Morgunblaðið - 14.01.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Lýstu áhyggjum hjá ríkisendurskoðanda
Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu fund vegna fjármála Flokks fólksins Ólafur tekur
undir gagnrýni Karls Gauta á hendur Ingu Sæland Telja óeðlilegt að formaðurinn hafi fjárráðin
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti
Hjaltason, þingmenn Flokks fólksins,
lýstu áhyggjum af fjármálum flokks-
ins fyrir ríkisendurskoðanda síðasta
haust og gerðu grein fyrir því að Inga
Sæland, formaður flokksins, færi með
fjárráð hans.
Í samtali við Morgunblaðið tekur
Ólafur undir gagnrýni Karls Gauta á
hendur formanni flokksins sem fram
kom í grein hans í Morgunblaðinu á
laugardag. Í greininni gagnrýndi
Karl Gauti það að Inga Sæland hefði
prókúru flokksins og væri jafnframt
gjaldkeri hans og að sonur Ingu hefði
verið ráðinn á skrifstofu flokksins. Þá
áréttaði hann að hann hefði áður gert
grein fyrir þeirri gagnrýni á hendur
Ingu sem hann lét í ljós á barnum
Klaustri í lok síðasta árs, m.a. í sam-
tölum við Ingu sjálfa.
Ólafur gagnrýndi Ingu einnig
„Þetta er gagnrýni sem við höfum
báðir haft uppi,“ segir Ólafur og
kveðst aðspurður sjálfur einnig hafa
gert athugasemdir við formann
flokksins um fjár-
málin.
„Ég lét uppi við
formanninn það
sjónarmið að ég
teldi ekki rétt að
fjármál flokksins
væru í höndum
kjörinna fulltrúa.
Þetta gerðum við
strax báðir
snemma í nóvem-
ber árið 2017 á þingflokksfundi,
skömmu eftir að við vorum kjörin á
þing. Þegar upp komu ráðagerðir
nokkru síðar um að ráða einstakling
úr fjölskyldu hennar [á skrifstofu
flokksins], þá sögðum við við for-
manninn að þetta væri eitthvað sem
ætti ekki við. Þetta var á fyrri hluta
ársins 2018,“ segir Ólafur.
Þekkist ekki annars staðar
Ólafur segir að þeir félagar hafi
báðir haft miklar áhyggjur af þessum
atriðum og nefnir að hann þekki ekki
dæmi þess að stjórnmálaforingjar
hafi með fjármál flokka sinna að gera.
„Ég yrði mjög hissa ef þetta væri
þekkt í nokkrum flokki hér á landi,
annars staðar á Norðurlöndunum eða
í Evrópu. Ég hefði haldið að þetta
væri viðurkennt sjónarmið. Ég tel að
það sé líka viðurkennt sjónarmið að
þeim sem fara með opinbert fé ber að
sýna ýtrustu aðgát og fara að skýrum
ákvæðum laga um þau efni, m.a. um
verkaskiptingu. Stjórnmálaflokki og
þeim sem hafa verið settir til starfa á
hans vegum stafar mikil orðspors-
hætta af slíkri skipan mála eins og nú
hefur verið staðfest að er uppi hjá
Flokki fólksins. Þetta á jafnt við þótt
ekki séu uppi neinar spurningar um
misferli af nokkru tagi,“ segir hann.
Lýstu áhyggjum sínum
Á síðasta ári áttu þeir Ólafur og
Karl Gauti fund með ríkisendurskoð-
anda vegna málsins sem fyrr sagði.
Ólafur segir að þeir hafi talið það
skyldu sína að upplýsa ríkisendur-
skoðanda um þessa þætti í starfsemi
flokksins.
„Eftirlit með fjárreiðum stjórn-
málaflokka er á hendi Ríkisendur-
skoðunar. Skömmu eftir að nýr mað-
ur tók þar við embætti árið 2018
greindum við honum frá þessum stað-
reyndum og lýstum áhyggjum okkar.
Við áttum ágætt samtal við hann um
eftirlit með fjárreiðum stjórnmála-
flokka,“ segir Ólafur.
Ólafur
Ísleifsson
Karl Gauti
Hjaltason
Inga
Sæland
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Stjórn launasjóðs listamanna mun í
dag funda vegna úthlutunar úr sjóðn-
um sem tilkynnt var um nú fyrir helgi.
Einar Kárason rithöfundur hefur lýst
furðu yfir því að hafa ekki fengið út-
hlutun úr sjóðnum í ár og í samtali við
Fréttablaðið kvaðst hann ekki hafa
fengið svar frá sjóðnum.
Einar hefur starfað sem rithöfundur
í um fjóra áratugi og í fjórgang verið
tilnefndur til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs. Hann vann Íslensku
bókmenntaverðlaunin árið 2008 fyrir
bókina Ofsa.
Fram kom að tíðindin kæmu honum
á óvart, en hann hafði ekki kannað
hvort hann hefði fengið tölvupóst frá
Rannís, sem úthlutar úr sjóðnum, þeg-
ar blaðamaður Fréttablaðsins náði af
honum tali.
Í samtali við Vísi sagði hann að lík-
lega þættu verk einhverra annarra rit-
höfunda merkilegri en þau sem hann
skrifaði. Hann þyrfti nú að finna sér
annað að gera. Einar fékk sex mánaða
laun úr sjóðnum í fyrra og greindi frá
því að frá því hann hefði hætt að fá
greiðslur úr sjóðnum á síðasta ári hefði
hann ekkert skrifað heldur unnið að
margvíslegum öðrum verkefnum.
„Allir umsækjendur fengu svarbréf
áður en fjölmiðlum var send tilkynn-
ingin,“ segir Bryndís Loftsdóttir, for-
maður stjórnar launasjóðs listamanna,
en sem fyrr sagði verður fjallað um
mál Einars í dag. Í stjórninni sitja auk
Bryndísar Markús Þór Andrésson, til-
nefndur af Listaháskóla Íslands, og
Hlynur Helgason, tilnefndur af
Bandalagi íslenskra listamanna.
Úthlutað var 555 mánaðarlaunum
úr launasjóði rithöfunda og bárust 253
umsóknir um 2.745 mánuði í launasjóð-
inn. Alls fengu 79 rithöfundar úthlutað
úr sjóðnum í ár.
Ræða mál Einars í dag
Stjórn launasjóðs listamanna tekur mál Einars fyrir í dag
Gagnrýnir að hafa ekki fengið úthlutað úr sjóðnum í ár
Einar
Kárason
Bryndís
Loftsdóttir
Samninganefndir
iðnaðarmanna og
Samtaka atvinnu-
lífsins hittast aft-
ur í dag til við-
ræðna. Síðasti
fundur var á
laugardaginn var.
„Við erum að
tala saman, sem
er jákvætt,“ sagði
Kristján Þórður
Snæbjarnarson, formaður Rafiðn-
aðarsambands Íslands og 2. varafor-
seti ASÍ. Auk Rafiðnaðarsambands-
ins eiga fulltrúa í samninganefnd
iðnfélaganna Byggiðn, VM, Grafía,
Félag hársnyrtisveina, Félag málm-
iðnaðarmanna á Akureyri, FIT og
Matvís.
Ekki er byrjað að ræða launamál
með beinum hætti, að sögn Krist-
jáns. Ein meginkrafa iðnaðarmanna
er að stytta heildarvinnutíma án
launaskerðingar og það er á meðal
þess sem rætt hefur verið.
„Við höfum lagt fram kröfur iðn-
aðarmanna og erum að sjá hvað við
komumst langt með þær, líkt og aðr-
ir sem sitja við samningaborðið,“
sagði Kristján. Hann sagði að málin
ynnust hægt og taldi ekki líklegt að
stórra tíðinda væri að vænta í vik-
unni. gudni@mbl.is
„Við erum
að tala
saman“
Kristján Þ.
Snæbjarnarson
Árleg nýársganga Cavalier-deildar Hundarækt-
arfélags Íslands fór fram í miðborg Reykjavíkur
í gær og kom góður fjöldi eigenda fjörugra fer-
fætlinga saman við ráðhús Reykjavíkur áður en
gengið var í kringum Reykjavíkurtjörn. Í göng-
unni gefst hundaeigendunum færi á að kynnast
hver öðrum og hundunum einnig. Þrátt fyrir
frostviðri nutu sín allir, hundarnir undir feld-
inum og eigendurnir í þykkum úlpunum.
Í kringum tjörnina á fjórum jafnfljótum
Morgunblaðið/Hari
Árleg nýársganga Cavalier-deildar Hundaræktarfélags Íslands