Morgunblaðið - 14.01.2019, Side 29

Morgunblaðið - 14.01.2019, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 2019 29 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsingar í síma 831-8682. Bátar Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Kraftur í KR kl. 10.30, rúta fer frá Vesturgötu kl. 10.10 og frá Aflagranda frá kl. 10.20. ALLIR VEL- KOMNIR - Félagsvist kl. 13. Útskurður kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12:30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Bingó kl. 13. Myndlist kl. 12.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Samprjón kl. 13.30-14.30. Bútasaums- hópur kl. 13-16. Opið kaffihús kl. 14.30-15. Dalbraut 18-20 Brids kl.13. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl.10.10. Opin handverks- stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 /8.15 /15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur, Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, handavinna / brids kl. 13, jóga kl. 17, félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–14. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl. 13- 14. Jóga kl. 14.15–15.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl. 10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdags- kaffi kl. 14.30. Hæðargarður Við hefjum daginn við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi og blöðin liggja frammi. Frjáls tími í Listasmiðju kl. 9-12, byrjendanámskeið í línudansi kl. 10. Fundur æðstaráðs kl. 10.20. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophonías- dóttur kl. 12.30-15.30, handavinnuhornið kl. 13-15, félagsvist kl. 13.15. eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir. Nánari upp. í s. 411-2790. Korpúlfar Gönguhópar kl. 10, gengið frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Prjónað til góðs í Borgum kl. 13, fleiri velkomnir í hópinn. Kóræfing Korpusystkina með Kristínu kórstjóra kl. 16 í dag í Borgum. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4, Zumba-byrjendur kl. 9.30, zumba gold framhald kl. 10.20. Sterk og liðug leikfimi kl. 11.30, Tanya leiðir alla hópana. Tölvu- námskeið kl. 13.15, leiðbeinandi Þórunn Óskarsdóttir. Vantar þig rafvirkja? FINNA.is ✝ Guðrún Sig-urðardóttir fæddist á Vil- mundarstöðum í Reykholtsdal, Borgarfjarð- arsýslu, 18. des- ember 1952. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 7. jan- úar 2019. Foreldrar henn- ar voru Hólmfríður Eysteins- dóttir, bóndi og verkakona, f. 18. apríl 1919 í Meðalheimi í Austur-Húnavatnssýslu, d. 5. ágúst 1984, og Sigurður Geirs- son, bóndi og bifreiðasmíða- meistari, f. 10. október 1918 á Vilmundarstöðum, d. 18. sept- ember 1989. Guðrún var sú fjórða í röð sex systkina, elst er Hlín Gunnarsdóttir, f. 12. september 1946, Geir, f. 21. júní 1950, Ástríður, f. 6. júní 1951, Eysteinn, f. 12. janúar 1954, og Magnús, f. 20. mars 1956. Guðrún ólst upp á Vilmundarstöðum og gekk í barnaskólann á Kleppjárns- Börn þeirra eru Andri Ólafur, f. 26. febrúar 2009, og Sigfús Björn, f. 17. maí 2011, fyrir átti Jón Bjarni dótturina Sögu Vatnsdal, f. 12. maí 1999. 3) Sigríður Hulda Sigfúsdóttir, f. 2. maí 1982, gift Eiríki Jóns- syni, f. 31. janúar 1979. Dætur þeirra eru Alrún Elín, f. 14. júlí 2005, og Eyrún Dísa, f. 15. apríl 2010. Guðrún var einstaklega dugleg kona og með vinnu í Skrúð starfaði hún sem for- stöðukona Dagheimilis Reyk- holtsdals árin 1986-88 og kenndi fyrsta bekk við Klepp- járnsreykjaskóla 1989 en fór svo aftur til fyrri starfa í leik- skólanum Hnoðrabóli ásamt því að vinna á bókasafni Reyk- holtsdals og sinna ræstingum í íþróttahúsinu. Einnig var Guð- rún virk í starfi Kvenfélags Reykdæla, söng í Freyjukórn- um. Árið 1995 fluttist Guðrún á Selfoss þar sem hún starfaði í leikskólanum Álfheimum og Hulduheimum og söng með Jórukórnum og kenndi búta- saum á námskeiðum. Guðrún bjó um tíma í Kaupmannahöfn árið 2005 en flutti svo í Hraunbæinn og vann þá í leik- skólanum Rofaborg og að lok- um í Árborg. Útför Guðrúnar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 14. janúar 2019, klukkan 13. reykjum en fluttist svo um tólf ára aldur til Reykja- víkur þar sem hún bjó hjá móður- systur sinni, Ásdísi Eysteinsdóttur, og Ásmundi Krist- jánssyni, eigin- manni hennar. Í Reykjavík gekk hún í Gagnfræða- skóla Austurbæjar og þaðan lá svo leiðin í Fóstur- skóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist 1974. Guðrún starfaði í leikskólunum Grænuborg og Múlaborg í Reykjavík til ársins 1978 en flutti aftur í Reykholtsdalinn, nú garðyrkjubýlið Skrúð, þar sem hún gerðist garðyrkju- bóndi. Þann 29. ágúst 1978 giftist Guðrún Sigfúsi Jónssyni garðyrkjubónda, f. 8. maí 1952, þau skildu 1994. Dætur Guðrúnar eru 1) Ásdís Gunn- arsdóttir, f. 2. október 1974. 2) Anna Helga Sigfúsdóttir, f. 8. júlí 1979, gift Jóni Bjarna Björnssyni, f. 30. maí 1973. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Takk, mamma, fyrir allt sem þú kenndir mér, ég verð alltaf þín. Blessuð sé minning þín. Sigríður Hulda. Elsku amma. Takk kærlega fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an, eins og allar gistingarnar, húsdýragarðsferðirnar og þeg- ar við gáfum öndunum brauð. Besta minningin er samt þegar þú kenndir mér faðirvorið. Ég mun sakna þín óendanlega mik- ið og ég elskan þig. Þín ömmustelpa, Alrún Elín. Það voru mikil forréttindi að alast upp á sveitaheimili um miðbik síðustu aldar. Vélþróun í landbúnaði var stutt á veg komin og nóg af verkum fyrir börn í sveitinni. Frjálsræðið mikið og margar góðar minn- ingar. Gunna systir var fjör- kálfur og uppátækjasöm og það var skemmtilegur hluti af bernsku okkar. Hún var hvatvís og gerði strax það sem henni datt í hug, stundum utan þess sem leyfilegt var eða þótti þóknanlegt. Þessi arfleifð bernskunnar ræktaði með okk- ur vinnusemi og hana átti Gunna í ríkum mæli. Líf hennar var ekki laust við áföll en hún tókst á við þau með reisn og jákvæðni. Sem ung- barn varð hún fyrir slysi á fæti, en hún lét það aldrei aftra sér frá að gera það sem hún ætlaði sér. Frá 11 ára aldri fór hún að dvelja veturlangt í Reykjavík við nám og bjó hjá móðursystur sinni, Ásdísi Eysteinsdóttur. Það myndaðist milli þeirra náið samband sem var mikill styrkur fyrir Gunnu. Gunna giftist Sigfúsi Jóns- syni frá Skrúð í Reykholtdal 1978 og ráku þau garðyrkjubýl- ið saman til 1994. Í Reykholts- dalnum var Gunna í essinu sínu, starfseljan ótrúleg; heim- ilið, gróðurhúsin, leikskólinn, barnaskólinn, kvenfélagið, kvennakórinn og ótal margt fleira. Árið 1994 urðu straumhvörf í lífi Gunnu, hún fékk blóðtappa í heila og lamaðist öðrum megin. Útlitið svart en með þraut- seigju sigraðist hún á lömuninni og eftir ár farin að vinna aftur. Hún fluttist á Selfoss með dæt- urnar þrjár og byrjaði nýtt líf. Hún náði sér ekki að fullu en eljan og starfsgleðin söm við sig. Meðfram fullu starfi var það félagsstarfið, kvennakór- inn, hannyrðirnar og hún byggði hús. Frá grunni. Hún var ótrúlega iðin og ýtin við að fá fólk til að hjálpa sér og upp komst húsið. Með viðkomu í Danmörku flutti Gunna síðan til Reykja- víkur og vann á leikskólum hér í Árbænum. Þá var farið að bera á þeirri hægfara heila- hrörnun sem hún átti við að stríða þar til yfir lauk. Þegar starfsgeta minnkaði, jók hún bara við hannyrðirnar. Hún átti að taka það rólega en það var ekki Gunna. Skipulega fór hún að framleiða alls kyns eigulega muni, bútasaumsteppi, flösku- sokka úr kembdri ull og svo framvegis. Þetta var ótölulegur fjöldi muna sem hún seldi og gaf. Ættingjar, vinir og sam- starfsfólk nutu þessa ríkulega og það er fjöldi fólks sem á þessa vönduðu og fallegu muni sem minningu um þessa ótrú- legu konu. Gunna var félagslynd, ætt- rækin og dyggur vinur vina sinna. Hún gerði allt fyrir þig og var óhrædd við að biðja þig um að hjálpa sér. Dæturnar og síðar barnabörnin voru henni allt. Síðustu árin voru Gunnu erf- ið. Hrörnunin ágerðist og minn- ið förlaðist. Þegar hún fór að verða ósjálfbjarga vildi hún fara. Henni var það illbært að tapa reisn sinni og starfsgetu og lét mann heyra það. En hrörnunin varð ekki umflúin, hún flutti fyrst í íbúð í Furu- gerði og síðar í Skógarbæ. Við þökkum starfsfólki þessara stofnana fyrir umönnun hennar. Við systkinin vottum dætrum hennar, Dísu, Önnu Helgu og Siggu Huldu, mökum og barna- börnum samúð okkar. Fyrir hönd okkar systkina frá Vilmundarstöðum, Magnús Sigurðsson. Guðrún Sigurðardóttir ✝ Eiður A.Breiðfjörð fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1933. Hann lést 1. janúar 2019. Foreldrar hans voru Agnar G. Breiðfjörð, f. 14. október 1910, d. 19. júní 1983, og Ólafía Bogadóttir Breiðfjörð, f. 9. nóvember 1914, d. 9. október 1998. Bræður Eiðs eru: 1) Guð- mundur, f. 22. nóvember 1938, d. 22. ágúst 2018. 2) Leifur, f. 24. júní 1945. 3) Gunnar, f. 8. janúar 1947. Eiður ólst upp við Hring- braut til 14 ára aldurs en þá flutist fjölskyldan á Laugateig 27 og þar bjó Eið- ur allt sitt líf. Fyrst með fjölskyldu sinni en síðar bjó Guðmundur bróðir hans og fjölskylda hans í sama húsi. Eiður var ókvænt- ur og barnlaus. Eiður lærði blikksmíði hjá föð- ur sínum í Breið- fjörðs blikksmiðju og hlaut þar sveins- og meist- araréttindi í iðninni og vann þar alla sína starfsævi. Hann var meðeigandi í fjölskyldufyr- irtækinu Breiðfjörðs blikk- smiðju frá 1969. Útför Eiðs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 14. jan- úar 2019, klukkan 15. Þegar vetrarþokan grá þig vill fjötra inni: svífðu burt og sestu hjá sumargleði þinni. Þessar fallegu ljóðlínur, eftir skáldið Þorstein Erlingsson, koma upp í huga mér núna þeg- ar minn kæri vinur og frændi, Eiður Breiðfjörð, hefur kvatt þetta líf eftir langvinn veikindi. Eiður var einstaklega elsku- legur, fróður og skemmtilegur maður sem var alltaf tilbúinn þess að rétta öðrum hjálpar- hönd. Alltaf tilbúinn að vera til staðar fyrir mig, litlu frænk- una, þegar hrekkjusvínin í fjöl- skyldunni voru að hræða úr mér líftóruna. Því þannig var Eddi frændi; í honum var ekk- ert illt. Eiður, móðurbróðir minn, var elstur fjögurra bræðra og fæddur við Hringbrautina árið 1933. Næstelsti bróðirinn, Guð- mundur Bogi, féll frá síðastliðið haust svo það var stutt á milli þeirri bræðra. Þeir voru alla tíð ákaflega samrýndir og góðir vinir og bjuggu nánast alla ævi undir sama þaki. Guðmundur Bogi bjó ásamt fjölskyldu sinni á æskuheimili þeirra bræðra og þar átti Eddi alla tíð öruggt skjól. Fyrstu fjórtán árin bjó Eddi við Hringbrautina, gekk í skóla þar vestur frá og eignaðist góða vini. Ekki síst í gegnum knattspyrnufélagið Val sem á þeim árum æfði við Melavöll- inn. Eddi var reyndar borinn og barnfæddur Valsmaður, en Agnar faðir hans var hluti af fyrsta Íslandsmeistaraliði fé- lagsins, og hélt hann mikilli tryggð við félagið alla tíð. Fjölskyldan fluttist síðar á Laugateig þar sem Agnar byggði einkar glæsilegt hús og þar átti Eddi sitt heimili alla tíð eftir það. Það reyndist ung- um manni reyndar nokkuð erf- itt að flytja úr Vesturbænum burt frá vinum og Valsmönnum og undi hann hag sínum ekki eins vel á nýjum stað. Ungur að aldri sneri Eiður sér að námi í blikksmíði eins og bæði afi hans og faðir höfðu gert og byggðu þeir upp fjöl- skyldufyrirtækið Blikksmiðju Breiðfjörðs. Eiður náði afar góðum tökum á smíðinni, var vandvirkur og listagóður blikk- smiður alla tíð, enda gerði hann smíðina að sínu ævistarfi. Ekki get ég nú státað mig af því að hafa ofreynt mig á að sinna mínum frábæra frænda eftir að ellin tók að sækja á. Alltaf var Eddi þó jafn kátur og glaður ef maður sló á þráð- inn eða kíkti í heimsókn á Laugateiginn þar sem maður hefur alla tíð verið aufúsugest- ur. Það var reyndar gaman að fylgjast með því hvað Eddi var mikill dýravinur og þá reyndar sérstaklega kattavinur, en þeir voru ófáir kettirnir sem Eddi hugsaði vel um allt fram á síð- asta dag. Í frístundum hafði Eddi gaman af því að fylgjast með fótboltanum í sjónvarpinu, bæði Val og Manchester United, ásamt köttunum og Agnari bróðursyni sínum sem reyndist honum alla tíð ákaflega vel. Ekki má heldur gleyma að þakka þeim Bertu og Krist- jönu, mágkonu hans og bróð- urdóttur, fyrir að hugsa alla tíð frábærlega um Edda af kær- leika og stakri natni. Nú þegar minn blíði og góði frændi er genginn sendi ég fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur frá mér á Laufásveginum og öllum mínum afkomendum með þökk fyrir allt. Helga Þ. Stephensen. Eiður A. Breiðfjörð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.