að láta glepjast af gylli- boðum. Gefðu hluti sem þú ert hætt/ur að nota, það fylgir því léttir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Í dag má auðveldlega leysa deilumál sem upp hafa komið milli vina. Þolinmæði þín er af skornum skammti en láttu það ekki bitna á samferðafólki þínu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eina mínútuna ertu að skipuleggja frí, þá næstu að kaupa íbúð, þú flögrar út um allt. Skrifaðu drauma þína niður, þannig nærðu að skipuleggja þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert í toppformi. Einbeittu þér að því að sýna öðrum tillitssemi og ekki dæma annað fólk. Næsta sumar verður viðburðaríkt, svo vægt sé til orða tekið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ímyndunaraflið er af hinu góða ef menn kunna að hafa á því hemil og gera greinarmun á draumi og veruleika. Þú ert skynsemin uppmáluð í öllu sem þú gerir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú vekur athygli annarra og finnst notalegt að baða þig í henni. Reyndu að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu einskis ófreistað til þess að fá forvitni þinni svalað. Þú hefur gott nef fyrir fréttum og upplýsingum. Ekki spenna bogann of hátt í fasteigna- viðskiptum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vertu á varðbergi gagnvart þeim sem eru bara að hugsa um hvernig þú getir gagnast þeim. Sælla er að gefa en þiggja. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki gefa þumlung eftir í kröfum þínum, sem eru réttmætar. Þú ert að vakna upp af þyrnirósarsvefni og sérð ástvin í nýju óvæntu ljósi. Arnar Sigbjörnsson birtiútskriftarvísu á Leir fyrir jólin í tilefni þess að dóttir hans varð stúdent frá ME í vikunni og flutti Arnar henni vísu í tilefni áfangans. Mér finnst fara vel á að Vísnahorn hefji nýtt ár með þess- ari kveðju og árnaðaróskum: Bergrún þú varst barn í gær böðuð æskuljóma. Núna ert þú menntuð mær í mesta lífsins blóma. Tækifæri í tugafans á trjánum virðast spretta og víst er helsti vandi manns að velja kostinn rétta. Framundan er ferðalag og fjölskrúðugir vegir. Lifðu í sóma sérhvern dag sama hvert þú beygir. Á Þorláksmessu orti Helgi R. Einarsson og sagði að skötuilm- urinn mun brátt taka völdin, en það er fleira sem má leggja sér til munns og er sumum að skapi: Þorlákur þakk- var oft -látur þegar í kvöldmat fékk slátur og ef hann fékk nóg af ánægju hló, var aldeilis ljómandi kátur. Kötturinn Jósefína Meulen- gracht Dietrich og frændi hennar Eiður stilltu sér upp í eldhúsinu á aðfangadag og sungu jólasálminn fallega: Jólakalkún, jólanaut jólamjólk í krúsina, jólaostinn, jólagraut, jólatréð og músina. Séra Gamalíel prestur í Mýrdal varð úti á Arnarstakksheiði í frosti og snjó og fannst undir steini einum. Hafði hann klappað með broddstaf vísu þessa á stein- inn: Ein er kindin úti í vindinum, illa fer; standa vindir stafir blindir á steini hér, gæti þess lýðir: gert hefur smíði Gamalíel. Guðmundi á Sandi var brugðið um elli: Mér þó Elli búi ból, brún mín helst í skorðum, – ann ég bæði óttu og sól enn þá líkt og forðum. Og um mann, sem las lygið málgagn brosandi, orti Guð- mundur: Elska meir en úrvals-dygð ermafalinn kuta þeir, sem geta látið lygð liggja milli hluta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Útskriftarvísa og fleira gott „VIÐ SKULUM LÁTA ÞAÐ VERA OG SJÁ SVO TIL HVERNIG ÞÉR LÍÐUR Í NÆSTU VIKU.” „éG SKIL EKKI HVERNIG ÞÆR KOMUST ALLAR INN. Ég er alltaf meÐ búriÐ LÆST!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... erfitt að festa á blað. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann JÆJA, ÞETTA ER SÍÐASTA JÓLASMÁKAKAN EF VIÐ BORÐUM HANA VERÐA JÓLIN RAUNVERULEGA BÚIN TÍMINN LÆKNAR ÖLL SÁR SENDU KOKKINN FRAM SVO ÉG GETI KVARTAÐ! VILT ÞÚ KVARTA UNDAN EINHVERJU? JÁ! HVÍ HÖFUM VIÐ EKKI HIST FYRR? Áramótin nálgast og Víkverjistendur á lítilli hæð á höfuð- borgarsvæðinu ásamt fjölskyldu og vinum með tertuna og flugeldana sem voru keypt fyrr um daginn. Á hæðinni er fleira fólk og Víkverji sér ekki betur en að það sé með búslóð- ina með sér, stæður af stórum köss- um og alls kyns hafurtask. Einn úr hópnum grípur einn kassann, kemst með hann eina 15 til 20 metra áður en hann lætur hann niður. Víkverji heldur að maðurinn þurfi að hvíla sig, en þá dregur hann fram eldfæri og leggur eld að kassanum. Víkverji ætlar að fara að segja honum að það sé nú kannski óþarfi að kveikja í eig- um sínum, en þá byrja eldkúlur að skjótast upp úr kassanum og springa uppi í himninum með miklum glær- ingum og litadýrð. Þannig heldur sýningin áfram drykklanga stund. Hver kassinn á eftir öðrum er dreg- inn fram, kveikt í og upp úr þeim koma slík herlegheit að ekki er ann- að hægt en að fylgjast agndofa með. x x x Seint og um síðir tekst Víkverja aðskjóta sér að með litlu tertuna sína. Hún er á stærð við skókassa og minnir kannski fremur á eldspýtu- stokk í samanburði við koffortin, sem hann hefur fylgst með springa í loft upp. Víkverji var samt fjall- ánægður með litlu tertuna sína. Honum finnst flugeldarnir sínir vita- skuld alltaf bestir og fer ekkert ofan af því sama hvað á gengur í kringum hann. x x x Þó rifjaðist upp fyrir honum atriðiúr myndinni Ókindinni þar sem þrír menn eru á báti í leit að mann- ætuhákarli, tveir vanir menn og einn viðvaningur. Vönu mennirnir skiptast á sögum af því þegar þeir komust í tæri við hákarla og sýna ör- in, hvert öðru ógurlegra, sem þeir bera frá þeim viðureignum. Viðvan- ingurinn þegir, lyftir peysunni sinni svo lítið ber á þannig að glyttir í ör eftir botnlangaskurð, og ákveður að hann hafi ekkert til málanna að leggja. Dálítið eins og Víkverji með litlu raketturnar sínar á meðan hann fylgdist með stórskotaliðinu á gaml- árskvöld. vikverji@mbl.is Víkverji En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir Guði hjálpræðis míns. Guð minn mun heyra til mín. (Míka 7.7)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.