Morgunblaðið - 02.01.2019, Side 36

Morgunblaðið - 02.01.2019, Side 36
Söngkonurnar Arnhildur Valgarðs- dóttir, Berta Dröfn Ómarsdóttir, Elsa Waage, Íris Sveinsdóttir og Svava Kristín Ingólfsdóttir halda árlega jólatónleika sína annað kvöld kl. 20 að Skipholti 21. Þær kalla sig Jólanornirnar og segjast halda jólatónleika samhliða því að þrífa húsin sín og vitja góðra barna. Jólanornirnar lýsa sér sem kraft- miklum skellibjöllum sem gáfu sér ekki tíma til að fara með vitring- unum þrem að vitja Jesúbarnsins þar sem þær voru að þrífa hús sín. Jólanornirnar halda árvissa jólatónleika MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, ákvað í gær að kalla inn þriðja markvörðinn í landsliðshóp- inn fyrir þátttöku landsliðsins í alþjóðlegu handknattleiksmóti sem fram fer í Ósló síðar í vik- unni. Ágúst Elí Birgisson var valinn í gær og veitir þeim Aroni Rafni Eðvarðssyni og Björgvin Páli Gústavssyni samkeppni á loka- sprettinum fyrir HM. »3 Þriðji markvörðurinn valinn í landsliðið ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Hugmyndin er að gefa innsýn í það hvernig Flateyri var árið 2018,“ seg- ir Eyþór Jóvinsson, verslunarmaður á Flateyri. Því var fagnað síðasta laugardag, 29. desember, að hundrað ár voru liðin síðan verslunin Bræðurnir Eyj- ólfsson á Flateyri fékk verslunar- leyfi. Af því tilefni var innsiglað tímahylki sem verður læst næstu hundrað árin. Í tímahylkinu er að finna muni, bréf, teikningar og ljós- myndir sem Flateyringar og aðrir hafa safnað að undanförnu. Ætlunin er að gefa kynslóðum framtíðar- innar smá glugga inn í samfélagið í dag, rétt eins og bókabúðin veitir gestum sínum innsýn í samfélagið og lifnaðarhætti á fyrri hluta síðustu aldar. Eyþór segir að Bræðurnir Eyj- ólfsson sé elsta upprunalega verslun landsins. Hún er rekin í upphaflegu húsnæði með upprunalegum innrétt- ingum og enn af sömu fjölskyldu. Í dag ræður Eyþór þar ríkjum, en hann er langafabarn Jóns Eyjólfs- sonar, sem var einn þriggja stofn- enda verslunarinnar og verslunar- stjóri lengst af. Verslunin byrjaði sem nýlendu- vöruverslun en þróaðist smátt og smátt yfir í bókaverslun. Í dag er rekin þar fornbókasala auk þess sem gestum gefst kostur á því að líta inn í íbúð þeirra kaupmannshjóna, en hún hefur staðið nánast óbreytt frá því að Jón lést árið 1950. Verslunin er að vonum vinsæll viðkomustaður ferða- manna enda er engu líkara en að fólk stígi aftur í tímann að kíkja þar inn. Í samtali við Morgunblaðið segir Eyþór að hann hafi ekki yfirsýn um allt það sem fór í tímahylkið. „Nei, það verður eflaust spennandi fyrir fólk eftir hundrað ár að sjá hvað kemur upp úr kassanum. Við pöss- uðum upp á að þarna væru öll frí- merki sem gefin voru út á árinu, peningaseðlar og mynt sem var í notkun auk einhverra hluta sem ein- kenndu árið 2018. Svo var það undir fólki komið hvað fór þarna ofan í.“ Hann segir að Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Íslands, hafi sent bréf sem fór í tímahylkið. „Já, hann kíkti í heimsókn til okkar síðasta haust og skrifaði held ég eitthvað um þá heimsókn. En það koma kannski skrautleg leyndarmál í ljós í bréfi hans,“ segir hann í léttum tón. Umrætt tímahylki er raunar gam- all trékassi sem fannst uppi á háa- lofti verslunarinnar. Eyþór segir að hann hafi verið merktur og þéttur og ætti að geyma munina vel næstu áratugina. Tímahylkið verður geymt í anddyri verslunarinnar, fyrst um sinn hið minnsta. Aðspurður kveðst Eyþór engar áhyggjur hafa af öðru en að versl- unin og verslunarstaðurinn verði enn í blóma þegar kemur að því að opna tímahylkið eftir hundrað ár. „Já, eigum við ekki bara að vona það? Við erum alla vega búin að þrauka hér á Flateyri síðustu hund- rað árin og ég sé enga ástæðu til annars en að svo verði áfram. Við er- um alla vega brött í dag.“ Ljósmyndir og skrautleg leyndarmál Ljósmyndir/Ágústa Guðmundsdóttir Innsiglað Eyþór Jóvinsson við tímahylkið í bókabúðinni á Flateyri.  Tímahylki með munum og frásögnum Flateyringa innsiglað Góss Tímahylkið var fyllt af bréfum, myndum og fleiri munum frá 2018. Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Everton þegar liðið tók á móti Leic- ester City í 21. umferð ensku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu í gær en leiknum lauk með 1:0-sigri Leicester. Jamie Vardy skoraði eina mark liðsins. Þetta var annað tap Everton á skömmum tíma, en liðið beið lægri hlut fyrir Brighton á laugardag- inn. Aron Einar Gunn- arsson og sam- herjar í Cardiff steinlágu á heimavelli í gær fyrir leikmönnum Tottenham, sem komust upp í annað sæti. »2 Tap og aftur tap hjá Íslendingunum TÍMINN VINNUR MEÐ FLUGKORTINU Hjá blómlegum fyrirtækjum eru starfsmenn gjarnan á ferð og flugi. Með sérstökum afsláttar- kjörum á flugi eykur Flugkortið hagkvæmni í rekstri og tryggir lægri ferðakostnað starfsmanna. Skerðu niður ferðakostnaðinn innanlands Tryggðu fyrirtækinu þínu Flugkortið á airicelandconnect.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.