Morgunblaðið - 14.01.2019, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
Opnunarhátíð Vaðlaheiðarganga
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Viðamikil opnunarhátíð Vaðlaheið-
arganga var haldin á laugardaginn
var, 12. janúar. Umferð hófst um
göngin 21. desember sl. og var þeim
lokað á laugardag vegna hátíðar-
haldanna. Talið er að um eitt þúsund
gestir hafi verið viðstaddir.
Formleg vígsla hófst klukkan
15.00 við gangamunnann Fnjóska-
dalsmegin. Þar fluttu ávörp Hilmar
Gunnlaugsson, stjórnarformaður
Vaðlaheiðarganga hf., Ásthildur
Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri,
Kristján Þór Júlíusson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra, og
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri
Vegagerðarinnar. Vandræðaskáldin
og Friðrik Ómar Hjörleifsson fluttu
tónlist við athöfnina.
Dagurinn hófst með nýársmóti
Hjólreiðafélags Akureyrar og þeysti
hjólreiðafólkið um á fákum sínum í
hlýjum og þurrum göngunum. Eftir
hjólreiðamótið fóru gönguskíða-
menn á hjólaskíðum í gegnum göng-
in. Einnig var opin hlaupaæfing á
vegum hlaupahópsins UFA-Eyrar-
skokks á Akureyri. Boðið var upp á
rútuferðir frá verslunarmiðstöðinni
Glerártorgi á Akureyri fyrir skíða-
göngufólk og hlaupara.
Opið hús var í gamla barnaskól-
anum á Skógum í Fnjóskadal klukk-
an 12-17. Einnig var opinn kynning-
ardagur í Vaðlaheiðargöngum frá
13-15. Sýning var um framkvæmd
ganganna. Norðurorka var með
kynningu um heitt og kalt vatn í
göngunum. Þá bauð World Class
upp á líkamsrækt og hópur fólks tók
vel á því í heitum göngunum. Söng-
félagið Sálubót, Kristján Edelstein,
Andri Snær og Þórhallur, hljóm-
sveitin Angurværð og Marimbasveit
Þingeyjarskóla fluttu tónlist. Að at-
höfn lokinni var kaffisamsæti í Vals-
árskóla á Svalbarðsströnd.
Borðaklipping Hólmfríður Ásgeirsdóttir á Hallandi á Svalbarðsströnd, f. 1927, og Friðrik
Glúmsson í Vallakoti í Þingeyjarsveit, f. 1919, klipptu á borða til marks um formlega opnun.
Líkamsrækt World Class Akureyri bauð upp á líkamsræktartíma inni í neyðarrými Vaðlaheið-
arganga. Þar inni var mjög hlýtt og tók hópur kvenna duglega á því á æfingunni.
Vaðlaheiðargöng formlega opnuð
Um eitt þúsund manns komu á opnunarhátíðina Fjölbreytt dagskrá í göngunum allan síðasta
laugardag Hjólað, gengið, hlaupið og hjólaskíðað í gegnum göngin Sýningar og kaffisamsæti
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Fjölmenni Um eitt þúsund gestir voru viðstaddir vígsluhátíðina. Boðið var upp á rútuferðir frá Akureyri og þurfti að fjölga ferðum til að anna eftirspurn.
Tónlistarflutningur Vandræðaskáldin Vilhjálmur B. Bragaon og Sesselía
Ólafsdóttir frumfluttu lag um göngin við formlega vígsluhátíð ganganna.
Borðalögð Lögreglustjóri Norðurlands eystra, sýslumaður Þingeyinga,
slökkviliðsstjóri og yfirlögregluþjónn á Akureyri voru viðstödd hátíðina.
Hjólreiðar Nýársmót Hjólreiðafélags Akureyrar í göngunum. Fyrstir Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar í gegnum göngin. Vetur úti Utan við göngin var snjór og hálka en inni var hlýtt.