Morgunblaðið - 14.01.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
Söfnum í neyðarmatarsjóð til
matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp
Íslands fyrir þá fjölmörgu sem
lægstu framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
Guð blessi ykkur öll
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hafnasamlag Norðurlands auglýsti í
síðasta mánuði eftir tilboðum í leng-
ingu Tangabryggju á Akureyri.
Tvö tilboð bárust í verkið og var
það lægra frá Árna Helgasyni á
Ólafsfirði, 168,4 milljónir króna.
Bryggjan verður lengd um 168
metra til suðurs og verður hún lengd
alveg að Oddeyrarbryggju. Tanga-
bryggja verður eftir þetta tæpir 370
metrar.
Lengingin er gerð til að bæta að-
stöðu við lestun og losun á skipum
inn á athafnarsvæði Eimskipa, að
sögn Péturs Ólafssonar hafnar-
stjóra. Auk þess sem þetta kemur til
með að bæta verulega aðstæður við
losun skipa við fóðurverksmiðju Bú-
stólpa. Jafnframt munu skemmti-
ferðaskip nýta þessa viðbót.
Lengingin er nauðsynleg til að
mæta þeirri aukningu sem orðið hef-
ur á síðari árum í komum frakt- og
skemmtiferðaskipa til Akureyrar, að
sögn Péturs.
Gríðarleg aukning hefur verið á
komum skemmtiferðaskipa til Akur-
eyrar á undanförnum árum. Í fyrra
voru skipakomur þangað 138, en til
samanburðar voru þær 63 árið 2013.
Ef bætt er við skipakomum til
Grímseyjar og Hríseyjar, eru þær
alls 179. Með þessum skipum komu
127.918 farþegar og í áhöfn voru
56.611. Þjóðverjar voru lang-
fjölmennastir í hópi farþega, eða rétt
tæplega 40 þúsund.
Lenging Tangabryggju felst m.a. í
því að steypa um 216 metra langan
kantbita með pollum, kanttré, stig-
um og þybbum. Þá þarf að fylla upp
fyrir innan þil, alls um 6.000 rúm-
metra. Þá felst í verkinu niðurrif á
Sverrisbryggju framan við Bú-
stólpa.
Stálþilsrekstri skal lokið fyrir 1.
maí 2019 og verkinu í heild eigi síðar
en 1. júlí 2019.
Mikil fjölgun á skipakomum
Tangabryggja á Akureyri verður lengd um 168 metra
Verkinu lokið á þessu ári Nýtist skemmtiferðaskipum
Ljósmynd/port.is
Tangabryggja Skemmtiferðaskip liggur við bryggjuna og flutningaskip á siglingu. Bryggjan verður lengd í suðurátt.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Eignardómsstefna var höfðuð fyrir
Héraðsdómi Suðurlands 21. desem-
ber 2018 til öflunar dóms um eign-
arrétt íslenska ríkisins yfir jörðinni
Felli í Mýrdalshreppi. Þetta kom
fram í Lögbirtingarblaðinu 11. jan-
úar sl.
Forsaga málsins er sú að ríkið
seldi 21. mars sl. jörðina Fell til
Skógræktarfélags Reykjavíkur, en
kaupsamningi var vísað frá þinglýs-
ingu hjá sýslumanninum á Suður-
landi með þeim rökum að ekki virtist
vera til að dreifa þinglýstri eignar-
heimild að Felli og að útgefanda
skjalsins brysti því heimild til eignar
á þann veg er í skjalinu greindi. Af
þessum sökum telur ríkið óhjá-
kvæmilegt að höfða eignardómsmál
til að öðlast með dómi formlegt
heimildarskjal til staðfestu á eignar-
rétti sínum að jörðinni.
Saga jarðarinnar ítarlega rakin
Í eignardómsstefnunni er saga
jarðarinnar rakin í löngu máli og ým-
is rök talin til. Heldur íslenska ríkið
því fram að jörðin Fell hafi um aldir
verið í eigu ríkisvalds á Íslandi á
hverjum tíma frá því Kristján kon-
ungur þriðji í Danmörku sló form-
lega eign sinni á eignir klaustra
landsins eftir siðaskiptin, þar á með-
al jarðeignir klaustranna. Þannig
hafi konungsvaldið frá miðri sex-
tándu öld og fram á þá nítjándu farið
með eignarráðin allt þar til innlent
ríkisvald hafi tekið yfir jarðirnar.
Þá er vísað til ýmissa heimilda um
eignarhald jarðarinnar eftir nítjándu
öld. Fram kemur m.a. að árið 1988
hafi verið undirritaður samningur
milli landbúnaðarráðuneytisins og
Skógræktarfélags Reykjavíkur um
leigu á jörðinni til skógræktar. Þá
hafi ráðuneytið staðfest samning
Skógræktarfélags Íslands og Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur um land-
græðsluskóg og hann hafi m.a. náð
til jarðarinnar samkvæmt leigu-
samningnum frá 1988.
Með stefnunni stefnist hverjum
þeim sem kann að telja sig eiga rétt
til Fells til þess að mæta á dómþing
Héraðsdóms Suðurlands 20. febrúar
nk. og sanna rétt sinn til jarðarinnar
og mannvirkja á henni.
Vilja eignarrétt
sinn staðfestan
Eignardómsmál höfðað vegna Fells
Ríkið lýsir yfir eignarrétti að jörðinni
Dómsmál Málið er höfðað fyrir
Héraðsdómi Suðurlands.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Ýmsar athugasemdir við starfsemi
héraðsskjalasafna hér á landi eru
gerðar í skýrslu Þjóðskjalasafns Ís-
lands sem kom út í desember.
Skýrslan er unnin upp úr niðurstöð-
um eftirlitskönnunar sem gerð var
meðal héraðsskjalasafnanna árið
2017. Meðal þess sem kemur fram í
skýrslunni er að rafrænni skjala-
vörslu sé víðast hvar ekki sinnt eins
og reglugerðir gera ráð fyrir.
Samkvæmt könnuninni tók ekkert
héraðsskjalasafn á Íslandi við raf-
rænum gögnum frá afhendingar-
skyldum aðilum til varðveislu árið
2017. Borgarskjalasafn Reykjavíkur
er eina héraðsskjalasafnið sem hefur
hafið rafræna skjalavörslu.
Í skýrslunni er ýmislegt fleira
fundið að starfsemi héraðsskjala-
safnanna. Meðal annars er tekið
fram að eftirliti með skjalavörslu og
skjalastjórn afhendingarskyldra að-
ila sé ábótavant, samþykkt mála-
lykla og skjalavistunaráætlana sé
verulega ábótavant og að afritun
mikilvægra skjala sé „skammt á veg
komin“. Þá er bent á að hjá mörgum
héraðsskjalasöfnum uppfylli skjala-
skráning ekki reglur og staðla og að
skýrslugjöf til Þjóðskjalasafnsins sé
af skornum skammti. Raunar sendi
aðeins þriðjungur safnanna Þjóð-
skjalasafni skýrslur og víða var lítið
yfirlit haft með starfsemi safnanna.
Niðurstöður skýrslunnar eru ekki
neikvæðar að öllu leyti. Tekið er
fram að skjalageymslurnar tryggi að
mestu varðveislu safnkostsins og að
öll söfnin sinni miðlun hans eins og
ætlast sé til. Jafnframt sé aðstaða
fyrir gesti víðast hvar góð. Þörf sé þó
á auknu geymsluplássi.
Fundið að starf-
semi skjalasafna
Rafrænni skjalageymslu hvergi sinnt