Morgunblaðið - 14.01.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 14.01.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Staðan í efri byggðum Kópavogs er óviðunandi hvað varðar við- bragðstíma,“ segir Jón Viðar Matt- híasson, slökkviliðsstjóri Slökkvi- liðs höfuð- borgarsvæðisins bs. Hann segir að út frá faglegu sjónarmiði sé tvennt mikilvæg- ast til að bæta viðbragðstímann í Kópavogi, ann- ars vegar að ljúka við Arnar- nesveg og hins vegar flutningur á stöð slökkviliðsins við Tunguháls á lóð nálægt Arnarnesvegi, sem er á framkvæmdaáætlun árið 2021. Með Arnarnesvegi aukist umferð- arflæðið, en mikið álag sé orðið á gatnakerfinu. „Í brunavarnaráætlun frá síðasta vori er viðbragðstíminn greindur á öllu höfuðborgarsvæðinu út frá þeim slökkvistöðvum sem við erum með. Þar kemur fram að breyting þurfi að verða til þess að bæta við- bragðstímann í Kópavogi, þá sér- staklega í efri byggðum. Með þetta í huga hefur nýrri stöð slökkviliðs- ins, sem kemur í stað stöðvarinnar við Tunguháls, verið valinn staður nálægt Arnarnesveginum. Við sjáum inni í framtíðinni að þarna komi stofnbraut sem á eftir að hjálpa okkur við að stytta við- bragðstímann í austurhlutanum. Stofnbrautir eru lykilatriði svo slökkvilið og sjúkrabílar geti kom- ist fljótt og örugglega á vettvang,“ segir Jón Viðar. Í brunavarnaráætluninni kemur fram að við bestu aðstæður sé við- bragðstími í Kópavogi innan marka í 80% tilvika en þá er miðað við að slökkvilið sé komið á vettvang inn- an 10 mínútna frá útkalli. Salir, Kórar og Hvörf í efri byggðum Kópavogs lendi að miklu leyti utan þessara marka. Á álagstíma er við- bragðstími í Kópavogi innan 10 mínútna viðmiðunar í 32% tilvika. Vegurinn lífsnauðsynlegur Forsvarsmenn Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins mættu á fund bæjarráðs Kópavogs nýlega. Farið var yfir stöðuna og brunavarnar- áætlun höfuðborgarsvæðisins kynnt. Á fundinum samþykkti bæj- arráð Kópavogs eftirfarandi álykt- un: „Brunavarnaráætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins undirstrikar hversu aðkallandi og í raun lífs- nauðsynlegur Arnarnesvegurinn er fyrir Kópavog og nágrannasveitar- félög. Ljóst er að vegurinn er eina leiðin til að hægt sé að tryggja eðli- legan útkallstíma slökkviliðs og sjúkrabíla í stórum hluta Kópa- vogs. Bæjarráð Kópavogs ítrekar áskorun til alþingismanna að tryggja að staðið verði við sam- gönguáætlun 2011-2023 um að Arn- arnesvegur sé lagður á árunum 2019-2023.“ Slæm staða í efri byggðum  Stytta þarf viðbragðstíma slökkviliðs í Kópavogi  Áætlað að ný stöð verði tekin í notkun nálægt Arnarnesvegi 2021  Bæjarráð ítrekar fyrri áskorun Lo ft m yn di r e hf . Lenging vegar 1,5 km Fyrirhuguð lenging Arnarnesvegar að Breiðholtsbraut Hvörf Kórar Salir Seljahverfi Vatnsenda- hæð KÓPAVOGUR REYKJAVÍK Fell Breiðholtsbraut Arnarnesvegur Vatnsendavegur Ar na rn es ve gu r Jón Viðar Matthíasson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal félagsmanna BHM eftir að tilkynnt var um skerðingu á úthlut- unum úr sjúkrasjóði félagsins í síð- asta mánuði. Eins og hjá fleiri stéttarfélögum hefur umsóknum um sjúkradagpeninga fjölgað um- talsvert að undanförnu og ákvað stjórn sjóðsins að tryggja rekstur hans með þessum hætti. Ýmsar skerðingar voru kynntar. Sjúkradagpeningar eru nú greiddir að hámarki í níu mánuði í stað tólf mánaða, gleraugnastyrkir, fæðing- arstyrkir, tækni- og glasafrjóvgun- arstyrkir voru lækkaðir og þannig mætti áfram telja. Þá var heilsu- ræktarstyrkur skertur úr 25 þús- und krónum á ári niður í 12 þúsund krónur. Sú skerðing virðist einmitt standa nokkuð í félagsmönnum og furða margir sig á því að heilsuefl- ing sé skorin niður til að reyna að stemma stigu við aukinni ásókn í styrki vegna heilsuleysis. „Og ætliði að draga úr heilsu- styrkjum til að mæta þessari þró- un? Er ekki ráðið einmitt að auka heilsustyrk til þess að fyrirbyggja notkun sjúkrasjóða? Mikið finnst mér þetta röng aðferðafræði hjá ykkur,“ skrifaði Hanna Björg Kon- ráðsdóttir á facebooksíðu BHM og hlaut góðar undirtektir. Fleiri leggja þar orð í belg og furða sig á þessari ákvörðun. Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður BHM, kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki hafa heyrt af umræddri gagnrýni. „Stjórn sjúkrasjóðsins ber ábyrgð á rekstri og tekur ákvarðanir eins og þessa og kynnir fyrir aðildarfélögum. Að- alverkefni sjóðsins er að greiða út sjúkradagpeninga og það þarf auð- vitað að hafa í huga þegar svona ákvarðanir eru teknar. Að sjálf- sögðu er það ekki til vinsælda fallið að þurfa að lækka styrki, ég skil það svo sem alveg, en þetta er ekki gert að ástæðulausu,“ segir hún. Maríanna H. Helgadóttir, for- maður stjórnar sjúkrasjóðs BHM, segir að niðurskurðurinn hafi verið sársaukafull aðgerð en nauðsynleg, ellegar hefði sjóðurinn verið rek- inn með 57 milljón króna halla í fyrra. „Sorglegast var að þurfa að skerða sjúkradagpeningana. Við hefðum gjarnan viljað halda heilsuræktarstyrknum óbreyttum enda forvarnarhluti að fólk stundi heilsurækt. Það er hins vegar styrkur sem heggur vel í, það eru margir sem fá hann. Við vitum líka að margir fá endurgreiðslur frá vinnuveitanda vegna líkamsræktar og þær greiðslur geta verið hærri.“ Hún segir að fyrir lítinn sjóð eins og sjúkrasjóð BHM muni mik- ið um þessa auknu ásókn. „Ef aukning í sjúkradagpeninga heldur áfram verðum við að skerða styrk- ina enn frekar og jafnvel sjúkra- dagpeningana.“ Stjórn sjóðsins fundar í næstu viku og þá kemur í ljós hvort umsóknum hafi haldið áfram að fjölga síðasta mánuðinn. Maríanna segist ekki vera bjart- sýn að ásókn í sjúkrasjóð minnki í bráð enda séu áreiti og streita vandamál í samfélaginu og algengt að fólk veikist. „Fólk virðist vera búið að keyra sig gjörsamlega í kaf, þetta er vinnumarkaðstengt vandamál sem samfélagið þarf að taka á.“ Furða sig á að heilsustyrkur sé skorinn niður  Félagsmenn BHM lýsa óánægju með skerðingar úr sjúkrasjóði félagsins Maríanna Hugrún Helgadóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is VR mun standa við hækkun á mán- aðarlaunum starfsmanna félagsins, hvort sem kröfurnar verða upp- fylltar þegar kjarasamningar nást eða ekki. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Mánaðarlaun allra starfsmanna VR, að formanni og fram- kvæmdastjóra félagsins undan- skildum, hækkuðu um 42.000 krón- ur frá og með 1. janúar 2019, í samræmi við kröfur VR. „Það var tekin ákvörðun um að hækka launin um krónutölu svo að allir starfsmenn fá sömu krónutöl- una, eins og er í kröfugerðinni okk- ar. Það er heimilt að gera þetta, fylgja góðu fordæmi félagasamtaka og fyrirtækja og fara eftir kröfu- gerð stéttarfélaganna okkar. Starfsfólk VR á rétt á launa- viðtali einu sinni á ári og þetta er niðurstaðan eftir þau viðtöl, auk þess er þetta innan þess ramma sem við setjum framkvæmda- stjórninni,“ segir Ragnar. Aðspurður sér Ragnar ekki fyrir sér að laun verði hækkuð í pró- sentum þar sem kröfurnar snúa einungis að krónutöluhækkunum. „Krafan okkar er ekki prósentu- hækkun heldur krónutöluhækkun. Ég get ekki séð að það verði samið í prósentum,“ segir Ragnar. Á miðvikudag mun VR funda með ríkissáttasemjara og Sam- tökum atvinnulífsins en Ragnar segir að eftir þann fund muni línur skýrast verulega í kjaraviðræð- unum. Þá muni forsvarsmenn VR verða vísari um vilja SA til að koma til móts við kröfur félagsins. VR stendur við hækkanir  Laun starfsmanna VR hækka, óháð gangi kjaraviðræðna Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á fimmta tímanum á laugardag vegna elds sem kom upp í hjólhýsi á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikinn svartan reyk lagði frá hjólhýsinu að sögn sjón- arvotta. Einn slökkvibíll var sendur á vettvang og vel gekk að ráða nið- urlögum eldsins samkvæmt upplýs- ingum frá slökkviliðinu á höfuð- borgarsvæðinu. Eldurinn kom upp í hjólhýsi og náði að breiðast út í fólksbíl sem stóð við hliðina á hjólhýsinu. Bæði bíllinn og hjólhýsið eru gjörónýt. Engin slys urðu á fólki en eig- andi hjólhýsisins var inni í því þeg- ar eldurinn kom upp, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu, en hann náði að komast út af sjálfs- dáðum. Eldur Bíllinn og hjólhýsið eru gjörónýt. Eldur í bíl og hjól- hýsi úti á Granda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.