Morgunblaðið - 14.01.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
Ríkið áætlar að skattleggja bif-reiðaeigendur um nær 50
milljarða króna á þessu ári. Meira
en þriðjungur þeirrar fjárhæðar,
um 18 milljarðar króna, á að fara til
annarra mála en vegagerðar.
Bjarni Gunnarsson umferðar-verkfræðingur vék að þessu í
Morgunblaðinu um helgina og sagði
að í ljósi þessa væri eðlilegt að bif-
reiðaeigendur væru ekki sáttir við
fyrirhugaða vegtolla sem eigi að
innheimta aðallega á þremur helstu
vegtengingum höfuðborgarinnar.
Vegtollar geta verið gagnlegir tilað ráðast í einstök verkefni á
borð við Hvalfjarðargöng á sínum
tíma.
Þegar staðan er hins vegar sú aðflestir bifreiðaeigendur eru
skattlagðir af miklum þunga, bæði
þegar þeir kaupa bíla og þegar þeir
nota þá, en stór hluti skattanna fer í
annað en vegi, þá er orðið mun
hæpnara að leggja á veggjöld til al-
mennrar uppbyggingar vegakerf-
isins.
Væri slíkum veggjöldum bætt viðnúverandi skatta á bifreiðaeig-
endur, sem að stórum hluta fara til
annarra verkefna en vegagerðar,
þá væri erfitt að halda öðru fram en
að í raun væri um aukna almenna
skattlagningu að ræða.
Verði aðrir skattar á bifreiða-eigendur lækkaðir á móti og
tryggt að bifreiðaskattarnir sem
eftir væru færu allir í vegagerð
væru hugmyndir um stóraukin
veggjöld annars eðlis.
Er þörf á að hækka
skatta á bifreiðar?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Eiríkur Ingólfsson við-
skiptafræðingur lést á
heimili sínu í Fredrik-
stad í Noregi 9. janúar,
58 ára gamall.
Eiríkur fæddist í
Reykjavík 3. júlí 1960
og var sonur séra Ing-
ólfs Guðmundssonar,
síðar lektors og nám-
stjóra, og Áslaugar Ei-
ríksdóttur bókavarðar.
Eiríkur varð stúdent
frá MS 1980 og cand.
oecon. frá Háskóla Ís-
lands 1985. Hann lauk
meistaragráðu í stjórn-
un frá BI 2005. Auk þess sótti hann
námskeið í verkefnastjórnun og
framtíðarfræðum.
Eiríkur var m.a. framkvæmda-
stjóri SUS 1983-85, framkvæmda-
stjóri Félagsstofnunar stúdenta
1986-90 og véladeildar Heklu hf.
1990-93. Var verkefnisstjóri og
blaðamaður við Viðskiptablaðið
1993-94 og framkvæmdastjóri ISS-
þjónustunnar 1994-96. Hann flutti til
Noregs 1997 og starfaði þar m.a. hjá
sveitarfélaginu Þrándheimi, sem
framkvæmdastjóri Smartnett AS og
síðar SiT Bolig AS. Eftir það fékkst
hann einkum við verkefnastjórnun
og ráðgjöf í Noregi og á Íslandi. Ei-
ríkur skrifaði bókina
Framtíðin – frá óvissu
til árangurs ásamt
Karli Friðrikssyni og
Sævari Kristinssyni
(Reykjavík 2007).
Hann tók mikinn
þátt í félagsmálum og
gegndi ábyrgðar-
stöðum í félagsmálum
stúdenta á náms-
árunum og í starfi
Sjálfstæðisflokksins.
Eftir að Eiríkur flutti
til Noregs tók hann
mikinn þátt í starfi
Hægri flokksins
(Høyre) í Þrándheimi og síðar í
Fredrikstad. Hann var formaður
flokksins í Fredrikstad.
Eiríkur var músíkalskur og var á
tímabili umboðsmaður Mezzoforte
auk þess að halda utan um heima-
síðu hljómsveitarinnar um tíma.
Eiríkur kvæntist Sesselju Árna-
dóttur kennara 1981. Þau skildu.
Þau eignuðust Áslaugu, Leif og
Heiðar. Eiríkur lætur eftir sig fjög-
ur barnabörn. Hann var í sambúð
með Mette Bakken er hann lést.
Bálför Eiríks verður gerð í Noregi
22. janúar. Aska hans verður flutt til
Íslands og verður haldin hér kveðju-
athöfn sem verður auglýst síðar.
Andlát
Eiríkur Ingólfsson
viðskiptafræðingur
Sjálfstæðismenn leggja fram tvær tillögur í
borgarstjórn á morgun í tengslum við
Braggamálið svonefnda. Björn Gíslason,
borgarfulltrúi, flytur tillögu um breytingar
á innkauparáði þar sem kveðið er á um að
vægi eftirlitshlutverks ráðsins verði aukið
og kjörnum fulltrúum verði fjölgað úr
þremur í fimm.
Þá er lagt til að einungis tveir fulltrúar
ráðsins geti vísað málum á borði eftirlits- og
innkauparáðs til innri endurskoðunar.
Þá flytur Örn Þórðarson tillögu um að
farið verði yfir ferla sem tryggi að stofnanir
og stjórnendur borgarinnar skrái og varð-
veiti skjöl í samræmi við lög um opinbera
skjalavörslu. Skýrð verði ábyrgð stjórnenda
borgarinnar varðandi framúrkeyrslu á fjár-
heimildum með sambærilegum ákvæðum og
eru í 38. gr. laga um opinbera starfsmenn.
Að lokum er lagt til að borgarstjórn sam-
þykki að skerpa á og skýra upplýsingagjöf
stjórnenda Reykjavíkurborgar varðandi
framvindu verkefna, verklegra fram-
kvæmda og útgjalda í tengslum við þau.
Að sögn Eyþórs Arnalds, oddvita sjálf-
stæðismanna, er síðarnefnda tillagan alfarið
byggð á ábendingum innri endurskoðunar í
umræddri skýrslu, en tillagan um inn-
kauparáð beint frá sjálfstæðismönnum
komin. „Það þarf engan stýrihóp í þetta,
heldur bara að samþykkja þetta. Ég sé ekki
hvaða rök eru möguleg á móti þessu,“ segir
hann.
Leggja til úrbætur vegna Braggans
Sjálfstæðismenn leggja til lausnir í stjórnsýslunni „Það þarf engan stýrihóp“
Eyþór
Arnalds