Morgunblaðið - 14.01.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 4. J A N Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 11. tölublað 107. árgangur
FINNUR LIST-
RÆNT SVIGRÚM
Í ÓRÆÐU RÝMI GÖNGUM FAGNAÐ
DRAMATÍSK OG
MÖGNUÐ SAGA SEM
MÁ EKKI GLEYMAST
VAÐLAHEIÐARGÖNG OPNUÐ 12 KRISTNESHÆLI 14FJÖLHÆF LISTAKONA 34
Snjóföl á jörðu og hækkandi sól varpaði birtu á Rauðavatnið í
gær. Það var ekki amalegt að spretta úr spori á viljugum fáki
þótt það væri kalt. Íslenska lopapeysan kom sér vel til að
halda hita á knapanum. Í dag er spáð austan 10-18 m/s við
Faxaflóa og snjókomu til að byrja með en rigningu eða slyddu
seinnipartinn og SV 5-13 með skúrum eða éljum í kvöld.
Vetrarstilla við Rauðavatn
Morgunblaðið/Hari
Íslenska karla-
landsliðið í hand-
knattleik tapaði
fyrir Evrópu-
meisturum Spán-
verja, 32:25, í
öðrum leik sínum
á heimsmeist-
aramótinu í
München í gær.
Íslenska liðið
þarf væntanlega
að vinna þá þrjá leiki sem það á eft-
ir til að komast í milliriðil keppn-
innar en Ísland mætir Barein
klukkan 14.30 í dag. » Íþróttir
Ísland þarf þrjá
sigra eftir tap gegn
Spánverjum
Guðmundur Þ.
Guðmundsson
Viðbragðstími í efri byggðum
Kópavogs er óviðunandi að sögn
Jóns Viðars Matthíassonar,
slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höf-
uðborgarsvæðisins. Áætlað er að
ný slökkvistöð verði tekin í gagn-
ið nálægt Arnarnesvegi árið 2021,
en Jón Viðar segir brýnt að ljúka
við veginn enda aukist umferð-
arflæði til muna með slíkri stofn-
braut. »10
Stytta þarf við-
bragðstímann
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Mikil aukning hefur orðið í sókn Ís-
lendinga í læknismeðferðir ytra
milli ára, til að mynda vegna tann-
lækninga. Alls sóttu 1.268 Íslend-
ingar sér læknismeðferð erlendis í
fyrra, samanborið við 781 árið 2017.
Mestur fjöldi var vegna svokall-
aðra tilskipunarmála, 816 einstak-
lingar sóttu þjónustu ytra en fengu
meðferðarkostnað eins og hann væri
á Íslandi. Alls greiddu Sjúkratrygg-
ingar Íslands 55 milljónir króna til
þessa hóps. Árið áður sóttu 243
samskonar þjónustu út fyrir land-
steinana. Halla Björk Erlendsdóttir,
deildarstjóri í alþjóðadeild Sjúkra-
trygginga Íslands, upplýsti að þessi
mikla aukning væri fyrst og fremst
til komin vegna tannlækninga.
Þeim fjölgar hratt sem kjósa að
leita sér læknismeðferðar í útlönd-
um þó samskonar þjónusta sé í boði
hér á landi. Er það gjarnan vegna
langra biðlista og að undangenginni
90 daga bið. 114 einstaklingar fengu
greiddan uppihalds- og ferðakostn-
að vegna slíkra meðferða í fyrra,
samanborið við 49 manns árið áður
og fimm einstaklinga árið 2016. Lið-
skiptaaðgerðir hafa verið algengast-
ar í þessum flokki síðustu ár.
Alls greiddu Sjúkratryggingar Ís-
lands út um 44 milljónir króna
vegna þessara meðferða á síðasta
ári.
Sprenging í læknis-
meðferðum erlendis
Alls sóttu 1.268 Íslendingar sér læknismeðferð ytra í fyrra
MSífellt fleiri leita... »4
Morgunblaðið/Eggert
Skurðaðgerð Sífellt fleiri Íslendingar leita sér læknismeðferðar erlendis.
Árna B. Stefánssyni, augnlækni og
hellakönnuði, voru nýlega afhent
þrjú dropsteinabrot sem tekin voru
úr Surtshelli/Stefánshelli líklega
fyrir um 100 árum. Dropsteinunum
var skilað í kjölfar viðtals við Árna í
Morgunblaðinu 10. nóvember sl. Þar
var fólk hvatt til að skila drop-
steinum úr íslenskum hraunhellum.
Bæði dropsteinar og hraunhellar
eru nú friðlýstir en þrátt fyrir það fá
þessar fágætu myndanir ekki að
vera í friði. Dropsteinabrotin, sem
var skilað, höfðu gengið í arf á milli
kvenna í þrjár kynslóðir. »4
Morgunblaðið/Hari
Dropsteinn Eitt brotanna þriggja.
Dropstein-
um skilað
Fágætar gersemar