Morgunblaðið - 14.01.2019, Side 16

Morgunblaðið - 14.01.2019, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það er ekki bara gott fyrir plánetuna að fyrirtæki reyni að haga starfsemi sinni með sem umhverfisvænustum hætti, heldur geta þau félög sem reka lestina í umhverfismálum verið í vanda stödd þegar kröfur stjórnvalda og neytenda aukast. Þetta segir Ka- sper Larsen, við- skiptastjóri dönsku prent- smiðjunnar KLS PurePrint, en hann er einn af fyrirlesurum jan- úarráðstefnu Festu sem haldin verður í sjötta sinn næstkom- andi fimmtudag. Að vanda einblínir ráðstefnan á sjálfbærni og samfélags- lega ábyrgð fyrirtækja en viðburður- inn fer fram í Silfurbergi Hörpu. KLS PurePrint býr til bæði prent- að efni og umbúðir og hefur tekið for- ystu á sínu sviði með s.k. hringrás- arrekstri (e. circular economy). „Með hringrásarrekstri er markmiðið að allt það sem fyrirtæki framleiðir megi endurvinna eða endurnýta með ein- hverjum hætti, frekar en að urða. Andstæða þessarar nálgunar væri línulegur rekstur þar sem fyrirtæki tekur inn hrávörur og skilar út vörum sem enda á ruslahaugum,“ útskýrir Kasper. „Í tilviki KLS Pure Print er útgangspunkturinn að nota engin skaðleg efni við framleiðslu prentaðs efnis og umbúða svo að hægt sé að endurvinna allt sem frá okkur kemur, ellegar brenna og nota öskuna sem áburð til að rækta tré sem svo verða að pappír. Þannig verður til hringrás þar sem lítill sem enginn úrgangur situr eftir.“ Ljóst hvert stefnir Að sögn Kaspers gæti verið ódýr- ara fyrir prentsmiðju að hafa fram- leiðsluna línulega, en raunin sé að jafnt almenningur sem fyrirtæki sæki í umhverfisvænar vörur og séu reiðubúin að greiða ögn hærra verð fyrir. „Og eftir því sem neytendur eru betur upplýstir, því ríkari áherslu leggja þeir á að kaupa umhverfis- væna kostinn. Á það sérstaklega við í dag að fólki er mjög umhugað um hvaða efni líkaminn kemst í tæri við dagsdaglega.“ Þá bendir Kasper á að reikna megi með að kröfur stjórnvalda verði bara strangari, og sífellt ríkari skylda verði lögð á fyrirtæki að framleiða græna vöru. „Þau fyrirtæki sem reka sig þannig að þau rétt svo fullnægja lágmarkskröfum eru þá í vanda stödd,“ segir hann og bætir við að skynsamlegast sé fyrir fyrirtæki á Vesturlöndum – í prentiðnaði jafnt sem í öðrum geirum – að reyna að keppa í gæðum frekar en í verði: „Ef vestræn fyrirtæki ætla að reyna að keppa í verði þá munu þau aldrei hafa roð við vöru sem kemur frá stöðum eins og Kína, en aftur á móti geta þau markað sér sérstöðu með vandaðri og umhverfisvænni framleiðslu.“ Kasper segir líka að þau fyrirtæki sem fullnægja aðeins lágmarksskil- yrðum hætti á að fæla frá sér kaup- endur ef upp koma einhvers konar hneykslismál: „Núna eru neytendur t.d. að vakna til vitundar um hve út- breitt vandamál það er að skaðleg efni geti leynst í prentuðu efni. Oft er ekki ljóst hvaðan þessi skaðlegu efni komu, en einhvers staðar í keðjunni að birgir eða framleiðandi stytti sér leið. Getur útkoman t.d. verið sú að í barnabókum – sem kornabörn eru að handfjatla og janvel naga – séu efni sem við viljum halda víðsfjarri börn- um. Þarf ekki að spyrja að því að þetta fær fólk til að velja frekar barnabækur frá prentsmiðjum sem fengið hafa viðeigandi umhverfisvott- un.“ Upplýstir neytendur munu sækja í græna framleiðslu  Áhætta fylgir því að ætla aðeins að fullnægja lágmarkskröfum stjórnvalda og neytenda Kasper Larsen AFP Tækifæri Kasper segir þróunina m.a. stýrast af því að almenningur lætur sig varða hvaða efni líkaminn kemst í snertingu við. Græn og hrein vara trompar þá ódýrasta kostinn. Maður að störfum í endurvinnslustöð á Kosta Ríka. Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur útvíkkað innanhússrannsókn á meintum brotum Carlosar Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns fyrir- tækisins. Reuters hefur eftir heim- ildarmönnum að rannsóknin bein- ist núna að við- skiptum sem gerð voru í Bandaríkj- unum, Indlandi og Rómönsku- Ameríku. Þar á meðal eru við- skipti sem Jose Munoz, einn af æðstu stjórnendum fyrirtækisins, á að hafa átt þátt í en hann stýrði starfsemi Nissan í Norð- ur-Ameríku á tímablinu 2016 til 2018. Munoz tók sér nýlega frí frá störf- um hjá Nissan, að sögn til að greiða fyrir rannsókn Ghosn-málsins, en til- kynnti svo á föstudag að hann hefði sagt starfi sínu lausu. Segja heimild- armenn Reuters að Munoz hafi ekki sýnt neinn samstarfsvilja við rann- sókn málsins og vilji sem minnst tjá sig. Var Munoz að margra mati einn nánasti samstarfsmaður Ghosns og talinn líklegur arftaki hans hjá Niss- an. Ghosn sætir ennþá varðhaldi í Japan en hann var handtekinn þar í landi seint í nóvember. Er honum gefið að sök að hafa leynt hluta tekna sinna og reynt að færa tap af eigin fjárfestingum yfir á Nissan. Ghosn hefur vísað ásökununum á bug. Þykir sennilegt að varðhald Ghosn muni vara allt þar til dómur fellur í málinu og hugsanlegt að allt að sex mánuðir muni líða þar til málflutn- ingur getur hafist. ai@mbl.is Kafa dýpra ofan í mál Ghosns  Einn af æðstu stjórnendum Nissan sagði af sér á föstudag Carlos Ghosn Samkvæmt mælingum Eurostat sem birtar voru á föstudag stóð framleiðni vinnuafls evruland- anna í stað á þriðja fjórðungi síð- asta árs. Er þetta í fyrsta skiptið í heilan áratug sem framleiðni á svæðinu eykst ekki á milli árs- fjórðunga. Að sögn FT bendir þessi þróun til að dregið hafi úr fjárfestingu í atvinnulífinu en tölur hagstofu Evrópu sýna að hjá fjórum af fimm stærstu hagkerfum evru- svæðisins dróst framleiðni vinnu- afls saman á þriðja ársfjórðungi 2018. Bætast þessar tölur við fleiri neikvæðar fréttir af hagkerfi Evrópu á síðari helmingi 2018. Þannig dróst iðnframleiðsla sam- an í nóvember hjá kröftugustu evruþjóðunum og bæði í Þýska- landi og Ítalíu minnkaði lands- framleiðsla bæði á þriðja og fjórða ársfjórðungi. Sérfræðingar skrifa það m.a. á óvissu í efnahagslífinu að fyrir- tæki skuli halda að sér höndum en einnig setti það strik í reikn- inginn á þriðja ársfjórðungi að nýjar útblástursreglur ESB tóku gildi og höfðu íþyngjandi áhrif á starfsemi bílaframleiðenda á fjórðungnum. Í Þýskalandi dróst framleiðnin saman um 0,3% á árs- grundvelli á þriðja ársfjórðungi, en mestur var samdrátturinn á Ítalíu þar sem hann mældist 0,6%. Þó að stærstu hagkerfi evru- svæðisins dragi meðaltalið niður þá hefur framleiðni vinnuafls ver- ið á uppleið nokkuð vel víða í Austur-Evrópu. Þannig jókst t.d. framleiðni pólskra launþega um 5,7% á ársgrundvelli á þriðja árs- fjórðungi síðasta árs. ai@mbl.is Framleiðni vinnuafls á evrusvæði stendur í stað AFP Órói Fyrirtæki víða í Evrópu virðast treg til að ráðast í fjárfestingar.  Tölurnar á uppleið í Austur-Evrópu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.