Morgunblaðið - 14.01.2019, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019
✝ Sigurbjörgfæddist 1.
nóvember 1941 á
Stóru-Reykjum og
ólst upp á Fyrir-
Barði í Fljótum.
Hún lést 13. des-
ember 2018.
Foreldrar
hennar voru Sig-
urlína Jónína
Jónsdóttir, f. 31.
janúar 1922, d. 1.
febrúar 1994, og Björgvin
Abel Márusson, f. 5. nóvember
1916, d. 13. nóvember 1993.
Sigurbjörg var elst níu systk-
ina, hin eru: Erlendur Jón, f.
1944, d. 2002, drengur, f.
1947, dó í fæðingu, Sigurjóna,
f. 1951, Freysteinn, f. 1953,
Gylfi, f. 1956, Guðjón, f. 1960,
Þröstur Már, f. 1962, og Guð-
rún Fjóla, f. 1963.
Hinn 30. janúar 1965 giftist
Sigurbjörg eftirlifandi maka
sínum, Hauki Hannibalssyni, f.
í Ísafjarðarsýslu 18. sept-
ember 1941. Börn þeirra eru:
1) Heiða Jóna, f. 1964, gift
Arnari Stefánssyni. Þeirra
börn eru: a) Hanna Steina, í
sambúð með Ingimundi Ingi-
mundarsyni, þau eiga þrjár
dætur. b) Helga Rut, í sambúð
með Eyjólfi Eyjólfssyni, þau
eiga tvær dætur. c) Stefán
Haukur. d) Styrmir Máni. Fyr-
sóknarkvenna í Kópavogi,
jafnréttisnefndar Kópavogs,
fulltrúaráðs Framsóknar í
Kópavogi og Nafnlausa leik-
hópsins. Sigurbjörg átti sæti í
Áfengisvarnarráði Íslands,
skólanefnd Kópavogs, svæð-
isráði fatlaðra á Reykjanesi,
stjórn norræna félagsins í
Kópavogi, mæðrastyrksnefnd,
velferðarnefnd á vegum
LEBK, orlofsnefnd húsmæðra
í Kópavogi, og stjórnskipaðri
nefnd um málefni aldraðra,
svo eitthvað sé nefnt. Sigur-
björg var virkur félagi í ITC--
samtökunum (International
Training in Communication)
og gegndi þar öllum trún-
aðarstörfum í deild, ráði og á
landsvísu utan að vera lands-
forseti.
Sigurbjörg hefur hlotið
fjölmargar viðurkenningar
frá ýmsum félagasamtökum
og má þar helst nefna við-
urkenningu frá lands-
samtökum og alheims-
samtökum ITC fyrir
kynningarstörf, viður-
kenningu fyrir störf í þágu
Glóðar og ljóðahóps Gjá-
bakka, frá Félagsmálastofnun
Kópavogs fyrir vel unnin störf
í félagsmálum, viðurkenningu
frá öldrunarráði Íslands fyrir
störf í þágu aldraðra og frá
bæjarstjórn Kópavogs. Árið
2017 var Sigurbjörg sæmd
hinni íslensku fálkaorðu fyrir
störf sín í þágu aldraðra.
Sigurbjörg verður jarð-
sungin frá Digraneskirkju í
dag, 14. janúar 2019, klukkan
11.
ir átti Arnar
Kristin Ísak,
kvæntur Elsu M.
Magnúsdóttur,
þau eiga þrjú
börn. 2) Hanna
Þóra, f. 1966,
hennar börn eru:
a) Jóna Rán, sam-
býlismaður Máni
Fannar Eiðsson.
b) Brynjar Örn.
c) Berglind. 3)
Björgvin Jónas, f. 1969, eig-
inkona hans er Cinzia Fiorini,
barn: Eva Sóley. 4) Birgir
Már, f. 1972 , eiginkona hans
er Harpa Rós Jónsdóttir, börn:
a) Margrét Björg. b) Birgitta
Rós. 5) Sigrún Edda, f. 1975,
sambýlismaður Guðbjartur
Árnason, synir þeirra eru
Hilmar og Haukur. Fyrir átti
Guðbjartur Sóleyju, sem er í
sambúð með Boga Bogasyni,
þau eiga einn son.
Sigurbjörg réð sig til starfa
sem forstöðumaður Gjábakka
árið 1993 og starfaði þar til
eftirlaunaaldurs. Sigurbjörg
hefur gegnt ótalmörgum trún-
aðarstörfum og setið í nefnd-
um og ráðum, má þar m.a.
nefna Vestfirðingafélagið,
landsstjórn Framsóknarflokks-
ins, Landssamband
Framsóknarkvenna, hún var
formaður Freyju, félags fram-
Elsku yndismamma mín.
Ég er óendanlega þakklát
fyrir að hafa átt þig í mínu lífi.
Takk fyrir allt sem þú hefur
kennt mér. Þín yngsta
Sigrún Edda.
Ég veit ekki hvernig best er
að koma orðum yfir þá sorg sem
fyllir hjarta mitt elsku besta
amma mín, mér finnst svo
ósanngjarnt að þú sért farin frá
okkur, en þetta er samt skrítin
sorg og kannski jafnvel eigin-
gjörn.
Því ég er að sama skapi glöð
að þú skulir loksins vera laus úr
hlekkjum sjúkdómsins og komin
í þitt rétta ofurfar, verkjalaus á
nýju tilvistarsviði með hinum
englunum eins og þú ortir svo
fallega. Eflaust ertu búin að láta
til þín taka eins og þér einni er
lagið. En hvað ég mun sakna
þín elsku amma mín, þú varst
mér svo einstök vinkona.
Þú sem varst mér alltaf svo
góð, tókst á móti mér og mínum
með opinn og risastóran faðm-
inn, alltaf með ráð við öllum
heimsins vanda, raunverulegum
eða ímynduðum. Gast hlegið
með mér að aulabröndurunum
mínum sem voru varla fyndnir í
augum annarra eða bara hvatt
mig áfram til að fylgja hjarta
mínu, sama hvort það var að
safna steinum, verða lögfræð-
ingur eða fara berfætt og blá-
fátæk í heimsreisu. Alltaf gat ég
leitað til þín og mikið sem ég lít
upp til þín og visku þinnar.
Ofurkonan sem hefur kennt
okkur öllum svo ótrúlega margt.
Fyrir tíma okkar saman verð
ég ævinlega þakklát, og þakklát
fyrir allt það sem þú hefur
kennt mér. Ég er svo óend-
anlega ánægð með ferðina okk-
ar saman í vor til Spánar, þar
sem við fengum dýrmætar sam-
verustundir daglega og fengum
að njóta saman, borða góðan
mat, versla, leika í búðarleik alla
daga með Emelíu Sigurbjörgu.
Minningar sem ég mun geyma í
hjarta mínu alla tíð.
Ég ætla að reyna eftir
fremsta megni að halda uppi
þínum góðu gildum, einlægni,
ákveðni, eldmóði, sanngirni,
atorkusemi og elju. Ef mér
tekst að hafa tærnar þar sem þú
hafðir hælana mun mér líða eins
og sigurvegara. Við Emelía Sig-
urbjörg höldum áfram að horfa
saman á stjörnurnar og senda
þér fingurkossa, elskum þig
elsku amma mín, fyrirmyndin
okkar, guð geymi þig.
Þín ömmustelpa,
Helga Rut.
Mig langar að minnast henn-
ar systur minnar í örfáum orð-
um. Ég var ungur að árum þeg-
ar ég flutti suður frá æsku-
stöðvum okkar í Fljótunum og
til hennar í Kópavoginn. Þá
voru þau Haukur eiginmaður
hennar að byggja sér húsið sitt í
Hlaðbrekkunni. Ég fékk her-
bergi á neðri hæðinni og bjó þar
uns ég kom mér upp fjölskyldu
sjálfur. Þessi tími mótaði mig
mikið og var mér gott veganesti
út í lífið. Þessi tími myndaði líka
þau djúpu tengsl sem við vorum
svo heppin að halda allar götur
síðan, en þau voru svo mikilvæg
og svo dýrmæt.
Sigurbjörg, eða Sillý eins og
allir kölluðu hana, var harðdug-
legur frumkvöðull. Hún hikaði
ekki við að fara ótroðna braut
og ryðja hana ef með þurfti.
Hún var hrókur alls fagnaðar í
fjölmenni og var ófeimin að
koma fram og taka orðið. Hún
var sú sem sameinaði fólk og
hélt því saman, þau eru ófá mót-
in sem hún hélt til að ná fólkinu
okkar saman og sjá til þess að
ættingjar kynntust hver öðrum.
Hún var félagsmálafrömuður í
eðli sínu og naut þess að hitta
fólk og vera meðal vina. Hún
var stjórnmálamaður og gegndi
ófáum trúnaðarstörfum fyrir
flokkinn sinn Framsóknarflokk-
inn. Þar var hún á heimavelli ef
svo má segja. Hún var öflugur
talsmaður framsóknarkvenna og
öflugust þegar á móti blés. Hún
var um áraraðir forstöðumaður
félagsstarfs aldraða í Kópavogi
og rak félagsmiðstöðvar þeirra.
Það var gott að koma við í Gjá-
bakka og spjalla og fá kaffisopa
hjá henni Sillý.
Elsku systir, ég kveð þig með
miklum söknuði. Þú varst mér
fyrirmynd í svo mörgu og svo
hjálpleg þegar á móti blés hjá
mér. Ég geymi minningu um
góða mannveru.
Elsku Haukur, Heiða Jóna,
Hanna Þóra, Björgvin Jónas,
Birgir Már, Sigrún Edda og
fjölskyldur ykkar. Missir ykkar
er mikill. Guð gefi ykkur styrk
til að takast á við komandi tíð.
Ég setti nokkra ljóðlínur á
blað að skilnaði. Hvíl í friði
elsku systir, hafðu þökk fyrir
allt og allt. Guð blessi minningu
þína.
Er hjartað hnoðar brjóstið mitt
á hljóðu vetrarkveldi.
Þá ljóst var mér að lífið þitt
er nú ljós í stjörnu veldi.
Til þín ég sótti skjólin mín
Stuðning ráð og hvata.
Þú gafst mér ráðin góðu þín
Svo greiðfær yrði gata.
En eftir sitjum sár og klökk
í sálu minni hríðar.
Hafðu systir hjartans þökk
Við hittumst síðar.
Gylfi Björgvinsson.
Fallin er Íslands væna freyja
voru orð sem komu upp í huga
mér þegar mér bárust þær
fregnir að svilkona mín Sigur-
björg væri fallin frá. Hugurinn
leitaði strax til vormánaða þegar
tilviljun réði því að við vorum
saman í Torrevieja á Spáni um
vikutíma og áttum þar góðar
stundir saman með fjölskyld-
unni. Þá sem oft áður dáðist ég
að þessum kvenskörungi sem
hafði alið upp stóran barnahóp,
farið í háskólanám eftir að hafa
komið börnum til manns, tekið
virkan þátt í stjórnmálum til að
efla hag íbúa þessa lands, mótað
og byggt upp félagsstarf aldr-
aðra í Kópavogi af miklu móð
svo eftir var tekið og nært lista-
gyðjuna með því að færa henni
ljóð og stökur.
Kynni mín af Sigurbjörgu
hófust alllöngu áður en við
tengdumst fjölskylduböndum.
Móðir mín og hún voru góðar
vinkonur sem höfðu kynnst í
tengslum við þátttöku í stjórn-
málum. Þær voru báðar
sanntrúaðar framsóknarkonur
sem unnu ótrauðar að því að
beita sér fyrir ýmsum framfara-
málum og höfðu báðar gegnt
formennsku og stjórnarstörfum
í Freyju, félagi framsóknar-
kvenna í Kópavogi. Á uppvaxt-
arárum mínum fylgdist ég með
þeim vinna hörðum höndum
með gleðina, bjartsýnina og
ástríðuna að vopni við að koma
upp húsnæði fyrir félags-
starfsemina, vinna að fjáröflun
fyrir afsteypu af verki Gerðar
Helgadóttur við Listasafn Kópa-
vogs auk ýmissa framfaramála.
Þá var ekki laust við að ég von-
aði að ég yrði sama atorku-
manneskjan og þetta tvíeyki
þegar fram liðu stundir.
Sigurbjörg var harðdugleg og
áhugasöm um flest sem tilheyrði
mannlífi, ræktun og velferð
borgaranna. Hún var heiðarleg
og trygg og mikill gleðigjafi
enda ósjaldan fengin til að vera
fararstjóri í ferðum innanlands
og utan enda naut hún þess að
vera með fólki og ferðast. Hún
ræktaði fjölskyldu sína og var
eiginmanni sínum Hauki afar
kær enda hjónin samheldin og
fallegt að sjá stuðning þeirra við
hvert annað þegar heilsu tók að
hraka. Það var gott að koma til
þeirra í Kópavoginn, heimilið
fallegur griðastaður sem margir
höfðu ánægju af því að sækja
heim enda var ekki komið að
tómum kofanum hvort sem var í
viðurgjörningi eða andans fóðri.
Sigurbjörg er og verður okk-
ur sem henni kynntumst fyr-
irmynd sökum mannkosta sinna.
Þó að kveðjustundin sé sár er
mér efst í huga þakklæti fyrir
að hafa fengið að vera samferða-
maður Sigurbjargar og geyma
minningu hennar sem fyrirmynd
að frumkvöðli, fjölskyldukonu
og listhneigðri athafnakonu sem
kunni að njóta þess sem lífið
gaf.
Það er við hæfi að kveðja Sig-
urbjörgu með ljóði um leið og
ég votta Hauki, börnum, barna-
börnum og öðrum ástvinum
samúð mína.
Fallin er Íslands væna freyja
fögur móðir, systir, manns síns meyja
skarð er fyrir skildi á grund.
Fálkaorðu bar frúin með sóma
framsækinn þegn, andans fróma
skeiðar hún nú á skaparans fund.
Ljós þitt og ljúfa í niðjum mun skína
lofa ég ávallt mun fylgdina þína
hjá frelsara þú fáir náð, líkn og frið.
Verður þín minnst af verkum og
ljóðum
með vinum í skógi, af félögum
góðum
frá tári og trega gef oss nú grið.
Guðrún Stella Gissurar-
dóttir, Hanhóli.
Með Sigurbjörgu Björgvins-
dóttur er gengin baráttukona
sem setti svo sannarlega sitt
mark á þjóðfélagið. Í áratugi
var hún virk í starfi Framsókn-
arflokksins og gegndi þar fjöl-
mörgum verkefnum. Var hún
annáluð fyrir skynsemi og stað-
festu í öllum sínum störfum á
þeim vettvangi.
Ég var stoltur af því að geta
kallað Sigurbjörgu frænku
mína. Við erum ættuð úr Fljót-
unum úr stórri fjölskyldu og lif-
ir Lauga amma mín bróðurdótt-
ur sína. Margt mátti sjá líkt
með þeim frænkum – kannski
sérstaklega dugnaðinn og seigl-
una. Sigurbjörg var óhrædd við
að feta ótroðnar slóðir og takast
á við krefjandi verkefni. Að
loknu uppeldi fimm barna skellti
hún sér í nám. Útskrifaðist 48
ára sem stúdent frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð og
stundaði nám við félagsfræði og
félagsráðgjöf við Háskóla Ís-
lands í framhaldinu. Að námi
loknu gerðist hún forstöðumað-
ur félagsheimilisins Gjábakka
og síðar við einnig við Gull-
smára í Kópavogi. Þar vann hún
brautryðjandastarf í því að móta
og byggja upp öflugasta fé-
lagsstarf eldri borgara á land-
inu. Var hún vinsæl og vel liðin í
þeim störfum sínum. Þau tæpu
20 ár sem hún leiddi uppbygg-
ingarstarf félagsstarfs eldri
borgara í Kópavogi steig hún til
hliðar af hinu pólitíska sviði.
Árið 2014 var leitað til mín
hvort ég væri reiðubúinn að
leiða lista framsóknarmanna í
Kópavogi í bæjarstjórnar-
kosningum. Ég hafði nú ýmsa
fyrirvara gagnvart slíkum hug-
leiðingum en ákvað að hringja í
frænku og spyrja hana ráða –
enda þaulreynd og öllum hnút-
um kunnug í Kópavogi. Þau
samtöl leiddu meðal annars til
þess að ég lét slag standa og
hún skoraðist ekki heldur und-
an og hellti sér á ný í stjórn-
málin og tók 7. sæti á lista
flokksins. Vann hún ötullega að
því að málefni eldri borgara
væru ofarlega á baugi í þeirri
baráttu. Það var aðdáunarvert
að fylgjast með henni í þeim
kosningum – þar fór manneskja
sem kunni til verka.
Með þakklæti og virðingu
minnist ég kærrar frænku og
vinkonu. Framsóknarmenn í
Kópavogi þakka af heilum hug
öll þau heillavænlegu störf sem
Sigurbjörg innti af hendi. Ég
sendi Hauki og fjölskyldunni
allri samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu Sigurbjargar
Björgvinsdóttur.
Birkir Jón Jónsson.
Látin er kær samferðakona
eftir erfið veikindi undanfarin
ár. Þegar ég hitti hana fyrst var
það í Gjábakka þar sem ég var í
leikfimi. Hún tók á móti mér
eins og öðrum vingjarnleg í fasi.
Sigurbjörg var einn aðalhvata-
maðurinn að stofnun Íþrótta-
félagsins Glóðar ásamt Mar-
gréti Bjarnadóttur. Hún var
forstöðukona í Gjábakka fé-
lagsmiðstöð í Kópavogi. Í Gjá-
bakka fékk félagið skjól og að-
stöðu fyrir starfsemi sína svo
sem fundarhöld o.fl. Seinna
varð hún formaður félagsins í
fjögur ár. Við höfum átt gott
samstarf í sambandi við Glóð,
þar sem ég hef verið formaður
íþróttanefndar. Hún var ákaf-
lega hugmyndarík manneskja
og datt margt skemmtilegt í
hug. Við fórum í ferðir til Gran
Canaria og Portúgal á „Golden
age festival“ og til Danmerkur.
Allar ferðirnar höfðu eitthvert
markmið. Glóðarfélagar hafa
stundað hringdansa og línu-
dans. Ferðirnar til Gran Can-
aria og Portúgal voru sýning-
arferðir á vegum Glóðar, en
ferðin til Danmerkur var í
heimsókn til DGI (samtök
danskra íþróttafélaga) á Jót-
landi þar sem við kynntumst
ýmsu sem Danir eru að gera
fyrir eldra fólk, einnig fórum
við í heimsókn á öldrunarstofn-
un og sáum aðbúnað fólksins
þar. Við nutum ferðarinnar til
Jótlands vel í faðmi danskra
vina sem við gistum hjá og það
voru haldnar veislur okkur til
heiðurs. Einnig fórum við á
landsmót UMFÍ með félaginu
okkar og er mér sérlega minni-
stætt fyrsta mótið sem við fór-
um á 2004 sem var á Sauð-
árkróki. Hún var þaulkunnug
öllu í Skagafirðinum og var búin
að skipuleggja dagsferð fyrir
okkur sem við nutum í blíðskap-
arveðri. Það var komið víða við
og leiðsögumaður okkar var
Kristján í Gilhaga og hann spil-
aði á harmóniku fyrir okkur á
áningastöðum, sem var ekki
slæmt.
Við höfum átt margar góðar
samverustundir á liðnum árum.
Þau hjónin Sigurbjörg og
Haukur voru annáluð fyrir gest-
risni. Árið 2009 tók Glóð á móti
hópi Dana og var m.a. farið í
ferð um Borgarfjörð með hóp-
inn og bauð Sigurbjörg hópnum
að koma við í sumarhúsi þeirra
hjóna í Miðdal. Þar var tekið á
móti okkur í hlaðvarpanum með
hákarli, harðfiski og brennivíns-
staupi. En þegar við komum að
húsinu var búið að leggja mat á
borð, sem var hangikjöt með
öllu tilheyrandi og í eftirrétt
voru rjómapönnukökur og kaffi.
Veðrið var dásamlegt þennan
dag. Undirrituð hefur átt marg-
ar góðar stundir við eldhúsborð-
ið hjá þeim hjónum, sem ég
þakka fyrir. Glóðarfélagar sjá á
bak góðum vini og munu sakna
hennar mikið.
Barnabörnin og langömmu-
börnin voru henni mikils virði
og hún hefur verið dugleg að
sinna þeim ásamt eiginmanni
sínum.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til Hauks og fjölskyldu.
Missir þeirra er mikill.
Blessuð sé minning mætrar
konu.
Sigríður Bjarnadóttir.
Í tæru vatninu
svalandi vindinum
geislum sólarinnar
og heilbrigðri æsku,
sé ég framtíðina.
Þannig lýkur ljóðinu Fram-
tíðin eftir Sigurbjörgu Björg-
vinsdóttur, sem við kveðjum í
dag. Ljóðið birtist í bókinni
Ljóðflæði, sem Ljóðahópur Gjá-
bakka gaf út árið 2013. Það ár
hafði verið starfrækt félagsmið-
stöð aldraðra í Gjábakka í 20 ár.
Sigurbjörg, sem var forstöðu-
maður þar, var frábær stjórn-
andi í mjög krefjandi og er-
ilsömu starfi. Hún hvatti okkur
til að koma með uppástungur
um hvað okkur langaði til að
gera eða læra og fékk góða leið-
beinendur til að kenna á þeim
fjölmörgu námskeiðum sem
haldin voru. Þannig var upphaf-
ið að Ljóðahópi Gjábakka. Hún
fékk Þórð Helgason, lektor við
HÍ, til að koma og reyna að
gera okkur betur ritfær. Í ljós
kom að Þórður vildi að við
semdum ljóð sem við læsum upp
í næsta tíma. Síðan skyldum við
gefa út bók í vetrarlok. Þórður
var hjá okkur marga vetur og
ný bók hefur komið út á hverju
vori í 19 ár.
Ljóðahópurinn hefur farið í
upplestrarferðir um nánast allt
land, m.a. í félagsmiðstöðvar, á
Menningarnótt, til Akureyrar
og Austfjarða og einnig var far-
ið til Færeyja. Sigurbjörg
skipulagði ávallt þessar ferðir
og það brást ekki að allt stóð
eins og stafur á bók. Eitt sinn
fékk ljóðahópurinn boð um að
vera í stuttum sjónvarpsþáttum
þar sem einn þekktur rithöf-
undur yrði gestur, og þá mynd-
um við ræða nýútkomnar bækur
þeirra. Fundirnir voru teknir
upp heima hjá Sigurbjörgu og
Hauki Hannibalssyni, manni
hennar. Þau hjónin töldu ekki
eftir sér að taka á móti okkur
ásamt tökuliði og alltaf upp-
dekkað borð. Við vitum ekki
hversu mikla athygli þetta fékk,
sumir voru hissa á þessu, aðrir
höfðu ef til vill meiri áhuga á því
hvað Sigurbjörg ætti mörg
bollastell en því hvernig okkur
gengi ritrýnin. Sigurbjörg og
við hlógum dátt að því.
Sigurbjörg var baráttukona
og frábær foringi og átti gott
með að fá fólk til að vinna með
sér. Þess vegna glöddumst við
innilega þegar forsetinn heiðraði
hana á Bessastöðum fyrir störf
hennar því okkur fannst hún
hafa unnið til orðunnar með
sóma. Og heiður þeim sem heið-
ur ber.
Á þessum tíma var Sigur-
björg mjög farin að líkamlegum
kröftum vegna mikilla veikinda,
en andi og hugsun voru í góðu
lagi. Hún sendi ljóð í bókina
sem ljóðahópurinn gaf út vorið
2018 og heitir Vorlaukar. Með
hjálp og sterkum vilja kom hún
í Gjábakka þegar bókin kom út.
Það var bæði ljúf og tregafull
stund.
Okkur langar til að enda
þessi orð með hluta úr ljóði eftir
Sigurbjörgu, sem er í einni af
bókunum okkar.
Nú hafrænan strýkur um vit og vanga
vaggar mér aldan á köldum sæ.
Frá lendingu ætla ég ein að ganga
í átt þar sem man ég hlýjan bæ.
Minningin lifir í mínum huga
um mennsku, sem ekkert lét sig
buga.
Sigurbjörg
Björgvinsdóttir